Hringur dró fram spóluna og var tilbúinn að slá. Skyndilega sá
hann skugga á veggnum í birtunni sem kom frá
vasaljósinu…eitthvað langt og mjótt…eins og spjót…
NEI!
Þetta var byssa. Byssumaðurinn laumði sér inn fyrir
afgreiðsluborðið án þess að sjá Hring.
Skyndilega stökk Hringur upp öskrandi og lamdi hulstrinu í
hnakkann á byssumanninum. Hann heyrði þyt og brak og
skyndilega var gífurlegur verkur í andlitinu á honum. Hann
hneig niður og leið út af…

- Hei, ég fann hár!, sagði Friðfinnur rannsóknarlögreglumaður,
Ég fer með það í DNA greiningu! Sjáumst!!
- Mmm…, rumdi Sæmundur aðstoðarlögreglustjóri. Hann var
djúpt sokkinn með stækkunargler að skoða gólfið.
Frðifinnur skokkaði inn í nýja Land Cruiserinn og keyrði af stað í
gegnum bæinn inn á skrifstofu.
- Hæ, Kata, sagði Friðfinnur glaðbeittur.
- Hæ. Eitthvað að frétta?
- Ég er með hár af “Crime Scene” !
- Leyfðu mér að athuga…, sagði Kata og fór í gegnum
gagnagrunninn,…Hringur Grétarsson, 15 ára. Getur það
passað?
- Kannski. Heimilisfang?
- Mjóastíg 44d, á annarri hæð.
- Hvernig vissirðu?
- Ég átti einu sinni mág sem bjó í þessari íbúð. En hann flutti
þaðan fyrir mörgum árum.

DRRIIINNNNGGG!!!!
- Guðfinna! Farðu til dyra!
- Ókei!, sagði Guðfinna, mamma Hrings, og fór til dyra.
- Halló. Ég er Friðfinnur rannsóknarlögreglumaður. Ég þarf að
fá að hitta hugsanlegt vitni; Hringur Grétarsson.
- J-já, hann ætti að vera heima, hann er sennilega inn í
herberginu sínu. HRINGUR!! (Hún fór að hurðinni að herbergi
Hrings) Hringur, ertu þarna!? (Hún opnaði dyrnar og sá engan.
Hún fer aftur til Friðfinns) Neibb. Hann er sennilega heima hjá
Arnari. Hann á heima aðeins neðar í götuni, í hvítu húsi með
dökku þaki. Það er númer þjátíu og eitthvað…ég man það ekki
alveg.
- Jaaá…, sagði Friðfinnur djúpt hugsi, takk fyrir hjálpina. Bless.

Hringur glennti upp augun. Hann var sitjandi. Hlekkjaður þykku
reipi.
- HALLÓÓÓ!!!, öskraði hann, ER EINHVER HÉRNA?!!?
- Jájá. Svo þú ert bara vaknaður, sagði rödd sem Hringur þekkti
ekki. Hringur skimaði í kringum sig en sá ekki neinn.
- Hv-hver ertu?
- Manstu ekki eftir mér. Maðurinn með byssuna fyrir nokkrum
klukkustundumr.
Skyndilega sá hann sköllóttann mann með riffil sem leit út
eins og sá riffill sem hann sá í skugganum. Maðurinn var í
svörtum jakkafötum og með sólgleraugu. Minnti svolítið á Men
in Black.
- HALLÓÓÓÓÓÓÓ!!!!!!, heyrði hann æpt á bak við sig. Þessa
rödd þekkti hann.
Arnar…

Framhald síðar…

LPFAN