Það er niðamyrkur úti, en dauf birta af ljósastaur inn úr miðjum garðinum fellur samt á hana, þar sem hún situr ein á bekknum í rigningunni. Það sést ekki fyrir rigningunni að hún sé að gráta, en hún án rigningarinnar myndi ekkert sjást í réttum svip. Dökkklæddur maður gengur framhjá og horfir rétt á hana, hann hægir ferðina og snýr svo við.
-mætti ég nokkuð spyrja hvað ung dama eins og þú ert að gera ein og yfirgefin á bekk út í almenningsgarði grátandi um hánótt?- spyr maðurinn
*sniff, sniff*
-ég veit það nú varla sjálf…eða allavega ekki hvað ég er að gera hér- segir hún með grátstafinn í kverkunum
-á ég að hringja á leigubíl fyrir þig? Ég er með síma.- spyr maðurinn kurteisislega.
-nei takk….ég bjarga mér….vonandi…- segir hún og það heyrist á röddinni að hún er að bresta í grát
-þetta er allt í lagi, hleyptu því bara út – segir maðurinn og tekur utan um hana
hún tekur um hann og grefur andlitið í mjúka kápuna hans og grætur eins og hún eigi lífið að leysa.
-allt sem ég vildi var hamingja- hvíslar hún í eira hans.
-Hamingju? – spyr maðurinn á móti
-Já….hamingju…- hvíslar hún aftur
-Svona, svona ég hringi á leigubíl handa þér. – segir maðurinn.
-Nei, ég geng bara – hvíslar hún
-Ertu viss? – spyr maðurinn og horfir framan í hana.
-Já alveg…- segir hún á móti
-Allt í lagi…láttu þér svo líða vel vina.- biður maðurinn hana þá
-Takk…- hvíslar hún og gengur á brott
Það keyrir bíll framhjá henni og gusar á hana stórri skvettu af vatni. Hún horfir í poll sem er fyrir framan hana. Hún stendur drykk langa stund og horfir á spegilmynd sína í vatninu, áður enn hún veit af dettur tár í pollinn og spegilmyndin hverfur, svo annað, og annað, og annað, þangað til að hún er farin að hágráta.
Hún opnar svarta veskið sem hún er með á hendinni og nær sér í bréfþurrku og þurrkar sér í framan. Hún brýtur hana svo saman og setur aftur í veskið. Hún gengur áleiðis með götunni þangað til hún kemur að stóru og fallegu húsi. Parkson stræti 124. Húsið hennar. Hún gengur upp nokkrar tröppur en stansar svo fyrir framan hurðina og lagar mottuna sem liggur fyrir framan hurðina. Svo opnar hún veskið sitt aftur og dregur upp lyklakippu með 3 lyklum á og svo nafnspjaldi á. Hún stingur einum lyklinum í og snýr, en hurðin opnast ekki. Hún rífur lykilinn úr skránni, en var víst of fljót á sér og missti lyklana á stéttina. Hún tekur þá upp og skoðar lyklana vel og vandlega þangað til hún tekur einn og stingur honum í skráargatið, snýr og rífur hurðina upp. Hún gengur inn og tekur lykilinn úr skránni. Hún tekur af sé rennblauta kápuna og hengir hana á fataprest sem stendur við hliðina á útidyrahurðinni, næst fer hún úr svörtu leðurhönskunum sínum og leggur þá á ofninn, því næst tekur hún af sér trefilinn og hengir hann hjá kápunni. Hún lítur í spegilinn og horfir á sjálfa sig í smá stund, allt í einu eru tárin farin að streyma niður andlit hennar eins og foss niður gil. Hún gengur því inn í rauðmálaða stofuna og þaðan inn á baðherbergið. Hún sest á klósettið og rífur smá klósettpappír af klósettpappírsrúllunni. Þegar hún er búin að þurrka tárin burt stendur hún á fætur og dreypir vatni á bréfið og þvær af sér rauðan varalitinn og dökkan maskaran sem hafði runnið út um allt andlit á henni eftir allan þennan grátur. Því næst gengur hún inn í stofuna og fleygir sér í svartan þægindastól sem stendur í einu horni stofunnar við hliðina á rauðum sófa og litlu kaffiborði í hinu horni stofunnar. Þar fyrir framan var annað aðeins stærra kaffiborð og sjónvarp. Við hægri hönd sófans voru tvær bókahillur hlaðnar bókum, myndaalbúmum og myndum af henni og fjölskyldu hennar. Svo út í horni stóð lítill járnlampi. Hún stendur upp og gengur að bókahillunum og tekur út myndaalbúm sem merkt var með stórum stöfum “Máni”, hún settist aftur í hægindastólinn og kemur sér vel fyrir áður en hún opnar albúmið og byrjar að fletta, hún stoppar allt í einu á einni opnunni og horfir hugsi á eina myndina á opnunni. Á myndinni var ungur maður og á bak við hann mátti sjá glitta í lítinn hvolp.
- ef ég hefði hann bara aðeins lengur, það yrði allt svo fullkomið – segir hún við sjálfa sig í hljóði.
Hún lokar albúminu en bíður í smá stund með að skila því aftur í hilluna og faðmar það að sér, hugsi á svip stendur hún á fætur og skilar albúminu í hilluna þar sem það var. Því næst gengur hún hljóð inn í blámálað eldhús, hún gengur beinustu leið að ísskápnum og opnar hann, hún teygir sig inn í ísskápinn og kemur fram með smjör og ost, hún snýr sér við og opnar lítinn trékassa sem er á eldhúsbekknum og tekur upp lítið brauðstykki, hún snýst í nokkra hringi þangað til hún kemur auga á stand af hnífum sem stendur á bekknum bak við hana, hún teygir sig í einn hnífanna og sker sér þunna sneið af brauðinu, allt í einu er eins og eldingu hafi slegið niður í hana og hún snýr sér snöggt við og opnar ískápinn, teygir sig inn og kemur til baka með skinkusneið á brauðið. Hún sest við lítið fjögurra manna borð sem stendur út í horni herbergisins og tekur til óspilltra málana. Þegar hún er búin að torga heilli samloku gengur hún inn í svefnherbergið sem stendur út úr borðstofunni sem stendur út úr stofunni. Inn í herberginu er eitt tvíbreitt rúm fataskápur, bókahilla og tvö náttborð. Hún leggst í rúmið og horfir tómlega á hina hliðina á rúminu sem stendur auð þarna við hliðina á henni. Hún hneppir frá blússunni sinni og fer úr henni. Því næst hneppir hún frá buxunum sínum og tosar þær af. Þegar hún liggur þarna á nærfötunum á endanum teygir hún sig í bláan náttkjól sem liggur á gólfinu eftir morguninn og dregur hann yfir höfuðið. Hún hniprar sig undir sænginni og horfir tómlegum augum á náttborðið þar sem að stendur mynd af henni, glas fullt af vatni, lyfjaglas og bók. Hún reisir sig upp og teygir sig í bókina. Hún opnar bókina og byrjar að lesa.
Hún er stödd á dimmum stað. Hún heyrir hljóð, eins og einhver sé að gráta. Hún hleypur til og leitar að þeim sem gefur frá sér þetta hljóð. Allt í einu breytist hljóðið, og hún heyrir að einhver er að syngja. Hún hleypur áfram, áfram yfir fjöll, yfir tún og bæi, allt í einu stansar hún, hún er stödd fyrir framan regnskóg. En söngurinn er orðinn hærri og hún veit að hann er nærri. Hún tekur til fótanna inn í skóginn þangað til hún kemur að stóru stöðuvatni, þarna er lítill foss og hún sér að það er karlmaður að baða sig undir honum. Hún ætlar að kalla en getur það ekki. Allt í einu snýr hann sér við. Hún getur ekki orðið hamingjusamari. Hún hleypur meðfram bakkanum en hún nær ekki. Hún kemst ekki. Hann bendir henni að koma til sín, en hún kemst ekki. Allt í einu er eins og eitthvað dragi hana út í vatnið, hún hleypur til mannsin. Og þarna standa þau böðuð ást, í örmum hvors annars. Þau segja ekkert, heldur faðmast bara. hann horfir framan í hana, þau standa lengi og horfast í augu.
-ég elska þig.- hvíslar hann að henni
-ég elska þig líka- hvíslar hún á móti.
Allt í einu hrekkur hún upp…..
*draumur* hugsar hún með sér þegar hún sér að hún liggur bara í rúminu heima með bókina við hliðina á sér.
Hún rís á fætur og teygir sig kraftlega. Allt í einu er dyrabjöllunni hringt.
Hún hleypur til og grípur náttslopp og klæðir sig í hann á leiðinni til dyra.
Þegar hún opnar dyrnar stendur dökkklæddur maður fyrir utan. Þau standa þarna drykklanga stund og horfa á hvort annað.
Hann rífur þögnina
-ekki horfa svona á mig.-
-af hverju ekki? Ég á alveg fullann rétt á því eftir það sem þú gerðir- segir hún á móti og skellir hurðinni, en hann var of fljótur og ýtti hurðinni til baka áður en hún skall í lás.
-ég gerði það rétta- segir hann á meðan hann virðir hana fyrir sér. Þessi fallegu grænu augu, og rauða hárið sem fellur svo silkimjúkt á axlir hennar. Hvað þá þessi yndislegu stinnu brjóst og grannur maginn?
-Nei..hann gerði ekkert rangt og þú áttir engan rétt til þess að gera það sem þú gerðir.- segir hún með grátstafinn í kverkunum.
-hann drap hana. - segir maðurinn með reiðitón.
-allt í lagi, þú hefur sagt nóg, þú mátt fara núna- hvíslar hún og gengur að hurðinni.
-allt í lagi- segir maðurinn og gengur út.
Hún gengur inn í stofu og hendir sér í sófann og nagar nöglina á vísifingri hægri handar eins og hún gerir alltaf þegar hún er djúpt sokkin inn í merkilegar hugsanir sínar. Allt í einu stendur hún upp og gengur inn á baðherbergi.
Vatnið í sturtunni er svo heitt að gufa fyllir allt herbergið og móða myndast á gluggann og stóra spegilinn sem stendur við dyrnar.
Dyrabjöllunni er hringt í annað sinn. Hún skrúfar fyrir vatnið, drífur sig í sloppinn og hleypur til dyra.
Fyrir utan stendur maður í svörtum leðurfrakka og hvítum buxum, það sést greinilega í rolex úrið og gullarmbandið undan erminni á frakkanum.
-Hvað ert þú að gera hér?- spyr hún kurteisislega.
-Hvað er þetta, má gamall vinur ekki koma í heimsókn?-svarar hann með hæðnistón í röddinn.
Hún verður eitt spurningamerki í framan.
-Hvað er þetta kona? Ætlar þú ekki að bjóða mér inn?- spyr hann og einblínir á hana með hvössu augnaráði.
Hún lítur á hann með svo ísköldum augnaráði að það gæti drepið hest.
-hvað sem er- segir hún svo eftir langa þögn. Hann ryðst inn og hengir frakkann upp á fataprestinn hjá kápunni hennar og treflinum, það hefur stór pollur myndast fyrir neðan kápuna hennar því það lak svo úr henni eftir gærkvöldið.
-Þú ættir að þurrka þetta upp.- segir maðurinn og bendir á pollinn.
-eins og þér sé ekki sama- segir hún og horfir með þessu killer augnaráði á hann.
Hann gengur inn í stofu og sest í hægindastólinn, kemur sér vel fyrir og seilist svo eftir fjarstýringunni
-hvað ertu að gera?- spyr hún og horfir á hann.
-hvað er þetta manneskja má ég ekki kíkja aðeins í textavarpið?- spyr hann fúll á svip og horfir á hana.
- what ever, þú getur gert það sem þér sýnist.- segir hún og kastar til hans annarri fjarstýringu.
-þetta er rétta fjarstýringin- segir hún og gengur inn í eldhús.
Allt í einu heyrist hvellt hljóð úr eldhúsinu og blóð spýtist út um allt. Maðurinn stynur hátt og gengur fram í eldhús. Þar liggur hún á gólfinu og skammbyssa við hliðina á henni.
Það hafði myndast stór blóðpollur í kringum hana þegar að sjúkraliðarnir voru loksins komnir. Nokkrum dögum var jarðaförin. Fjölskylda og vinir jafnt sem óvinir. Húsið fór á sölu alveg eins og allt sem að inni í því var. Enginn veit af hverju.