Ég opna skápinn, skápurinn hefur verið lokaður í yfir 7 ár, það er alls ekki mér að kenna!

Kannski er það afþví að það sem er inní honum er bannvænt. Ef ég hugsa útí það þá hef ég aldrei opnað hann, sá sem gerði það síðast hengdi sig! Ekki vil ég hengja mig, það var Dóri fyrrverandi kærasti systur minnar, hann ætlaði að sanna það að ekkert væri hættlegt við skápinn“þið hræðist líklega bara kónkulærnar” sagði hann alltaf en hann sannaði það einmitt að skápurinn er hættlegur.

Ég ætlaði einu sinni að opna hann en sistir mín stöðvaði mig
“hvað helduru eiginlega að þú sért að gera barn?” spurði hún mig reið “maður getur ekki skilið þig eftir í 2 sekúndur og þá ertu farin að skápnum” en hún kendi mér aldrei um bara sjálfri sér en það gerir hún ekki lengur því þá var ég bara smábarn ekki lengur, en ég sit ennþá fyrir framan skápinn og velti því fyrir mér hvað sé inní honum, ég mun aldrei vita það nema ég kíki!

Ég er ekki hrædd við skápinn eða neitt þannig, ég held að hann geti ekki gert mér neitt, ég veit það að ef ég trúi að hann geri mér ekkert þá hlýtur það að vera satt, er það ekki?

Þetta er stór viðarskápur með stórum mikilfenglegum hurðum og hliðarnar allar með handútskornu munstri af allskyns kynjaverum, amma sagði við okkur sisturnar að djöflar hefðu átt skápinn áður en að afi hennar keypti hann, sistir mín trúði því aldrei en vildi samt aldrei opna hann ég held að innst inni hafi hún trúað en ekki hafa viljað viðurkennt það, ég trúði alltaf.
Hann er mjög stór og hefur sitt eigið herbergi mamma vildi ekki sjá hann neinstaðar annarsstaðar í húsinu við gátum ekki hent honum, hann er bundinn við húsið af einhverjum ónáttúrulegum öflum, mamma hataði skápinn eftir að pabbi opnaði hann, hann kom aldrei aftur en skápurin var enn á sínum stað, svo við færðum hann í mitt herbergi og ég flutt niður í kjallara, ég var svosum sátt við það mikið meira pláss!

Nú þegar ég opna skápinn skil ég allt, ég veit allt en get ekki sagt ykkur frá því þið verðið bara að opna skápinn sjálf.
Have a nice day