Þetta er saga sem ég átti að semja fyrir skólann og gerði ég hanaí fyrra (12 ára) og ég vildi fá smá comment um hana. Það eru smá svona lord of the rings pælingar í henni en það er allt í lagi

Hamfarirnar

Morris, Koby og Darnius höfðu verið æskuvinir síðan þeir fæddust. Þeir bjuggu í smábænum Torio. Torio var lítill sveitabær í landinu Komian og bjuggu þar u.þ.b. 150 manns. Torio var inni í litlum hálflokuðum dal og voru fjallshlíðarnar í kring grasivaxnar. Morris hafði búið þarna alla sína ævi eða 17 ár. Hann var stór og vöðvamikill og hafði náð góðri leikni með sverð. Hann var með blá augu og dálítinn hárlubba eins og faðir sinn. Hann og öll fjölskylda hans var mennsk. Foreldrar hans hétu Madian og Bosko. Þau bjuggu í stóru húsi með litlum garði sem hafði verið í eigu ættar Bosko í nokkur hundruð ár. Það var byggt inn í eina grashlíðina eins og flest hús, til að spara einn vegg. Það var á einni hæð og klætt með tré að innan. Kertaljóskrónur héngu niður úr loftinu eftir löngum ganginum sem náði nokkuð langt inn í hlíðina. Bosko starfaði sem járnsmiður og trésmiður, og átti lítið verkstæði úti í garði. Hann seldi svo vörur sínar á markaði niðri í bæ. Þannig sá hann fjölskyldunni fyrir mat. Hann var dálítið þybbinn og með lítinn skeggbrodd á hökunni. Augu hans voru brún og beitt, þykkar augnbrúnir og mikill hárlubbi á höfði hans. Hann hafði yndi af því að fara niður á þorpskrána og fá sér væna ölkrús. Verst var að konan var kannski ekki alveg jafn ánægð með það. Madian var lítil og þybbinn, glaðvær kona sem oftast var bara heima og bakaði kökur, eða blandaði geði við nágrannana. Koby bjó beint fyrir ofan Morris í mjög líku húsi og hann bara, aðeins minna en með stærri garði. Móðir hans var mikið fyrir blóm og allskyns garðyrkju og var garðurinn því skreyttur Túlípönum, Rósum, Stjúpum og Morgunfrúm. Ekki snitti af illgresi eða öðrum óvelkomnum jurtum, enda var konan úti í garði alla daga, í öllum veðrum. Móðir Koby hét Mitica, en Koby hafði misst föður sinn í Hamförunum miklu svokölluðu, en það var þegar Galmerarnir réðust yfir allt landið og eyðilögðu allt sem á vegi þeirra varð. Faðir Koby (Natisch að nafni) var sendur ásamt nokkrum útvöldum til að stöðva þessar skepnur, og tókst það næstum en Galmerarnir drápu þá á endanum, en hurfu svo inn í skóginn Malian. Hvar þeir eru núna vita fáir en talið er að þeir séu næstum útdauðir. Koby hafði búið í Torio öll sín 15 ár, og vildi því fara og skoða heiminn og gerast bardagamaður eins og faðir sinn þó hann hefði aldrei þekkt hann. Koby var sterkbyggður og miðlungshár. Hann var hálfur malgi og hálfur maður, en móðir hans var malgi. Hann var með svolítið sítt hár sem náði niður á axlir.
Hann var hittinn, og var oft í bogfimi og axarkasti. Hann var orðinn betri en flestir menn í bænum, enda var hann búin að vinna þá alla í skotfimi keppnum.
Mitica var lítil og grönn, með græn augu og sítt hár sem náði langt niður á bak. Til að getað lifað sínu lífi og keypt nauðsynjar, seldi hún handunnin teppi og sokka.
Darnius bjó á litlum bóndabæ rétt fyrir utan bæjarmörkin. Faðir hans var hestabóndi og hafði það að vinnu. Faðir Darniusar hét Xionar. Hann var lítill og dökkur á hörund. Hann var með blá augu og alveg sköllóttur.Hann hafði fæðst í bænum Idior og búið þar ásamt konu sinni þangað til í Hamförunum miklu, en þá var hann og konan hrakin í burtu. Þá byrjuðu þau að byggja þennan bóndabæ, og kláruðu að byggja hann rétt áður en Darnius fæddist. Konan hans hét Loma. Hún var líka fædd í bænum Idior , enda hitti hún Xionar þar. Hún var stór, en grönn kona með lítið oddhvasst nef og svona rauðbrún augu. Hún var með sítt hár, en hún hafði það oftast í tagli, þess vegna sá maður eiginlega aldrei hversu sítt það var. Hún var mennsk. Darnius var lítill en með mikinn vöðvamassa. Hann var dökkur eins og Xionar, en Xionar var mogiri. Hann hafði einu sinni smíðað sér tveggja handa sverð, og ekki skilið það við sig síðan. Hann drap oft úlfa sér til gamans með því, ásamt Koby sem var alltaf með bogann sinn og Morris sem var oftast með stóra exi og lítinn skjöld. Þeir fóru þá oftast á sléttuna sem tók við þegar gengið var út úr dalnum. Þar var nóg af úlfum og öðrum verum til að æfa sig í bardagafimi.














Galmerarnir eru litlar verur sem upprunnar eru frá landinu Nosch. Þær eru búnar að vera til síðan líf fór að skapast. Þær eru gráleitar og illskeyttar, með stór eyru sem standa út í loftið. Með stór rauð augu og lítið nef. Þær eru með litlar beittar tennur, sem allir hræðast. Þær eru mjög leiknar með sverð, boga og eiginlega allar gerðir af vopnum. Ef þær handsama einhverja pynda þær gíslinn þangað til þær fá allt upp úr honum.


Skýringar á verum

Golar eru stærri verur en Galmerarnir. Golar koma líka frá landinu Nosch. Þær eru verur sem eru komnar af Galmerum. Þær eru miklu illskeyttari en Galmerarnir og drepa allt sem þeir sjá. Þeir eru mjög líkir í útliti (eins og Galmerarnir) fyrir utan það að vera stærri og sterkbyggðari.




Malgar eru góðar verur mjög líkar mennskum verum bara minni, sterkbyggðari og nákvæmari.




Mogirar eru litlar verur. Þær geta verið mjög uppstökkar og eru oftast dökkar á hörund. Þær eru mjög fimar og eru með mikla bardagatækni.




Vorið var að koma. Vindurinn blés á grashlíðarnar og sveiflaði þeim fram og til baka. Morris, Darnius og Koby voru að koma af sléttunni seint um kvöld. Þeir höfðu drepið nokkra úlfa og fláð af þeim feldinn. Þeir ætluðu að búa sér til hlýja svefnpoka áður en þeir færu næst á sléttuna en þá ætluðu þeir að gista yfir nótt. ,, Maður ætti að fara drífa sig heim? segir Morris. ,, Sólin er löngu sest og bráðum fara einhverjar verur á stjá? segir hann. ,,Já, það er satt? segir Koby. Loks koma þeir að húsinu hans Morris. ,, Ég sé ykkur þá kannski á morgun? segir Morris. ,, Já, örugglega? segir Darnius. Morris opnar dyrnar og gengur inn. Tunglskinið skín inn um gluggann og varpar ljósi inn eftir ganginum. ,, Eru allir sofandi? segir Morris. Kíkir inn í herbergið hjá foreldrum sínum. Það er engin þar. Morris labbar lengra inn um ganginn og kemur að herberginu sínu þar. Enginn er þar heldur. ,, Kannski þau hafi farið niður á þorpskrá? segir hann við sjálfan sig. Allt í einu er bankað á dyrnar. Koby er þar. ,, Húsið mitt er í rúst? segir Koby. ,, Það er engin heima? heldur hann áfram með hræðslusvipinn í andlitinu. Það er heldur engin heima hérna hjá mér? segir Morris. ,, En húsið er í fínasta lagi? segir hann. ,,Hvað ætli hafi komið fyrir meðan við vorum í burtu?? segir Koby. ,, Ég veit það ekki en örugglega ekkert gott? segir Morris. ,, Fórstu eitthvað inn í húsið?? heldur hann áfram. Koby svarar ,, Nei, bara inn í forstofuna. Ég þorði ekki lengra inn. Ég kallaði bara á móður mína nokkrum sinnum en engin svaraði, svo ég kom bara til þín? Ættum við ekki að fara inn í húsið til að athuga hvað það gæti hafa verið sem rústaði húsinu? Segir Morris. ,, Jú, kannski en ég efast um að við finnum eitthvað.? segir Koby. Morris tekur öxina sína og fer út ásamt Koby. Þegar þeir koma að húsin eru dyrnar galopnar og pappírar og annað fýkur út. Þeir ganga inn. Kommóður og skápar liggja á gólfinu. Brotnar spýtur liggja inn eftir ganginum og ljósakrónur hanga bara í einni keðju, eða liggja í gólfinu. Þeir klofvega yfir allt draslið og koma að herbergi móður Koby. Þeir ganga inn í herbergið. Þar er búið að stinga og rífa öll sængurver og kodda, svo fiðrið svífur um loftið eins og lítil snjókorn. Það er engin þar svo þeir ganga lengra inn eftir ganginum, og koma að herbergi sem þau nota sem geymslu. Þar eru brotnir bollar, hillur á hliðinni og fleira. Þeir taka eftir einhverju undir einni hillunni sem þeir vita ekki hvað er. ,, Ættum við að lyfta hillunni og gá hvað þetta er?? hvíslar Koby. ,, Já, ég lyfti hillunni og þú gáir hvað þetta er? segir Morris. Hann beygir sig niður og lyftir hillunni. En þá kemur í ljós dálítill blóðpollur. Koby flýtir sér að snúa þessu við. ,, Þetta er mamma? segir Koby með tárin í augunum. Hann stendur upp, og gengur fram á gang.
Reisir upp einn stólinn og sest niður. Morris kemur líka fram en segir ekki neitt. Allt í einu heyrist skerandi hróp. Morris lítur upp og hleypur út. Fer í kringum húsið og fer loks upp grashlíðina. Fer nógu hátt þangað til hann sér yfir bæinn. Þá blasir við skelfileg sjón. Eldar brenna út um allt. Fólk er hlaupandi úti á götunum, börn grátandi og fólk öskrandi. Einhverjar verur stefna yfir eina grashlíðina í burtu. Koby kemur aftan að honum og spyr hvað er að gerast. ,, Þú virðist ekki vera sá eini sem hefur misst einhvern? segir Morris. ,, Ætli það sé allt í lagi með Darnius? segir Morris allt í einu upphátt. Ég ætti að fara að tala við hann. Kannski hann viti eitthvað meira um hvað hefur gerst.? Heldur hann áfram. ,, Ég kem með þér? segir Koby. ,, Ég drep kvikindin sem gerðu þetta?. Þeir fara til Darniusar til að fá einhverju vitneskju um þetta. Þegar þeir koma stendur Darnius fyrir utan hugsi. Morris kemur og spyr hvort hann viti eitthvað hvað hafi gerst.
,, Þegar þú og Koby voru farnir inn hélt ég áfram, en tók eftir að eitthvað var að gerast, þegar ég var komin niður í dalinn.
Þá hljóp ég heim og þá stóðu foreldrar mínir úti skelfingu lostinn? sagði hann. ,, Já, en veistu hvað þetta var? spyr Morris.
,, Pabbi sagði að þetta væru verur sem kallast Golar. Þær eru mjög illskeyttar og koma af Galmerum? sagði Darnius. ,, Golarnir rændu fullt af fólki og tóku það með sér yfir grashlíðina í Norðri?. Heldur hann áfram. ,, Hafið þið nokkuð séð foreldra mína? spyr Morris allt í einu. Þá kemur Loma allt í einu og segir
Morris að foreldrar hans séu ein af þeim sem að Golarnir rændu. Morris fer til Koby og hvíslar einhverju að honum. Kalla þeir svo á Darnius og hvísla einhverju að honum líka. Hverfa svo bak við bóndabæinn.
Allt í einu fara þrír hestar á stökki af stað úr bakgarðinum en þar voru hesthús Xionar. Þeir fara í gegnum bæinn og stefna á norður grashlíðina.
,, Þetta var þá það sem þeir voru að fara svona leynt með? segir Loma kvíðafull við Xionar. ,, Við skulum vona að þeir viti hvað þeir eru að gera? segir Xionar. Morris var á svörtum hesti með ljóst tagl og fax. Hesturinn hét Vindur en hann komst á mikinn hraða. Morris hélt á exinni sinni og skjöldurinn hékk í hnakknum hjá honum. Koby var á rauðri hryssa með dökkt tagl og fax. Hún hét Fluga því hún var svo mjúk og fín. Hann var með örvamælir hangandi á sér, og boginn var festur á bakið á Koby. Darnius var á hestinum sínum en hann var grár með ljóst tagl og fax. Þessi hestur hét Sleipnir en hann var mjög ratvís og næmur á hættu. Darnius hélt á sverðinu sínu í annarri hendi og með tauminn í hinni. Hann reið alltaf berbakt. Þeir komu loks upp hlíðina og sáu þar yfir skóginn Malian, en hann var dálítið í burtu. ,, Ef við flýtum okkur ættum við að ná þeim áður en Golarnir ná inn í Malian? segir Darnius.
,, Passið ykkur samt því að stígurinn niður hlíðina er nokkuð laus í sér? segir hann, en Darnius er vanur hestamaður og hefur eiginlega farið út um allan dalinn og kringum hann, og meiri segja farið aðeins inn í Malian en þangað hafa fáir farið.
Þeir fetuðu rólega niður stíginn , en stöðvuðu svo í honum miðjum. Þá var farið að nálgast morgunn og aðeins farið að birta af degi. Þá sáu þeir allt í einu að eitthvað var á hreyfingu ekki svo langt í burtu. Þá héldu þeir á stað niður stíginn það sem eftir var, á hægu brokki. Loks komu þeir niður og stöldruðu þá aðeins við. Þeim sýndist að golarnir hefðu stöðvað og sprettu því hestunum nokkurn spotta. Loks kom sólin upp. Sólargeislinn varpaði ljósi á umhverfið, en þetta var mestmegnis opið svæði með runnum í rjóðrum hér og þar. ,, Við skulum hafa varann á. Við erum rétt hjá þar sem golarnir stöðvuðu. Þeir voru tilbúnir með vopnin á lofti. Þeir fetuðu aðeins áfram, en ákváðu svo að stíga af baki og fela hestana inn í einhverju rjóðrinu. Þeir skriðu svo áfram. Loks þegar þeir komu að svæðinu sem golarnir voru stöðvuðu þeir. Litu svo aðeins upp úr grasinu til að athuga kringumstæður. Fólkið sem golarnir höfðu tekið sat í einum hnapp og þrír golar pössuðu upp á að það myndi ekki reyna neitt. Hinir golarnir sátu allir saman og átu eitthvert kjöt sem þeir höfðu veitt.
,, Sérðu foreldra þína einhver staðar þarna?? hvíslaði Darnius að Morris.
,, Ég held að þau séu þarna rétt hjá einum golanum? sagði Morris.
,, Hvað ætli það séu margir golar hérna?? spyr Morris. ,, Alveg sama, ég drep öll þessi helvíti? segir Koby kaldranalega. ,, Við verðum að hafa einhverja áætlun? segir Darnius. ,, Morris og ég ráðumst á gola hópinn sem er að éta. Koby, þú drepur þá sem passa upp á fólkið. Losar svo fólkið ef það er eitthvað bundið og fær það til að hjálpa okkur að drepa golana sem eftir eru.? heldur hann áfram. Svo standa þeir upp. Morris og Darnius hlaupa inn í gola hópinn með vopnin á lofti. Koby tekur hverja örina af annarri og drepur alla verðina á örskotsstundu. Skýtur svo örvum inn í gola hópinn en golarnir eru svona 25. Morris öskrar á fólkið sem situr stjarft og hreyfir sig ekki að grípa sverð frá golunum og hjálpa við að drepa þesssr verur. Fólkið tekur viðbragð og stendur upp og ræðst inn í hópinn. Darnius drepur einn gola en fær allt í einu högg á sig og dettur. Þá hafði gola komið aftan að honum og lamið hann niður. Golinn lyftir upp sverði sínu og stingur sverði sínu í fótinn á Darniusi.
Blóðið seitlar út en engin virðist taka eftir þessu strax. Svo tekur Koby eftir þessu. Hlaupandi í gegnum hópinn með bogann á lofti, skjótandi örvum út um allt kemur hann svo. Rífur svo smá bút af bolnum sínum og vefur utan um sárið.
Dregur hann svo út á víðavang, en fólkið og Morris var búið að útrýma næstum öllum golunum og hafði yfirhöndina. Eftir nokkurn tíma handsamar það seinustu golana og drepur þá líka. Morris tekur svo allt í einu eftir að Koby og Darnius eru hvergi nærri. Hann leitar aðeins að þeim og kemur loks auga á þá. Koby krípur yfir Darniusi og segir ekki neitt. Lítur svo upp og horfir á Morris. ,, Er allt í lagi með hann?? spyr Morris. ,, Hann er dáinn? svarar Koby. ,,Honum blæddi út?.