Það var einn vormorgun er Nonni litli, fjagra ára lítill strákur, fór á fætur eins og alla aðra daga nema hvað það var eithvað sérstakt í loftinu, eithvað sem hann kunni ekki skil á, hann var jú svo ungur. Hann ráfaði að herbergi foreldra sinna, það var bara allt svo hljótt. Þau voru sofandi, steinsofandi, hann gat ekki vakið þau, hann fór út. Þau bjuggu á sveitabæ og höfðu hjónin alltaf verið sjálfum sér næg og höfðu lítil samskipti við umheiminn, voru nú kominn á háan aldur og bar búið það augljóslega með sér.
Eins og Nonni litli þekti hlutina þá hafði pabbi hanns verið miðstjórn búsins, alltaf fyrstur á fætur og hlutirnir fóru eftir honum, hann kom fyrstur svo allt annað á eftir.
En ekki í dag, það var eithvað í loftinu, en hvað. Hann fór og hitti nokkrar hænur á tali, þær voru samt eithvað svo sterssaðar í dag, töluðu samheingislaust bull, hvað var það. Jæja hann fór þá á fund kindanna sem í dag voru ekki úti og fjárhúsið var lokað, hann ætlaði að opna en það var læst. Hann heyrði mikinn hamagang berast að innann. Svo var þögn, hurðinni fleikt upp, allt var með kyrrumm kjörum að innann, of kyrrum.
Með glott sem aðeins fyrir fynnst í mirkrustu skúmasotum vannsælla dauðra sála bauð Nanna, foristu ærin, honum góðann og blessaðn daginn. Forvitnaðist ekkert um það hví Jón gamli væri ekki kominn á fætur heldur bauð honum bara að gangi í bæinn. Þúsund augu staðfastra kinda störðu á hann úr öllum áttum, eithvað pískur heyrðist úr hinum og þessum skotum. Honum hafði augljólega verið vænst.
“Ekki vera hræddur” sagði Nanna og vísaði honum að ganga inn á mitt gólfið, en kindurnar voru byrjaðar að mynda í kringum hann hring. “Jæja Nonni litli, við höfum ákveðið, við kyndurnar, að þú sért nú orðinn nógu stór strákur til að vita sannleikann.” Nonna var brugðið, hvað sannleika höfðu þær svosem framm að færa, þetta voru jú bara kyndur. “Pabbi þinn hefur verið okkur hollur þjónn, en núna er hann orðinn gamall maður og skuld hanns langt frá því að vera að fullu greidd.” Nonni var orðinn mjög skelkaður. Hvað var þessi heimska ær eignlega að reyna að segja. Skuld! Var hún orðinn vitlaus. En nú voru góð ráð dír, þær voru búnar að þrengja svo hringinn að honum fannst hann vera að kafna.
Pískrið hafði nú breist í hátt gjamm, svo margar voru að þaula eithvað sín á milli að erfit var að greina eithvað samhengi. Hvað var eiginlega að gersat….Hann rak upp hátt öskur, svo hátt svo sársaukfullt að það hefði getað ennst fram í eilífðina frma til endaheimsin og fram yfir hann.
Fjörtíu og fimm ára vaknaði Nonni litli er nú var bara Jón, af hræðilegum draumi, enn öskrandi. Sveittur blindaður af stírum reyndi hann að komast í snertingu við raunveruleikann, fékk sjónina, hann var í fjárhúsinu….