Ég heiti Arnar og ætla segja sögu af mér. Ég sit í stofunni minni og hugsa um þennan atburð sem gerðist um fyrir 20 árum. Árið er 2025, ég get ekki gleymt þessari sorg. Þannig var það að kærasta mín til þriggja ára Kristæin var drepin köldu blóði. Morðingin gengur laus og ég er mjög reiður út af því. Ég man þennan dag eins og hann hafi gerst í gær. Það var þriðjudagsmorgun og ég svaf til 10:30 og fór síðan í skólan. Það var sjúkrabíll, löggubíll og fullt af fólki í kring. Ég hljóp inn en var stoppaður af lögreglumanni. “Vertu úti” sagði hann. “Hvað gerðist eiginlega?” spurði ég á móti. “Það hefur verið framið morð”. Mér brá og fór út. Einar, besti vinur minn labbaði upp að mér og sagði: “Arnar minn, vertu svo vænn að setjast niður”. Ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað grín. En ég gerði samt sem hann sagði mér að gera. “Arnar, Kristín hefur verið myrt”. Reiðin, hatrið, sorgin kom allt í einu eins og skvett hefði verið úr fötu. Hún hefur verið skotin og það er ekki hægt að greina byssukúluna. En nú er ég hér í framtíðinni og get ekkert gert, eða hvað. Á síðustu tveimur árum hafa Breskir og Íslenskir vísindamenn unnið að tímavél og ég hef heyrt þá orðróma að hún virki. Svo ég fór upp í Háskóla Íslands eina nóttina. Þar sá ég hana, hún lýtur út eins og einhver þotuhreyfill með loftnetum. Ég er með leiðbeiningarnar í hendinni og byssu í hinni kveiki á henni. Ég fer inn í hana. Allt í einu er ég dottin niður á gólfið inn í stofunni. En tímavélin er horfin. Hvað hefur gerst, sendi ég hana aftur til 2005 án þess að ég fari með. Ég horfði út um gluggan og það vantaði margar byggingar. Þá lagði ég saman tvo og tvo. Ég hafði farið aftur í tíman en vélin kom ekki með, hún á örugglega bara senda fólk aftur í tímann. Það er einn dagur í morðið, þannig að ég fór að sofa úti. Morgunin eftir fór ég upp í skóla og njósnaði um aðstæðurnar. Þar sá ég hana, Kristínu, hjartað mitt tók kipp. Ég gat hlustað á röddina hennar aftur, þvílík hamingja. En þessi hamingja breyttist fljótt. “Hann Arnar er bara ekki mín týpa, hann er svo leiðinlegur, ég held að ég ætti byrja með Einari, hann er svalur” Ég var mjög sár. “Heyrðu, ég ætla á klósettið” Sagði hún við stelpurnar. Hún fór þangað og byrjaði að punta sig. Allt í einu opnaði ég hurðina. Henni brá.
“Hvað ert þú að gera hér, þetta er kvennaklósettið”. “Er ég leiðinlegur já”. Hún horfði stíft á mig. “Arnar, hvað hefur komið fyrir þið, þú ert gamall”. Ég tók upp byssuna og skaut hana. Hvað hafði ég gert?

Ég hljóp í burtu, grátandi. Ég beið fyrir utan skólan. Frá manngrúginum sá ég Einar að tala við mig. “Arnar, Kristín hefur verið myrt”.

Takk Fyrir

Gullbert