Sagan af mér.
-Eftirverkfallseinkenni 2001.

,,Aldrei fyrr hefur nokkrum manni tekist að leiðast jafn mikið á
jafn skömmum tíma.“

Í kjölfar verkfallsins mikla 2000 – 2001 hefur mér tekist að
taka þá ákvörðun að hætta í Menntaskóla og taka stjórn á
eigin lífi. Þegar mér verður hugsað út í þetta núna sé ég fyrir
mér einhvern listamanna artí fartí með háleitar hugsjónir um
lífið og tilveruna.

Ég er í fyrsta lagi bara rétt yfir meðallagi í hæð, og þar að auki
er mér yfirleitt bara starsýnt á gólfið. Ég er greinilega enginn
listamaður.

Í öðru lagi hætti ég í skóla vegna áhugaleysis, og vegna þess
að ég vildi læra kvikmyndagerð og færðI mig yfir í hóp þeirra
hugrökku sem þora að taka sénsinn á því að fara í sérnám
sem fáir ná langt í.

Í þriðja lagi er ég ekki að segja að ég vilji ekki klára Menntó,
ég er bara að segja að á meðan ég hef engann áhuga á
honum er ekki sniðugt að eyða tímanum í hann.

Og hvar lenti ég fyrir vikið…?

Ég er einmenni, ekki stórmenni.

Ég er einmana með ekkert að gera næstu 15 daga. Í
millitíðinni eru allir sem ég þekki annaðhvort útlendis eða á
fullu við að redda sér út önnina. Enginn þyggur mína hjálp né
þarfnast hennar yfir höfuð, í ljósi þess að ég þarfnaðist yfirleitt
þeirra hjálpar í Menntó.

,,Það sem einkennir vináttu er að maður veit að maður er
vinur einhvers þegar einhver biður mann um aðstoð með
eitthvað.”

Hvar stendur maður ef enginn þarfnast kunnáttu manns?

Þýðir það að maður á enga vini? Þetta stenst ekki.

Einhver þarf að endurskilgreina hugtakið vinur fyrir mér. Ég
hef augljóslega ekki skilið það nógu vel.
Hvað er þetta Undirskrift pósta?