Bara smá test saga ég hef yfirleitt bara verið skúffuskáld en látið mig bara vita ef að það er eitthvað sem að ég mætti breyta eða… uuu já.


Það var ógeðslegt veður úti, hann nennti ekki í skólann þó að það væri bara tveggja mínútna gangur þangað. En helvítis tíkin skipaði honum af stað. Hann stóð á fætur, dragnaðist í fötin og dröslaðist af stað. Eins og venjulega fór hann út á völlinn, fékk sér smók og beið eftir að mamma hans færi í vinnuna. Þarna , bjallan hringdi inn í fyrsta tímann, þá ætti hún að vera að leggja af stað. Hann veit alveg að ef hann heldur þessu mikið lengur áfram þá verður hann rekinn. Honum er alveg sama. Honum hefur verið alveg sama síðan pabbi hans dó. Af hverju að vera ekki sama þegar öllum er sama um hann. En innst inni veit hann að þeim er ekki sama um hann, en það er innst, innst inni.

Hvar? Hvar hafði henni mistekist? Grey strákurinn. Hún veit að hann hefur haft það erfitt síðan að pabbi hans dó en…. Hún hefur ekki verið neitt annað en góð síðan þá. En þegar allt kemur til alls þá kemur ekki neitt í stað föður hans, hún veit það. Hún hefur reynt að ….

…..koma honum til sálfræðings! Er hún eitthvað geðveik? Það er ekki eins og hann sé eitthvað kúkú!! hugsar hann á leiðinni heim aftur. Úff, hann verður að hætta þessum óþverra. Ekki nóg með það þetta er að skemma heilsuna heldur kostar þetta líka geggjað mikið. Hann skilur ekki hvar hann fær allan þennan pening.

Úff , hún situr föst í þriðjudagsumferðinni. Hún verður að fara að leggja fyrr af stað eða hætta seinna. Þetta gengur ekki lengur, það munar um þessar fimm mínútur. Ring, ring,….. Hún svara gemsanum pirruð, það er skólinn. Þeir vilja vita af hverju sonur hennar hefur ekki mætt í skólann undanfarnar vikur.

OJ! Hann vill ekki lengur! Af hverju er lífið svona ósanngjarnt? Það er allt tekið frá honum, fyrst litla systir hans og nú síðast pabbi hans. Hann stendur upp, slekkur á sjónvarpinu , labbar inn í eldhús og opnar ísskápinn, horfir inn í hann tómum augum. Hann lokar ísskápnum og lítur upp, þarna stendur hún og horfir á hann. Ohh nú er skólinn búinn að hringja…. Og hún vill spjalla. Hann býst við því að það sé ekki um daginn og veginn.

Hún veit að hann hefur haft það erfitt síðan….
-en það er engin lausn að skrópa í skólanum. Og svona gengur þetta fram og aftur, hann segir bara já og amen, fer svo aftur inn í herbergi að horfa á sjónvarpið.

Jæja, þetta gekk ekki svo illa, hugsar hún með sjálfri sér, gengur frá eftir matinn og ákveður að kíkja í heimsókn til Sollu vinkonu.

Hann er eirðarlaus, getur ekki haldið sig við sjónvarpið og fer aftur fram í eldhús. Á eldhúsbekknum er miði: Fór til Sollu vinkonu, verð ekki lengi. Ég elska þig. Mamma
Jess, hún er farin. Honum leiðist, hann labbar um íbúðina og reynir að láta tímann líða. Þarna kemur kattarkvikindið og nuddar sér upp við fæturna á honum. Hann beygir sig niður til að klappa henni en stendur strax upp aftur, ýtir kettinum í burtu með fótunum. Hann fer inn á bað, finnur eitt af gömlu rakvélarblöðunum hans pabba, heldur því uppi og horfir á það í smá stund og lætur svo til skarar skríða. Blóðið lekur niður höndina á honum, brátt verður allt þokukennt og hann lekur niður á gólfið, skyndilega heyrir hann fótatak, því fylgir ógurlegt öskur, en….. Það er of seint, of seint… hann finnur lífið fjara rólega út.