Þessi saga er bara uppkast og þeir sem nenna að lesa hana alla eru bara frábærir ;).Ath það væri æðislegt að fá komment um það sem mætti betur fara og hún er svoldið ruglingsleg, á eftir að fínisera hana mikið betur. En allvega takk fyrir mig ef þið meikið þessa 2000 stafi……

Ég vakaði upp og sá Betu við hliðina á mér. Hvað var hún að gera ég hélt að hún hefði farið heim til sín í gær með strákunum. En svona er þetta þegar maður er komin á kaf í eiturlyfjaneyslu maður man ekki neitt og skilur ekki neitt í neinu–.Hugsaði ég þegar ég sá þetta fallega bak á henni það var eins og nýbónaður bíll alveg slétt og glansaði af fegurð.—

Vá ég, ég sem hafði ekki einu sinni átt bíl á allri minni sorlega leiðinlegu ævi minni. Ég var bara bónaði bílinn án dekkja ekkert annað komast aldrei áfram alltaf á sama stað.
Nennti ekki að hugsa meira.Vissi að ég myndi aldrei ná botni enda líf mitt skrautlegt eins og líkami flúrarans á grensásstíg. Fór að hugsa um gærkveldið úff, vá maður gærkveldið djöfull var það sjúskað ég hélt að ég myndi ekki meika það, shit mar ég verð nú að henda einhverju í dagbókina mína um það, hugsaði ég og fór að blaða í henni og reyna að finna eithvað space fyrir gærkveldið, vá hvað ég er steikur og blaðaði og las yfir gamlar djamm sögur, það fyndnasta fanst mér að eina sem ég treysti í þessu vesæla lífi það var dagbókin mín.Talaði alltaf til hennar eins og hún væri persóna en ekki dauð dagbók, ef dagbók mætti kalla. Skrifaði bara annað slagið djammsögu í hana. Vá hvað ég á orðið margar djammsögur hugsaði ég og fann í því auða blaðsíðu .

————————————————– ——
Föstudagskvöldið, eithvað man ekki hvaða dagur er en það er allvega Mars.
—————————————————– —–
þegar ég vaknaði í gær fór ég beint til dilersins og kefti mér 1 slag af kókaíni og 6 ellur. Auðvitað varð ég að kaupa mér að reykja þvi að ég varð að reykja mig niður. 2 grömm af hassi hvað var það enda átti ég nóg af peningum. nýbúinn að kynnast gaurum sem voru að brjótast inn, skipulögðum andskotum sem komu bara og tæmdu íbúðir svona eins og ekkert var.Græddi eithvað um 50 þúsund krónur fyrir seinasta afbrot. Ekkert nema að mæta á svæðið og flytja allt draslið út, eithvað ríkt fólk út á nesi hehe, Þokkalegt, maður fær það nú ekki 50 kall hvar sem er á 2 tímum fyrir að gera það.Þótt að gaurarnir sem við seldum stöffið fái náttúrulega allvega eitt núll til fyrir allt draslið þá ætti mér að vera sama ég var bara að vinna mér inn fyrir helginni.

Já svo fór ég heim með eiturlyfinn og auðvitað var Beta kominn.Beta er ekki nema 16 ára en er búin að vera á kafi í lyfjum í 1 ár þrælklár stúlka en lætur fíkniefnadjöfullins þræla sér út, sjálfur er ég náttúrulega þræll hanns en ég ætla að losna bráðum ég verð annars bara drep ég mig eða eikkað, er að pæla að flytja inn 4 kílo af hassi fyrir gaurinn sem ég kaupi alltaf af fara svo til útlanda og hefja nýtt líf .Jæja hún Beta var komin og ég sagði henni frá fengnum og öllu dópinu sem ég var nýbúin að kaupa og var aldeilis ánægð, enda vissi hún að það færi náttúrulega helmingur ofan í hana..
Hún var ólm í það að fá að reykja smá. Svoleiðis að ég köttaði einn bút niður, mallaði sígarettu og við reyktum hann síðan. Vá maður þvílík víma ég get ekki lýst því hvað það er gott að vera stónaður, hef alltaf kallað hass konfekt huganst, einu sinni smakkað þú getur ekki hætt, allvega í mínu hlutverki í þessu lífi.Beta byrjaði svo að kyssa mig. vá hvað ég verð að reykja með henn á eftir, svo lognuðumst bæði útaf eins og vanalega enginn náttúra í okkur lengur

.Ég vaknaði síðan einum tíma síðar og hvað gerði ég aftur ? já alveg rétt ég fór í sturtu nú átti sko að taka áðþví um kvöldið það voru 6 feitar kúlur inn á stofuborði og slag af kóki,.Þegar ég var búin að láta að renna yfir mig þá fór ég í djammfötinn. Skyrtuna síðan kvöldið áður og krumpuðu gallabuxur úr 16- eða 17 hvað sem hún hét þessi helvítis hommabúlla heitir. Ég fékk svo gesti rétt eftir sturtuna Kiddi stapp, Mörðuinn og Dói komu til mín í partý. Beta svaf ekkert smá lengi frameftir í gær “hugsaði ég” vá ekki eðlilegt hvað stelpan getur sofið eftir nokkra skalla af stuði.
En hún vaknaði um 10 leytið þá búin aðsofa í 3 tíma.
Þá voru við náttúrulega þegar búnir að sturta í okkur kippu og vorum í óða önn að taka inn feitar línur af ekta kókaíni,held að þetta hafi verið kókaín frá Bandaríkjunum allvega var Dói eithvað að tala um það í gærkveldi. Eftir að hafa tekið þetta roslega kókaín í nefið settum við feitan disk á cd spilarann Timo maas -Loud- vá hvað hann er ggeggjaður þegar maður er að kóka.Við hlustuðum á Timo maas í þó nokkurn tíma eða þangað til að Elli stapp var orðin svo brjálaður í nösinni að við ákváðum að fara niðrí bæ, Fyrst þurfti Beta náttúrulega að sníkja 2 línur af okkur.Á leiðinni niðrí bæ gaf ég Betu eina ellu sem gekk undir nafninu smile, nú átti sko að dansa og djamma framm eftir nóttu!
Að sjálfsögðu skellti ég einni í mig líka” eða 2 man ekki”.Um þetta leytið var klukkan orðin 1 um nóttu til minnir mig “ég var svo feitt ruglaður að ég man valla neitt” en mig minnir að við höfum farið inn á Nelly´s já við fórum þangað .þar inni var Kiddi strax byrjaður að lemja einhvern og mörðurinn komin út í horn “mörðurin er silent Bob í hópnum heldur alltaf kjafti nema einu sinni á ári þá verður hann alveg brjálaður.. ég Beta og Dói vorum á dansgólfinu og vorum að dansa í þvííkt góðri ellu vímu vá hvað var gott að vera ellaður.
Ég held ég verði bara að kaupa mér eina til tvær á eftir sunnudagur er alltaf góður djamm dagur.Eftir klukkutímadans og stannslaus læti ákváðum við að fara inn á Flauel en það er skemmtistaður þar sem er eingöngu spiluð góð danstónlist. Þar inni var geðveikt minnir mig er ekki alveg viss held það bara ;) ég man bara að ég og Beta dönsuðum úr okkur lungum meira man ég ekki en mig minnir að ég hafi boðið fólki hérna heim jú ég hef greinlega gert það finn það á skítlalyktinni sem ymlykur húsið jæja ég ætla að hætta að skrifa í bili….cya Dabba mín..

Vá hvað ég er focking ónýtur maður, ekkert lítið sem ég hef greynilega tekið inn í gær.
Vá mar ég verð að hætta hugsa áður en heilinn á mér sloknar.Best að leifa Betu að sofa hún á það skilið enda held ég að hún hafi tekið sæmilega tekið á því í gær. Vá mar,. Minnir að ég hafi boði dílernum mínum í teiti í gær það hefir aldeilis verið tekið á því..

Riiiinnng riiiiiiiiing, anskotans gemsin hvar er hann öskra ég og fann hann síðan í jakkavasanum mínum

Já “seigi ég”
“Blessaður etta er Dói hér”
“já blesaður Dói hvað er uppi”
“fína mar þetta var rosalegt kvöld í gær”sagði Dói
“já þokkalegt mar, man ekkert eftir , að við fórum frá Nellys, nema einhver óljósar minningar um horkudans og svo að hafa boðið dílernum hingað heim”

“hvað mannstu ekki eftir því þegar við fórum heim til þín.Buðu auðvitað dílernum með og svo einhverjum tveimur rússaræflum sem sögðust vera með gott efni handa okkur”
“ha nei man ekkert eftir því”
“en hvað er allt í lagi með Betu”?
“ha hvað meinaru”
“æji þið fóruð að rífast og þú sagðist ætla að drepa hana”
“ha hvað ertu að tala um ?”
“æji pabbi hennar eins og þú veist er í hernum og var alltaf að hringja í hana um fimm leitið og seigja henni að drulla sér heim og þú varst orðin svo leiður á því að þú sagðist ætla að drepa hana”
“getur ekki verið hún er sofandi inn í rúmmi hjá mér”
“heheh ég veit mar auðvitað myndiru aldrei drepa hana hún er kærastan þin mar, en sammt ég myndi passa mig á pabba hennar hann er víst klikkaður”
“ha er pabbi hennar er hann klikkaður”
“já alveg crasy 6 maður”
“herð… ég heyrði þrusk bakvið mig og leit aftur. Hvað í anskotanum ertu að gera öskraði ég. Beta brosti og stakk mig í magann með hníf.Ég greip fyrir magann á mér og sagði “hvað ertu að gera ” hún horfði á mig og sagði með kaldri röddu hefna mín og brosti laumulega að mér?”hvað sagðiru “staulaði ég út úr mér með erfiðismunum og horfði á hana” Hún sparkaði mér í gólfið og stakk mig aftur “ég horfði framan í hana og reyndi að seigja eithvað en fann lífsþróttin dvína og allt í einu var einhver skuggalegur maður kominn sem var svona einhverneginn inn í veggnum sem sagði koddu, ég horfði á Betu og mannin til skiptist gat ekki einu sinni verið hræddur við hann var svo hissa á þessu ”Farðu sagði beta og sparkaði í mig með reiðisvip
—-

Ég hrökk upp og hugsaði vá hvað þetta var spookie draumur “mig hefur mig dreymt tvöfaldan draum hugsaði ég og horfði á dagbókina, stóð upp og labbaði inn í stofu,,, hló svona hálfpartinn af draumnum og pældi aðeins í því hvað ég væri ruglaður. Skrifa í dagbókina í draumi, þó það nú væri.

Ég labbaði framm í stofu og kveikti mér í sígo og hugsaði á ég ekki bút hérna einhverstaðar. ókey greinilegt að hann er búin, álári út um alla stofuna og pípur og lón og speglar út um allt. “Var maður ruglaður , að vera í neyslu eða hvað” .ég verð að fara að hætta og fara inn á vog í meðferð get þetta ekki lengur, held að þetta sé alveg frábær hugmynd með hass rugl hugmyndina sem mig dreymdi, verða að spjalla við dílerinn minn um það..

Ég grúska aðeins í stofunni og labba síðan framm í eldhús

Ég horfi á það sem ég sé beint af augum og melti í nokkra stund,,” er þetta virkilega að koma fyrir” þetta getur ekki verið” öskra ég og dett niður og trúi ekki því sem ég sé., þetta getur ekki verið,, og horfi á fallegan líkaman hennar útataðan í blóði og andlit hennar afskrámað og ógeðslegt. Ég horfð á hana og reyndi að ýminda mér að þetta sé draumur , en þetta er ekki draumur þetta er heilagur sannleikur sannleikur. Ég fer líka að taka eftir að það eru skrámur útum allan líkamann a mér og blóð á fötunum mínum. Hvað hef ég gert legst hjá henni og reyni að vekja hana. en hún er ekkert vakandi hún var dáinn og löngu farinn burt frá líkama sínum. Ég ligg á gólfinu hjá henni og græt og græt. Beta beta…stamað ég upp úr mér grátandi og reyni að átta mig á orðnum hlut ,

síminn hringir, ég hrekk við tek hann upp úr buxunum upp hágrátandi og svara.
Halló , svaraði ég í losta.
Hæ sagði Dói hvað er uppi-Hvað varstu að meina þarna þegar þú rakst alla út nema betu þarna þegar þið voruð að rifast,“
“ég drap hana” sagði ég og skellti á hann

tek hnífinn sem er í líkama hennar og held af stað…

Ég labba inn á bað með hníf í hendinni læt renna í sjóðandi heitt bað .Fer úr öllum fötunum sest ofan í baðið og horfi í seinasta sinn á líkamann á mér.Velti fyrir mér lífu mínu og finn að minn tími er kominn.

Ég sekk ofan í baðið og horfi á hnífinn sem mun taka líf mitt. Falleg húðin á mér andar að sér súrefni í seinasta skifti þegar ég læt hnífinn renna upp handleggin á mér. Ég horfi á blóðið streyma út. Velti fyrir mér hvað mamma og pabbi seigja þegar þau frétta þetta.Og í þeirri andrá. Finn ég mig líða úr fötunum sem ég hef gengið í daglega”líkamanum” í þessi tuttugu sorlegu ár.Ég, sé ljósið koma til mín og velti fyrir mér hvað það er fallegt og bjart. Ég horfði á ljósið með fallegum augum og hugsa er ég virkilega að fara þangað. Svíf upp eins og geimskutla, horfi á ljósinn dvína út. Ég er komin hálfaleið upp þegar eithvað sjóðandi heitt grípur mig eithvað brennandi heitt og ég fer að falla á brjálaðri ferð niður.

Ég fell alveg niður og lít upp og skoða umhverfið í kringum mig. Fyrir framan mig er stór kastali og stórar dyr eru á honum.
Ég fer að pæla í því hvað þetta sé, þangað til allt í einu að ég heyri öskur, öskur sem tekur yfir eyrun á mér.Ég reyni að halda fyrir eyrun en þrátt fyrir það þá heyri ég annþá þetta öskur. Allt í einu breytist þetta öskur yfir hánn dimann hlátur og ég heyri í dyrunum fyrir framan mig opnast.ég öskra og reyni að hlaupa í burtu en ekkert gengur,því sál mín er föst á einhverjum stað sem ég veit ekki hver er.
Dyrnar opnast upp á gátt og einhver vera í svörtum kufl lýður að mér. Ég reyni ennþá að forða mér en ekkert gengur.

Veistu hvert þú ert kominn –þrumar veran út úr sér.
Ég lýt á hann og sé að það er ekkert andlit á honum heldur er það eina sem ég sé rauð augu sem eru í hettunni yfir kuflinum.
Já finnst þér ég vera skuggalegur, ertu hræddur –seigir hann og hlær, hér geturu hvergi dulist ekki einu sinni í hugarheimi þínum.
Ég gef þér einn séns á því að svara spurnigu minni, annars.
Veistu hvar þú ert.
Ég er í helvíti anskotan fiflið þitt.
Helvíti haha, hélstu að það væri til.Þú ert í gungugarði hér þarftu að dúsa lengi lengi. Eða þangað til þinn að þínum rétta dauðdaga þínum er komið.
Hvað ertu að seigja, ég drap mig ég……………..
Þú hefur einn möguleika til viðbótar. Þú getur farið aftur í þitt jarðneska líf en ekki í líkama þinn aftur, þann möguleika færðu aldrei aftur. Þú getur farið farið og dvalið í húsinu sem þú bjóst í og beðið þar, þangað til að þínum rétta dauðdaga er komið.
Ég felst að því að gera það. Seigi ég.


Ef þið elskurnar hafið lesið hingað niður vil ég benda á að vera ekki of dómharðir ekki búinn að leggja nema svona 3% vinnu í þessa sögu;)
I lower my head