Þunkt misstur lág yfir bænum þennann morgun. Það hafði ringt í hundrað daga samfleitt, en án viðvörunar hafði stitt upp og sólinn bortist út daginn áður, svo nú lág þessi þunga heita þoka yfir Hamingjubæ, er vatnið gufaði svo létt upp af votri jörðinni.
Sólin var búinn að vera á lofti í nokkra klukkutíma og fólk var byrjað að safnast saman á torgi bæjarins. Smásalar buðu uppá sikruð epli og heimatilbúinn brjóstsykur. Krakkarnir hlupu um, sulluðu í volduga gosbrunninum á miðju torgina, verkamenn voru að leggja seinustu hönd á sviðið þar sem lángþráða athöfnin átti að eiga sér stað.
Svona eftirvænting, spenna og tilhlökkun hafði ekki sést í Hamingjubæ svo mánuðum eða árum skipti, allavega horfin úr minni allra sem þar bjuggu eftir svo langa hörmungar og sulta tíð. Konurnar settu upp sín fegurstu skört, ekkjurnar fækkuðu svörtu flíkonum, þó voru þær enn bersýnilega ekkjur, voru bara ekki í margföldum búningi í dag.
Borgarstjórin sat við morgunverðarborðið, feitur sveittur lítill kall, þakin heimsku og viðbjóði tætti hann í sig lærin sem voru hanns hefðbundni morgunmatur; fór aldrei útúr húsi án þess að éta upp að minnsta kosti tvo alífuggla og sötra með vín úr öllu hófi. Hann var að ljúka við að sjúga mergin úr beinonum svo óverðskuldað þjónustufólkið fengi nú örgglega ekkert sem það átti ekki skilið.
Presturinn var að búa sig undir hátíðina í prestsetrinu við hlið kirkjunar sem sat á hæðstu hæð bæjarins fimmhundruð metrum frá markaðstorginu og miðbæ Hamingjubæjar, sem í dag var allur skreyttur vegna þess sem í dag átti að gerast. Þetta var kall kominn á háan aldur, eingin vissi þó í raun hvað hann var gamall, en hárleysið migglublettirnir og vörturnar sögðu til um það að gamall væri hann nú orðinn.
Í herbergi sínu til seinustu hundraðdaga sat Lana, og starði út um opið sem var með útsýni yfir bæjinn og sá hún þaðan til kirkjunar mikilfeinglegu og prestsetursinns. Henni var hugsað um það nú væri dagurinn loksins runninn upp, það hlaut bara að vera, dagurinn sem hún hafði svo leingi beðið eftir. Hún renndi yfir í huga sér allar þær stundir, sem í dag virtust vera allt hennar líf, þegar hún hafði setið og horft útum gluggan og beðið eftir því að það myndi stitta upp. Ó hvað hún hafði þráð þennan dag heitt og nú var hann kominn. Í dag yrðu öllum hennar syndum létt af henni, í dag var dagur fögnuðar og frelsunar.
Fólkið við brunninn og sviðið var byrjað að ókyrrast af spenningi, skógsmiðurinn var byrjaður að þræta við nokkra garðyrkjubændur um hversu leingi veðrið myndi haldast þurt, og tveir rónar, sem höfðu nú verið edrú um nokkurt skeið, voru hálfpartinn farnir að slást vegna ágreinings um aðdraganda athafarinnar sem átti að hefjast innan tíðar.
Silalega lagði bæjarstjórinn af stað í átt að miðbænum, feitur og vaggandi tók hann eitt spor í einu meðan hann tugði á brauðhleif sem hann hafði tekið með sér í nesti fyrir gaunguna.
Presturinn læsti prestsetrinu kalda, labbaði að kirkjuturninum og leifði kirkjuklukkunum að slá sjö sinnum til merkis um að nú væri fögnuðurinn hafinn. Fólkið við brunninn öskraði á toppir röddu sér af fögnuði yfir því að nú feingi það sjá það sem það hafði alla þessa rigningardaga beðið eftir, dagurinn var runninn upp.
Fángavörðurinn sem gætti fangans hlínaði að ynnann við saung klukknana, brosti út í annað og um hann leið speningshrollur. Vagnin sem átti að færa fangan sinn seinasta spöl kom ríðandi að fangelsinu, vagnstjórinn hopar niður úr vagninum og bauð verðinum góðan daginn. Þeir standa saman í morgunblíðunni og bíða komu prestsins.
Þeir þurftu ekki að bíðaleingi þangað til þeir sáu hann ganga ákveðið upp hæðina að fangelsinu. Án þess að yrða á þá þrumaði hann fram hjá þeim, reif upp hurðina að klefanum, með lykklinum sem gengur að öllum lásum í Hamingjubæ, og óð inn.
Er hurðinni var fleikt upp stóð Lana uppúr sæti sínu og tók með óöruggu augnarráði á móti velgjörðarmanni sínum. Hún horfir stíft á hann er hann með voldugu gaungulagi sínu tekur stefnuna að hörku í átt að henni án þess að líta af henni augonum. Án þess að gera sér grein fyrir því hvað hefur gerst liggur hún í gólfinu eftir þungt högg stæðstu handar sem hún hefur nokkurntíman, á sinni stuttu lítilfjörlegu lífsleið, þekkt. Svo oft hefur hún verið sleginn með þessari hendi, samt er það alltaf eins og í fysrta skipti, alltaf kemur það henni jafn mikið á óvart. En alltaf á hún það samt jafn mikið skilið. Hann skipar henni að standa upp, virðist vera að endurtaka það þegar hún kemur til meðvitundar.
Hlandbrunninn og sár eftir barsmðiar seinasta kvölds síns á þessari jörð er henni hrint inn í opna klefan á hjólum sem mun færa hana á mót skapara síns.
Er vagnin kemur inn á aðalgötuna sem liggur að torginu, mitt í Hamingjubæ, ærist fjöldin af fögnuði. Hér hljóta allir þorpsúar, sem lifað hafa af vætu tíðna, að vera saman komnir, hugsar Lana er múgurinn þeitir í hana öllu sem þau hafa náð að smala upp af götunni; steinum, úldnu grænmeti, brauðhlefum harðari en grjót, og annað í þeim dúrnum sem í senn er þungt og getur smogið inn á milli rimlana á vagninum.
Hún heyrir ekki í þeim, henni er hugsað til seinasta dagsins áður en rigningarnar byrjuðu. Hún var vinnukona hjá prestinum. Hafði þá smá hold utaná sér, ekki feit, en lærin voru allavega þá þikkari en hnén og húðin ekki grágul á litin eins og nú heldur mjólkur hvít með rjóðleika í andlitinu. Hún hafði hitt Fansó vin sinn í litilli laut í skógjinum við jaður Hamingjubæjar. Hann var að kenna henni á flautu á þessum fallega síðla sumars degi. Henni þótti alltaf gott að hitta Fansó á staðnum þeirra í skógjinum, er presturinn var á vikulegum fundi sínum með bæjarstjóranum. Þar gat hún gleimt barsmíðunum, niðurlægingunum, nauðgununum og öllu hinu sem hún átti svo skilið fyrir að vera fædd svona syndug og í mótsögn við hinn göfuga og fallega kritstindóm og herran á himninum sem vildi öllum ósyndugum börnum svo vel.
Hún var að ná tökunum á María átti lítið lamp þegar presturinn í hópi manna vopnaða prikum, kylfum, skóflum og annara barefla sem þeir gáta fundið á leið sinni að refsa þeim er brutu gegn Guði vorum á himninum. Hún stirnaði upp, gat ekki hreyft sig, hjartað hætti að slá, eða tók sér allavega augnabliks hvíld áður en það þyrfti að byrja að slá úr sér allt líf. Fansó var sleginn niður, blóðið lak úr hausnum á honum á meðan góður hópur manna barði á hann úr öllum áttum, hún vissi ekki hvað þeir voru margir og það að reyna að telja þá var ekki það sem hún var að fara að gera á þessari stundu lífs síns. Þunkt högg beit hana í hnakkan og það seinasta sem hún sá var sigurbros prestsins áður en vitundin lak útúr henni í senn og hún sökk niður í endalaust djúphaf síns eigins huga.
Hún vaknaði upp af dagdraumnum er böðullinn var að hengja utanum hana snöruna, og fjöldinn argaði af reiði jaft og fögnuði og léttingu er syndarinn átti nú loks að mæta örlögum sínum. Druslan og ónitjungurinn. Borgarstjórinn ræskti sig, hann var búinn að taka sér stöðu á miðju sviðinu og tilbúinn að halda hvatninga ræðu fyrir þorpsbúanna.
“Lof sé Guði” var það fyrsta sem kom útúr honum og var honum litið til prestsins, sem gaf honum smá kink sem gaf til kinna að hann hafði nú byrjað rétt. “Við erum hér saman kominn til að verða að vilja Guðs okkar, drottins og syni hanns eingetins.” hann ræsti sig “Þessi syndari er dæmdur var, af okkar sanngjarna þjóni Guðs hér bæ, til dauða fyrir syndir sínar. Við höfum öll þurft að bíða að þolinmæði eftir hléi á skúrnum þunga er hrjáð hefur okkur svo leingi, til að geta uppfyllt vilja drottins okkar og skapara. En hafið nú ekki áhiggjur, á þessum hundrað dögum höfum við séð til þess að undirbúa þennan djöful, þennann púka, þennann kyndilbera alls sem illt er, vel undir þann stað sem þessi auma kind er nú á leið á.”
Hún heyrði ekki meira, hún sá lífið sitt hlaupa fram hjá sér, allavega það litla sem hún mundi eftir úr því. Alla sólardagana í skóginum, markaðin á sunnudögum með móður sinni meðan hún var enn lífs, rigningar dagana hundrað er hún beið í fangelsi Hamingjubæjar eftir að það stitti upp, eftir að þessi dagur rinni upp, eftir að hún gæti orðið laus undan kvölum og kvölurum sínum.
Presturinn var tekinn til máls, áróðursvess góðubókarinnar(í raun einu leifðu bók bæjarinns), sem hún var í raun ekkert viss um að væru í henni, en hvað vissi hún, syndarinn. “Og lof sé drottni, skapara okkar og velgjörðar manni” var fyrsta heila setningin sem hún náði úr ræðunni, en jaft sú seinasta líka því fjöldinn tók nú við sér. “Hengið hana, hengið viðbjóðinn” Var æpt.
Stór steinn flaug yfir mannfjöldan, hún sá hann stefna á sig. Hann virtist aldrei ætla að koma, eins og boðberi guðs flaug hann notur hægt í gegnum þikt andrúmsloft þessa raka þikka dags eilífðarinnar. Það hitti hana eins og elding, hún hafði aldrei velt því fyrir sér hver hlutskipti Fansós hefðu orðið, hvot hann væri lífs eða liðin, hafði bara tekið því svo að hann hafði fallið þennann seinasta sólardag fyrir rigningarnar. Allar pintingarnar og þjáningarnar höfðu leitt hugann allt annað en að honum. Allir þessir dagar sem vörðurinn hafði notað hana sem mannlegt klósett. Tilhlökkunin eftir vikulega meiglaða en samt svo góða brauðinu hafði fært hugan svo langt frá einu manneskjunni er henn hafði þótt vænt um eftir dauða móður hennar.
Brakið, er hlerinn sem hún stóð á opnaðist, reif sig inn í huga hennar, inn í sálina, og hún sá steinin beint fyrir framan sig. Er grjótið braut úr henni þessar fjórar tennur er eftir voru í gónum á henni tók hún sitt seinasta fall. Sveif ofur létt niður og í gegnum þessa litlu meðvitund, sem steinninn hafði skilið eftir í henni, heirði hún brakaið er hálsinn brotnaði og mannfjöldinn trilltist af fögnuði. Hún var kominn heim……….