Steingeitin vaknaði eldsnemma til að fara í vinnuna. Allt snerist þetta um vinnu og aftur vinnu, því hún var dugleg Steingeit á framabraut. Steingeitin var ávallt þolinmóð í vinnu og leitaði alltaf uppávið-semsagt á toppinn! Hún klæddist dökkum, óáberandi fötum úr vönduðu efni til að falla í hópinn og vann mikið “bakvið tjöldin” lét sig ekki sjást mikið utan skrifstofunnar. Í vinnunni kemur hinn stolti Vatnsberi með góðar hugmyndir fyrir Steingeitina að vinna úr. Vatnsberinn er maður hugmynda og fellur Steingeitinni það vel í geð. Vatnsberinn:“Heyrðu vinur, ég er hérna með góða hugmynd um þessa samninga hér, viltu ekki líta á þetta og segja mér seinna í dag hvernig þér líst á þetta. Þú vinnur alltaf fram eftir er það ekki?” Steingeitin var ánægð með það…enda vinnuglöð. Hún fer ekki að sofa fyrr en verkefnum dagsins er lokið.
Fiskurinn kemur inn til Steingeitar og er búinn að plana skemmtilega ævintýraferð fyrir vinnufélagana eftir tvær vikur. Fiskurinn er ævintýragjarn, en rólegur og berst með straumnum. Hann er mikill hugsuður og missir oft af því á fundum hvað fólkið talar um, þá er hann búinn að vera að horfa lengi útum gluggann og djúpt hugsi. Hann hefur oft þurft að fara til stjórans vegna þessa, en hann er duglægur í vinnu þótt hægur sé.
Stjórinn er í Hrútsmerkinu og hefur ekki mikla þolinmæði fyrir þá sem vinnur hægt. Hann hefur margoft varað Fiskinn við, en kunnað svo vel við Fiskinn að hann tímir ekki að missa hann. Hrúturinn er algjör orkubolti, talar hátt, er alltaf á ferðinni og erfitt að ná í hann í síma. Nautið er mikill vinur Fisksins og veit hvað hann er næmur. Hann hjálpar honum oft með verkefnin á síðustu stundu og er blíður og þolinmóður við hann.
Dag einn kemur nýr vinnufélagi, Tvíburinn. Hann er bæði fljótur að læra, gerir allt á miklum hraða og rekur á eftir hæga fólkinu…hann hefur gaman að því og honum finnst hann sjálfur alltaf vera svo fyndinn. Hann hefur gaman af að karpa við fólk og á alltaf síðasta orðið…því miður fyrir suma! Krabbinn er ritari hans, en ekki lengi, vegna þess hve Krabbinn er viðkvæmur og Tvíburinn bráðlátur í tali. Krabbinn vill fá annað að gera og finnst Tvíburinn of ákveðinn fyrir sig. Hrúturinn-stjórinn sjálfur segir Krabbanum að taka þetta ekki of persónulega því þetta er bara vinna og allir eiga að sinna sinni vinnu. En Krabbinn heldur nú ekki!! Hann lætur sig hafa það í nokkra daga í viðbót en Tvíbbinn hefur gaman af þessu. Loks fær Krabbinn að fara í annað verkefni og Ljónið kemur í hans stað. Þá verður pleisið sko líflegt og þeir eiga vel saman vinirnir Ljónið og Tvíbbinn…þvílíkir skemmtikraftar. Þeir ræða við Fiskinn um ævintýraferðina plönuðu og vilja fá að vera skemmtikraftar á kvöldhátíðinni. Þeir fá því auðvitað fram og allt verður klappað og klárt. Þeir nota eitt kvöldið til að skipuleggja grín og leiki fyrir þessa sumarferð og ævintýri. Meyjan kemur til sögunnar, hinn mikli skipuleggjandi sem vinnur fram á kvöld einsog Steingeitin-þau vita alltaf hvað klukkan slær. Meyjan virðist njóta þess að hafa áhyggjur af verkefnum næsta dags, en hún nýtur þess nefnilega alls ekki! Hún stífnar í öxlum, fær höfuðverk og meltingartruflanir, en það má laga, því Meyjan á sitt “apótek” í skrifborðsskúffunni. MEyjan þarf að eiga nóg af öllu, annars líður henni ekki vel! Hún fer heldur ekki ótilneydd í ýmis samkvæmi, heldur vinnur frameftir með Steingeitinni-enda vita margir að eitthvað er að blómstra þeirra á milli, en þá er það að gerast eftir vinnu, því bæði eru uppfull af verkefnum.
Vogin er ómissandi í samvinnu og þægilegt að vinna með henni. Hún hefur oft haldið veislur heima og boðið vinnufélögunum. Hún er mjög félagslynd og besti gestgjafi í heimi! Hún er einnig hugmyndarík einsog Vatnsberinn, enda er það besti vinur hennar.
Sporðdrekinn er góður skipuleggjandi í starfinu og sér um launin þeirra. Hann er mjög nákvæmur og sanngjarn í þeim útreikningi. Hann er hlutlaus á svipinn oftast en undir niðri kraumar allt af ólgandi ástriðum. Hann villir mönnum fyrstu sýn þar sem hann virðist kaldur og sviplaus, en er það í raun ekki þegar maður kynnist honum betur-en hann er varkár og hleypir ekki hverjum sem er að sér eins og Krabbinn, sem er líka með harða skel. Bogmaðurinn kemur inn til Sporðdrekans og vill fá hluta af launum sínum fyrirfram. Bogmanninn þyrstir í ferðalög og ætlar í veiðiferð með fjölskylduna næstu helgi. Endi