Hugsa enn svo stíft um þennann dag, þennann mann. Dagurinn, sá eini sem eftir er í mínum ringlaða kolli. Og nú er ég hættur að trúa að hann hafi átt sér stað; en hvað á ég þá annað? Ekkert, ef ég sleppi þessum degi, gleimi honum að eylífu, þá á ég ekkert; sál er dæmd hefur verið til að arka um fjallgarða brennandi víta fram í eylífðina og fram yfir fynndist ég ekki eiga neitt. Nei, þessum degi get ég ekki slept, hann er það eina sem ég hef hugsað um svo leingi að ég man ekkert annað. Hann er mér allt. En ég hef þó ekki enn, til fullnustu, skilið þennann dag, hvað fór eiginlega fram, af hverju misti ég?
Hann hefur velst til og frá, þessi maður, þessi dagur, og er ég byrjaður að velta því fyrir mér hvort hann hafi nokkru sinni átt sér stað. En það hlítur nú samt að vera, hann er svo skír, ég man hvert augnablik eins og ég sé að lifa því á þessari stundu.

Þessi dagur:
BANK! Smiðurinn var byrjaður að berja mig í höfuðið með fínni klaufhamrinum sínum. Ég sem hafði verið svo góður að halda á honum meðan hann var byggja þessa brú, og svona greiðir hann mér hjálpsemina-hugaði ég er hann hélt áfram að hamast á hausnum á mér.
BANK! BANK! Ég vaknaði. Opnaði augun og sá ég hafði gleimt að slökkva ljósin þegar ég hafði faið að sofa kvöldið áður. Ég var þreittur, of þreittur; hefði getað verið búinn að labba fram yfir mitt eigið líf en samt ekki verið svona helvíti þreittur og ringlaður.
BANK! BANK! BANK! Humm bankið var þá raunverulegt eftir allt saman, hafði bara tekist að lauma sér inn í draumaheiminn dulbúið sem dularfullur högg-glaður-smiður.
Ég hundskaðist framúr og tróð mér inn í fötin er ég labbaði til dyra. Var bara eithvað svo annarsstaðar, ekki enn búinn að gera nógu góðan greinarmun á því sem er og því er hafði verið í gangi í draumaveröldinni. Ég hefði getað verið í lest í Síberíu jaft og sofnað snemma yfir imbanum, ég var ekki viss, alls ekki viss um neitt svona snemma dags.
”Hvað í fjandanum hefuru verið að gera svona merkilegt að það tók dag og nótt að fá þig til dyra helvískur” hellti fárviða fúlskeggaður dökk-síðherður, að mér virstis lúsugur, illaþefjandi maður yfir mig er hann strunsaði yfir mig eins og ég væri ekki á staðnum og tók stefnuna beint á betri stólin minn. Ég elti, en náði ekki meira af því sem hann var að segja þó honum virtist nú vera annsi mikið niðri fyrir. Mér var litið á klukkuna, það var kominn miður dagur, um hálf þrjú, en ef ég hafði nú sofnað snemma, sem var sú kenning er ég var byrjaður að hallast hvað messt að, af hverju svaf ég þá fram á miðjan dag án þess að vakna?
Hún var nú eithvað byrjuð að rógast hin rómmikla rödd er hafði lamið á mér, en nánast engin áhrif önnur en kanski pirring haft á mig, farin að rógast aðeins niður og orðin öll léttari.
”En hvernig hefur þú það annars” var það fyrsta sem ég heyrði eftir ég náði fótonum niður á jörðina. ”Jah, hver er sá sem spyr? Er það sem mig langar að heyra.”
Glottið féll, þetta sérstka lævísa glott sem svo fáir hafa í sér til að bera, féll beint fyrir undrunarsvip barnæskunar sem tók ljúft háttvíslega við af því.
”Þú ert nú meiri kallinn” sagði hann svo eftir stundar þögn. Ég virti hann fyrir mér, kannaðist ég við hann, reyndi að ímynda mér hann án skekksins, kannaðist ekkert við hann. Skrítið, oftast fynnst manni maður nú kannast eithvað við fólk þó maður þekki það ekki neitt, en þessi maður er kom fram eins aldar gamall vinur, honum gat ég bara ekki komið fyrir mig. Og hvern fjandan var hann að gera hérna kominn inn í mínar vistarverur, í minn betri stól, búinn að kveikja sér í síkaretti svimandi um eftir stað til að láta öskuna.
Hann leit upp, sá ég var að virða hann fyrir mér. Ég var ekki viss hvort hann hefði verið að segja eithvað eða hvort það hafði bara verið þögn, ég var jú með all svakalegasta svefngalsa sem ég hef fengið. En pirringurinn inn í mér í garð þessa manns var að gera mig brjálaðan, éta brjóstið á mér að innan. Stóð enn á miðju gólfinu, við það að taugarnar væru að gefa upp laupana, segja upp vinnunni, fara í verkfall, nenna þessu ekki leingur. Fann ekki leingur fyrir hjartanu, var ekki viss hversu leingi það hafði ekki verið að slá. Jú þarna fann ég það, og það ólmaðist inn mér, þvílíkur órói.
”Ertu nokkuð á leiðinni út í búð? Þetta er nefninlega seinasta reykjan mín þú skilur.”
Þetta gerði það; ég rifnaði: ”Hvern fjandan ertu að segja maður!! Viltu hundskast héðan og út ekki seinna en núna svo ég hendi ekki hræinu þínu út limlestu að fimm mínótum liðnum.”
Glottið, þetta lævísa, var svo sannarlega horfið af honum þegar ég opnaði augun eftir gremju öskrið er ég hafði gargað á hann með öllu því ill er ég hafði inn í mér. Og það hvarf ekki jafn tignarlega og seinast þegar ég hafði afmáð það af honum. Nei, núna hafði tekið við svipur hvolps er hefur verið lokkaður að með hanns uppáhalds lostgæti en verið barinn með lokuðm hnefa í staðin. Já hann var eins og svarthol í miðri stofunni minni, ekkert ljós gat sloppið frá honum, ekkert, hann var svartur.
En afhverju hafði ég gert þetta, ég hafði ekki lagt það í vana minn að öskra á fólk, hvað þá af slíkri mannvonsku svo og grátið mitt er ég hreitti í hann hafði verið. Hjartað hafði stöðvast, en ég fann að það var bara að safna stirk, svo BÚMM að tók kipp allra kippa sem slegið hafa á þessari plánetu síðan hún varð byggileg. Hið mikla högg bergmálaði í hausnum á mér. Ég var ekki viss hvort ég stæði enn í lappirnar, ég var allur dofinn.
Ég heyrði hurðina skellast er sá ókunnugi, er ekki hafði skilið eftir nafn, hvarf aftur út í sama tómið og hann hafði komið úr.
Ég stóð enn þar sem ég hafði staðið síðan ég hleipti hinum skeggjaða inn. Fann hvernig hjartað reyndi að berja sér leið útúr brjóstinu. Mig svimaði, ég dofnaði, ég hneig í gólfið.
Ég vaknaði í rúmminu mínu, dofinn, þreittur, óviss, hvað hafði mig dreymt og hvað ekki. Andlit hinns illaþefjandi var enn fyrir augonum á mér, ég opnaði þau, en hann var enn þar; bara í móðu. Ég fékk fulla sjón, og þarna blasti hann við mér á mynd er hangið hafði á vegnum frá fyrri legjanda. Frelsarinn sjálfur haldandi á útgeyslandi þirnikóronu skreyttu hjarta í örmum sér. Með augnaráð sem nær fram yfir allt gott sem gert hefur verið og munnsvip hinns brotna, sára, vonsvikna manns.
Ég ákvað að klípa mig til að fá sannir fyrir því að nú væri ég vakandi. Gat ekki hreift hendina, reyndi og reyndi, en svo fór sjónin að hrörna, ég sá ekki leingur. Heyrnin fór út um svipað leiti. Og þá skall það á mér, ég var lamaður. Öll skynfæri mín hætt að sinna sínu hlutverki, engin samskipti við hið ytra eftir, ekkert nema hugurinn einn fram í allt hið ókomna.

Ég er enn lamaður hugsandi um þennann dag, þennann eina sem eftir er í kollinum, endalausa hringi fram og aftur hefur hann barist um í hausnum á mér. Ég veit ekki hve langur tími er liðin, en mér fynnst það leingra en ég hélt að nokkuð gæti orðið. Ég veit ekki hvað hefur gerst, en mér fynnst það minna en ég hélt að gæti nokkurntíman gerst á broti úr augnabliki……