Lífsrósin

Ég held að ég sé vaknaður en ég opna ekki augun strax. Mig hryllir við tilhugsunina um hve keimlíkur komandi dagur á eftir að vera þeim fyrri. En c’est la vie.
Engin rós er án þyrna.
Ég sest upp í svefnstæðinu mínu. Lokuð augu. Nenni ekki í vinnuna. Heimurinn kemst af án mín. Ég set hendurnar yfir augun áður þau opnast. Svo læt ég þær falla á rúmið. Myndin af mömmu blasir við mér líkt og ljós í myrkri. Heimurinn komst af án hennar.
Ekki ég.
Fyrir brottför múttu var ég þokkalega liðugur um málbeinið. Þá var ég ekki á þunglyndislyfjunum. Ég á heima í litlu leiguherbergi í innbæ Akureyrar og vinn á Amtbókasafninu. Ögmundur yfirmaður minn var ekki sáttur við að ég kæmi of seint þennan morguninn en það slapp fyrir horn. Hann er neflilega þessi týpa sem segir afsakið áður en hann hnerrar. Það mætti líkja honum við lina appelsínu sem hefur engan ytri útlitsgalla. Þeir sem kreista skilja hana eftir en þeir sem aðeins skoða, kaupa appelsínuna og henda henni svo eftir nánari athugun.
Ég er nánast hættur að borða appelsínur.
Það er ekkert að gera í vinnunni frekar en fyrri daginn. Því eyddi ég vinnudeginum í syrplestur, ég hef aldrei verið mikið fyrir það að lesa bækur án litmynda. Það er eins og að horfa á svarthvítar bíómyndir og ég fæ naflakusk í nasirnar við þesskonar viðbjóð. Þegar síðasta lestrarhrossið var komið út leigði ég syrpuna sem ég var með í höndunum og gekk heim á leið.
Það er tilboð á heimsendum flatbökum hjá Dominos. Ég kveiki á imbakassanum og át, það er gúrkutíð í fréttum, eintómt uppfyllingarefni.
Ég er orðinn svo þreyttur á þessu öllu saman og ég leyfi þyrnum rósarinnar að ná yfirhendinni.
Ákveð að fara uppí kirkjugarð. Tek með mér hníf, myndina af mömmu og skóflu. Það er nístíngs kuldi og alskýjað. Ég klæði mig í mitt fínasta og geng af stað.
Þótt stungin yrðu úr mér bæði augun myndi ég samt rata að leiði móður minnar, ég hef alltaf verið mömmustrákur.
Ég var búinn að taka frá skikann við hliðina á mömmu og þegar ég kem þangað byrja ég að moka. Tárin frjósa á kinnum mér í kuldanum. Kaldur sviti. Mér verður kalt í augunum því þau eru gegnvot af tárum. Ég legg myndina á legstein múttu og leggst í nýmokuðu gröfina við hlið hennar.
Svo rek ég rýtiniginn í hjarta mér.
Rósin dó og þyrnarnir með.

EkztaC