Vil ekki segja að það sé kalt, en ég geri það samt. Það er kalt. Reyndar mjög kalt, svo kalt að kuldan geislar af gólfinu, smýgur í gegnum veggina og umlykur mig.

Djöfull er kalt.

Hvar er ég annarrs? Ég man ekkert, bara einn sopi og svo er allt svart. Eins og ginnungagapið hafi gleypt minningar næturinnar.
Vona að ég hafi skemmt mér vel.

Hvar er ég annars? Já hvar í andskotanum er ég?
SHIT! Ég hlýt að vera í fangelsi. Allavega eru ekki margir sem ég þekki með steypta bedda, stálhurð og bjöllu í gestaherberginu.

NEI! Ansans var ég svona ónýtur? Svo ónýtur að ég gat ekki haldið maganum í skefjum?
Ólykt er af þessu! Ég ætla aldrei að drekka aftur.
Allavega ekki fyrr en um næstu helgi.

Hvað ætli klukkan sé? Ætli ég hafi verið hérna í marga daga? Vona ekki.
Djöfulls ólykt er af þessu og mikið voðalega er mér kalt.
Eru þetta trommur? Eða er þetta höfuðverkur? Sennilega höfuðverkur, allavega er mér nógu andskoti illt í hausnum.

Hvað ætli ég hafi gert af mér? Var ég bara með drykkjulæti? Ætli ég hafi slegist? Nei sennilega ekki, það eru engin sár á höndunum.
Ætli ég hafi skemmt eitthvað? Hrætt einhvern? Ekki hugmynd.

Ef ég hreyfi mig þá æli ég, myndi örugglega líða betur. Best að hreyfa mig. Þarf að líða betur. Best að hreyfa mig.
Hringja bjöllunni? Ætli einhver komi þá? Ætli hurðin opnist? Ætli gólfið opnist? Nú kemur það…

Vá! Þetta bragðast illa. Eins og beiskúldinsítróna. Er það til?

Djöfull er þetta illa lyktandi. Lyktar allveg eins og áður bara “ferskara”.
Ýtti ég á bjölluna? Ég bara man það ekki, best að ýta á hana.
Vona að gólfið opnist ekki.

Ég heyri í einhverjum nálgast, ætli hann hafi stálplötu undir skónum?
Hann nálgast. Það er gott, held ég.
Ætli hann opni? Ætli hann bara athugi hvort ég sé á lífi og fari?
Hey! Það er gjægjugat! Sá það ekki fyrr.

Ætli ég sé orðinn ósýnilegur? Ætli ljósið skíni í gegnum mig? Allavega er ég nógu andskoti þunnur.

“Hvað villtu”
“Uhh, fara út?”
“Ekki strax”

Jahá, þetta var skemmtilegt. Náði alveg fjórum orðum upp úr honum og veit ekkert meira.
Hann talaði í það minnsta íslensku. Gott að vita að ég er allavega enn þá á Íslandi.
Eru það ekki góðar fréttir?

Vissi ekki að æla gæti verið eins og ávaxtaþykkni að lit og áferð. Lyktar samt ekkert líkt.

Þetta hlítur að vera klósettið mitt. Niður fall, allveg útaf fyrir mig. Út í horni í þokkabót.
Villimenn eru þetta, ekki nothæf salernis aðstæða.

Úff, er ég svona svangur eða þarf ég að æla aftur?
Ég bara er ekki viss…

Jæja, þetta svaraði þeirri spurningu.
Þetta er jafnvel þykkara en síðast, er þetta eðlilegt?
Hef bara ekki hugmynd um það, aldrei vellt því fyrir mér hve þykkur magasafinn á að vera. Í það minnsta er þetta mikill viðbjóður.

Hey, það er einhver að koma. Ætli mér verði hleypt út núna? Vonandi, þetta er fremur leiðinlegur staður.

Crap! Hann kom ekki hingað. Gaurinn við hliðinna á mér fékk að fara. Hljómaði eins og þeir þekktust.
Ætli ég þekki vörðinn? Nei sennilega ekki. Þekki engan sem myndi vilja hafa svona vald yfir annari manneskju. Nema þá hellst gamla dönskukennaran minn.
Hún var nasisti.

Hún opnast! Eurika!

“Jæja, nú er komið að þér kallinn”
“uhh, já”

Ferlega er erfitt að standa, herbergið snýst allt. Allt á fleygiferð.

“Svona ert’ekki að koma drengur”
“Ehhm, umm jújú, bara ná áttum”
“Ferlega hefuru farið illa með klefann þinn félagi”
“Þarf kannski að smúla aðeins”
“Þú varst nú ansi erfiður í gær”
“nú?”
“Já, eitthvað ósáttur, sögðu þeir”
“ahh”

“Kvittaðu hér, taktu veskið þitt og símann”

Þeir sögðu ekkert hvað ég gerði. Létu mig bara fá símann og veskið svo bara sagt að fara.
Ætti ég að fara og spyrja? Nei, það er of aulalegt.
“Ehhm, ég var hérna í nótt og þið slepptuð mér, getur þú nokkuð sagt mér afhverju ég gisti?”
Já, mjög aulalegt.

Hvaða strætó fer eiginlega heim? Allir? Engin? Hver vegur að heiman er vegurinn heim, en hvaða vegur er það?
Shit, ég veit ekkert.

Var þetta mín spegilmynd? Var þetta mitt andlit sem ég sá þarna í speglinum?
Hvað í ósköponum hefur komið fyrir mig?
Ég leit út eins og einhver hefði tekið húðina farman úr mér með ostaskera!
Nú veit ég allavega afhverju það er svona sárt að tala.
Hvað í andskotanum gerðist? Hver? Hvað? Hvernig í andskotnaum! Fór ég á sjúkrahús?
Hvernig endaði þá á stöðinni?
Hvernig var ég erfiður?
Hvað gerist núna? Verða einhverjir eftir málar?

Hvar er síminn…