[Heil og sæl. Ég er að vandræðast með titil á söguna mína og var að vona að þið gætuð hjálpað mér! Hún hét Brostnir Draumar og ég er ekki viss hvort sá titill virki. En sagan er mikið breytt og vonandi til hins betra (takk tmar). Og takk allir hinir!]



Það sem eitt sinn var er nú í moldinni grafið og gleymt.

“Hvað hefur gerst? Ég sem átti eitt sinni fagra drauma, en nú get ég aðeins hugsað um að deyja.” Hún leit í brotinn spegil og sá blóðugt, marið andlit. “Fjandinn! Hvað gengur á í þessum brjálaða heimi? Hvernig getur eitthvað svona gerst?”
Hún sat á kjöltu sér og það var sem tíminn stæði í stað. Þúsund hugsanir fóru um huga hennar. Svipmyndir næturinnar ásóttu hana. Ástin hennar eina í brjálæðiskasti að brjóta allt. Skrítið hvernig dagur sem byrjaði svo ljúft gat endað svona hryllilega.
Eftir að hafa setið inn í baðherberginu í klukkustund ákvað hún að fara fram, lætin voru hætt. Hún opnaði hurðina og leit fram en hún sá hann hvergi. Hún gekk inn í stofu og horfði daufum augum á vegsummerki áfloganna. Brotin glös, brotin hurð, hillurnar fallnar og blóð.
Hún byrjaði strax að taka til. Sólin var að koma upp og teygði geisla sína inn í íbúðina. Það hryggði Sunnu að sjá þetta. Þetta var búin að vera skrítin nótt, fyllt viðbjóði og ofsa. Hún tók eftir því hvernig dofi færðist yfir hana. Þreytan hafði læðst upp að henni en henni var ekki svefn í huga, heldur hélt hún áfram að þrífa.
Atburðarrás liðinnar nætur voru henni fastir í huga. Allt hafði verið svo saklaust. Allt var svo ánægjulegt og spennandi. Kvöld með stelpunum, góður matur, drukkið vín og dansað af lífsins gleði. En þrátt fyrir allt hafði hann verið henni efst í huga allt liðlangt kvöldið, ástin hennar eina.
Hún ákvað að fara heim á undan stelpunum vegna þess það hafði hlakkað í henni að hitta Gumma en þegar hún kom heim voru móttökurnar þvert á við tilfinningar hennar. Þegar hún heilsaði fékk hún ekkert svar og þegar hún reyndi að kyssa hann færði hann sig frá. Hún skildi þá hvað var í gangi en hélt að þetta yrði eins og oft áður.
Hún var enn hífuð og vildi ekki standa í þessu núna og ákvað að hunsa hann en þá æsti hann sig. Ásakanir og spurningar dundu yfir hana, hvern hafði hún hitt, með hverjum var hún, voru karlmenn þar, var hún með öðrum og svo framvegis. Hún reyndi að róa hann og bað hann um að tala um þetta á morgun, þegar allir voru rólegir. En hann tók það ekki í mál og þegar hún hafði reynt að fara inn í svefnherbergi þá greip hann í hana og harkan tók við.
Sunna skalf þegar hún hugsaði um allt sem hafði verið gert. Á miðju stofugólfinu lognaði hún útaf og fékk smá frið.

Það var síminn sem vakti Sunnu. Það var Begga.
- Sæl og takk fyrir í gær. Hvað segist?
- Mest lítið, ég var bara að vakna… en þú? Sagði Sunna þreytulega.
- Ég hef það alveg fínt. Það var bara mjög gaman í gær og svo átti ég mjög ánægjulega nótt. En hvernig skemmtir þú þér?
Sunna varð alveg kjaftstopp. Hún hugsaði um allt sem hafði gerst um nóttina og reyndi að finna eitthvað sem hún gæti sagt við vinkonu sína og fann svo hvernig tárin voru byrjuð að myndast í augunum á henni.
- Veistu, ég er ekkert alltof hress, svaf illa. Ég… ég get ekki talað lengur, geturðu komið? Ég get ekki verið ein, það kom svolítið fyrir og ég get ekki talað um það núna…
- Ég kem fljótlega, legg strax af stað.
Sunna lagði frá sér símann og fór inn í bað. Hún leit á spegilinn og fylltist viðbjóði. Henni fannst hún skítug og fór í sturtu. Þegar hún fann heita bununa falla á sveið henni. Hún starði á bláan vegginn án þess að horfa á hann og lét sig dreyma um að vera einhver önnur þar sem allt er gott og fallegt.

Þegar Begga kom sagði hún ekki neitt, leit undrandi á vinkonu sína og tók svo utan um hana. Sunna var búin að laga til í íbúðinni og var hún nokkurn vegin eins og venjulega, fyrir utan það sem hafði brotnað. Þær settust niður í stofunni og Begga tók í höndina á Sunnu.
- Hvar er Gummi? Spurði Begga og leit í kringum sig.
- Ég veit það ekki…
- Gerði hann þetta?
- Já… ég kom heim í gær og hann var óður, ég skil ekki hvað var í gangi. Ég skil þetta ekki Begga… ég bara skil þetta ekki.
Begga leit í augun á Sunnu en Sunna starði bara á vegginn. Aldrei fyrr hafði hún séð Sunnu svona, það var eins og hún væri ekki þarna. Begga hélt fast í höndina á henni.
Þær sátu svona í drykklanga stund þegjandi. Sunna róaðist aðeins við að fá Beggu til sín. Þær voru búnar að vera vinkonu lengi og höfðu alltaf verið til staðar fyrir hvor aðra og á milli sín áttu þær fá leyndarmál. Begga var mjög hress og oftast til í sprell en hún hafði þessa gáfu til að vita hvenær það átti að fíflast og hvenær það borgaði sig ekki. Sunna leit á vinkonu sína og brosti þvinguðu þakklætis brosi.
Begga strauk grönnum fingrunum gegnum ljóst liðað hárið. Það var eins hún þyrfti aldrei að greiða hárið annað en dökka hárið hennar Sunnu sem varð allt flækt ef það var ekki greitt reglulega. Húðin var dökk af því hún fór oft í ljós eins og Sunna. Stór græn augun voru eins og geimsteinar.
- Hvað gerðu þið eftir að ég fór? Spurði Sunna dapri röddu og leit á vinkonu sína.
- Við fórum á Prikið… og svo bara heim, sagði Begga.
- Nú… ein eða? Begga leit hugsandi á Sunnu.
- Reyndar ekki…
- Er það já, segðu mér frá því elskan, gerðu það…
- Ef þú vilt, sagði Begga full efasemdar.
- Já endilega segðu mér frá því, sagði Sunna biðjandi.
- Ok, málið er að ég hitti hann Gunna þar, þennan sæta ljóshærða sem ég er að vinna með. Allavega sátum við heillengi og spjölluðum og döðruðum og svona. Og svo safnaði ég kjarki og spurði hvort honum langaði að koma með mér heim, Begga brosti litlu sætu brosi. Sunna brosti líka.
- Við fórum heim, drukkum smá vín, hlustuðum á tónlist, spjölluðum og svona. Og svo… þú veist, gerðum við það, og Begga glotti.
- Ég var ekkert búin að gera neitt í 3 mánuði og þú veist hvernig ég verð ef ég fæ ekki mitt reglulega. En allavega við vorum að gera það og hann var ekki búinn að fá það eftir tveggja tíma törn, þannig ég henti honum á bakið og reið honum það rosalega að þegar hann fékk það hélt ég að hann myndi springa. Þetta var alveg frábært, en stuttu eftir að hann fékk það fór hann að skæla. Krókadílatár og allt, þetta var ekkert smá skrítið! Vinkonurnar flissuðu báðar.
- Svo langaði mig að gera það aftur í morgun en hann hleypti mér ekki nálægt sér, sagðist vera aumur og að hann þyrfti smá tíma til að jafna sig. Ég keyrði hann heim og ég var nýkomin til baka þegar ég hringdi áðan.
Sunna brosti og í stutta stund gleymdist það ógleymanlega, þetta var önnur gáfa sem Begga hafði. En fljótlega náði sorgin aftur tökum á henni. Þegar Begga sá þetta tók hún utan um Sunnu og skildi heldur ekki hvernig svona lagað gat gerst.

***

Gummi var búinn að vera að keyra um alla nóttina án þess að vera á leiðinni nokkuð. Hann hafði misst allt tímaskyn og fannst eins og það sem hafði gerst væri bara vondur draumur, martröð, sem best væri að gleyma. Allt varð óraunverulegt og fjarlægt. Alla nóttina hafði hann reynt að hugsa um ekki neitt, en sama hvað hann reyndi dugaði ekkert til. Það var eins og þetta hafði gerst rétt áðan. Hann mundi hverja hreyfingu, hvert sagt orð, nákvæmlega allt sem hafði gerst og skildi ekkert.
Það var farið að nálgast hádegi og það var nokkuð um bíla á Sæbrautinni. Hann ákvað að stoppa við listaverkið sem stendur við sjóinn til að teygja úr sér og fá sér að reykja. Hann settist niður og horfði á napran sjóinn. Það var kalt og rakt úti, rétt undir frostmarki. Esjan var á sínum stað og um stund virti hann fyrir sér þennan stóra stein sem eitt sinn hafði þótt fagur. Dökkt skýja-haf streymdi þungt og hæglega yfir himininn þennan nóvemberdag.
Fyrir nóttina hafði hann ekki reykt í nokkur ár en núna skipti það ekki máli hvort hann reykti eða ekki. Þegar hann fékk sér smók leit hann á trúlofunarhringinn sinn. Hann mundi eftir deginum þegar hann sett hann fyrst upp. Það var margt breytt síðan þá. Það voru seinustu áramótin. Kvöldið hafði verið fullkomið. Matur á Perlunni, og þegar klukkan sló tólf hafði hann farið á hnén, og beðið ástina í lífi sínu að eyða restinni af ævinni með sér.
Hann tók af sér hringinn og kastaði honum í sjóinn. Hann fann hvernig ómennskan var búin að ná tökum á sér og hvernig algleymið freystaði hans. Sjórinn freystaði hans líka og um stund dreymdi hann um það að fara og vera meðal fiskanna. En hann fór inn í bíl og keyrði af stað án þess að vita hvert hann var að fara. Skyndilega datt honum soldið í hug og án þess að hugsa frekar um það var hann lagður af stað inní bryggjuhverfi.

- Já halló er þetta Lísa?
- Já þetta er hún, er þetta Gummi? Komdu upp.
Dyrnar opnuðust og hann gekk að lyftunni, fjórða hæð. Dyrnar að íbúðinni stóðu opnar og Gummi gekk inn. Á móti honum stóð brosandi stúlka í silkináttfötum. Hún gekk strax á móti honum og kyssti hann á kinnina.
- Sjaldséðir gestir, hvers ber ég þakka þessa óvæntu en ánægjulegu heimsóknar? Spurði hún brosandi.
-Ég var bara á rúntinum og mér varð hugsað til þín. Þú lítur vel út, varstu í klippingu?
- Já reyndar, sagði hún og virtist ljóma við þessa athugasemd. Í gær, hann Biggi minn klippti mig. En hvað er að frétta af Sunnu, hversvegna ertu ekki hjá henni? Eftirvænting blendin ótta stafaði úr augum hennar.
Gretta fór yfir andlit Gumma. – Hún er heima held ég, en elskan ég vill ekki tala um hana, ég er hjá þér og vil njóta þess að vera hjá þér, þröngvaði hann útúr sér.
Hún brosti og þau gengu inn í stofu. Gummi leit í kringum sig, það var langt síðan hann kom síðast þangað en ekki mikið hafði breyst. Lísa var stúlka sem hafði ekki legið auðum höndum. Munir alstaðar af úr heiminum voru um alla íbúðina. Sverð frá Asíu, styttur frá Suður–Ameríku og ýmsir aðrir munir frá ólíkum stöðum heimsins. Hún hafði átt ríka foreldra en þeir höfðu látist þegar hún var ung og erfði hún mikinn pening og gat því leyft sér margt sem aðrir gátu ekki. Bókahillan var á sínum stað, listabækur, heimsbókmenntir og margt annað. Lísa unni listum mest af öllu og var það kannski ein af helstu ástæðunum fyrir því að hún hreifst svona að Gumma. Þau litust í augu og hún roðnaði.
Gummi stóð upp, settist hjá henni og tók í hönd hennar. Hann leit fast í augu hennar og færði sig nær. Hún horfði á hann, og líktist helst barni sem er að gera eitthvað sem það veit að er rangt, en færði sig líka nær. Og eftir stutta stund lágu þau í heitum leik á sófanum.

“Hver ertu ógeðið þitt? Hvað ertu?” Hann var staddur inn í baðherbergi Lísu sem var mjög snyrtilegt og fallegt. Hann furðaði sig á þeim ókunna manni sem horfði á hann í speglinum, hávaxinn, með dökkt liðað hár og þessi brúnu þreyttu augu.
“Hver ertu?” Og þá rann atburðarás næturinnar í gegnum huga. “Ég er ekki maður, ég er ómenni. Ég á ekki skilið að lifa.” Hann fylltist hatri, hatri sem beindist að ókunna manninum í speglinum.
- Er ekki í lagi Gummi? Kallaði Lísa en Gummi svaraði ekki. Hann leit aftur á ómennskuna sem starði á hann í speglinum og fylltist ofsa.
Hann opnaði hurðina og leit á Lísu sem stóð með rúmteppið vafið yfir sig. Hún brosti fallega til hans en þegar hún sá flatneskjulegt andlitið hætti hún að brosa og án þess að segja neitt gekk Gummi út. Lísa kallaði á eftir honum og elti hann fram á gang en hann var ekki að hlusta.
Stúlkan með rúmteppið stóð ein eftir og hugsaði með sér hvað hún hafði gert rangt.


Stundum veit maður allt sem vita þarf.

Stundum veit maður ekkert…

Begga var nýfarin og Sunna sat ein í stofunni. Sjónvarpið var í gangi og augu hennar lágu á því en hugurinn var annarstaðar. Hann ferðaðist fram og til baka um atburðarrásina sem hafði leitt að þessum ósköpum.
Hún og Gummi höfðu verið saman í tvö ár, þar af 18 mánuðir þar sem þau bjuggu saman í Breiðholtinu. Þetta var þriggja herbergja íbúð sem þau höfðu fundið fyrir einskæra heppni. Íbúðin var fullkomin að því leiti að Gummi gat notað aukaherbergið sem vinnuherbergi. Þau voru svo hamingjusöm þegar þau fluttu þangað inn.
Þau hittust fyrst á sýningu sem Gummi hélt með vini sínum. Vinkona Sunnu hafði beðið hana að koma með sér og þar sem hún var sjálf mikill lista unnandi þáði hún boðið. Hún mundi það vel þegar hún sá hann fyrst. Þessi framandi fagri maður stóð með sódavatn umkringdur fólki sem beið spennt eftir að fá að tala við hann. Hún varð strax hrifin og sér til undrunar kom hann seinna um kvöldið að spjalla við hana. Eftir langt spjall og daður ákváðu þau að hittast aftur og stuttu seinna voru þau byrjuð að hittast reglulega.
“Hvernig gat hann breyst svona mikið?” Hugsaði hún með sér. “Af hverju þurfti þetta að gerast? Hvað kom fyrir hann? Var það eitthvað sem ég gerði?” Hundrað spurningar líkar þessum flugu um huga hennar.
Hún vissi samt að hann þoldi ekki þegar hún drakk, hann varð afbrýðisamur og treysti henni ekki. Þau höfðu oft rifist eftir að hún drakk, en aldrei neitt eins slæmt og kvöldið áður, aldrei neitt í líkingu við það. Henni hafði samt fundist það í lagi að fara út með vinkonum sínum og fá sér í glas. Drykkja hafði aldrei verið vandamál hjá henni.
Það var farið að rökkva úti. Sunna ákvað að slökkva á sjónvarpinu og fara uppí rúm. Á leiðinni inn í svefnherbergi stoppaði hún við gluggann og leit út. Regninu var að stytta upp en það var enn þungt yfir. Þegar hún horfði yfir Reykjavíkina gat hún ekki annað en leit hugann að því hvað Gummi væri að gera og hvar hann væri.
Hún lagðist svo uppí rúm en gat ekki sofnað strax. Það var svo mikið að hugsa, svo mikið að syrgja og svo mikið að óttast. Hún reyndi að setja sig í spor hans, hugsaði með sér að hann hefði ekki verið hann sjálfur. Hún þekkti hann vel og vissi að þetta var ekki hans eðli, eða hvað? Ekki gat það verið að allan tíman hafi þetta kraumað í honum? Nei, það var óhugsandi! “Hann hlýtur að vera veikur, það hlýtur eitthvað mikið að vera að, eitthvað sálrænt.”
Begga hafði spurt fyrr um daginn hvort þær ættu að hringja á lögregluna en Sunna hafði neitað en hún vissi ekki hvað hún gat gert, hvort hún ætti að hringja í einhvern eða hvort hún vildi einhverja. Ekkert svar var að finna, aðeins enn fleiri spurningar.
Gummi hafði ekki átt auðvelda æsku, eins og hann sagði sjálfur. Foreldrar hans höfðu verið efnaðir en faðir hans hafði drukkið allt frá þeim og móðir hans hafði verið þunglynd. Hún hafði lítið getað sinnt honum og var oftast undir áhrifum lyfja. Afi hans, eina manneskjan sem hafði eitthvað sýnt honum áhuga, hafði snemma kennt honum að mála og gefið honum striga, pensla og liti. Upp frá þeim tíma fannst honum fátt betra en að mála. En svo lést afi hans þegar hann var fjórtán ára gamall og hafði það verið mikið áfall fyrir hann og voru það erfiðir tíma fyrir hann. Svo að hann gerði það sem fyrir honum var haft, og byrjaði að taka inn efni. En þrátt fyrir allt var alltaf tími til að mála og oft eyddi hann heilu dögunum fyrir framan strigann og málaði og málaði.
Þessa sögu hafði Gummi oft sagt, og þótti Sunnu hún mjög rómantísk. Hún vissi að hann hafði aldrei sagt henni frá dökku og drungalegu hliðum sannleikans. Aðeins sýnt henni umbúðirnar sem oft líktust ævintýrum. Henni fannst alltaf jafn merkilegt að þessi maður sem hafði upplifað svona mikinn sársauka og eymd gæti sýnt henni svona mikla ást og umhyggju. En núna var allt breytt. Núna var eins og allt sem þau höfðu átt væri aðeins ævintýri.
En loksins náði þreytan tökum á henni og hún sofnaði ein í köldu rúminu.

***

Gummi stóð lengi fyrir utan og hugsaði um það hvort hann ætti að fara inn. Var þetta kannski það versta sem hann gat gert? Að lokum komst hann að þeirri niðurstöðu að þetta var það eina sem hann gat gert því ekki gat hann verið svona lengur.
Hann bankaði á hurðina og eftir smá stund var opnað. Hávaxinn sköllóttur maður tók á móti honum brosandi, andlitið gráleitt og tekið. Maðurinn leit út fyrir að vera um þrítugt, rétt eldri en Gummi.
- Gummi, blessaður! Komdu inn komdu inn. Það eru nokkur ár síðan þú komst hingað seinast, en það skiptir ekki, þú ert alltaf velkominn hingað.
- Takk Binni, það er líka gaman að sjá þig, laug Gummi.
Þeir gengu inn í stofu og Gummi skoðaði íbúðina sem hafði í raun lítið sem ekkert breyst í allan þennan tíma. Þetta var lítil kjallaraíbúð í gömlu steinhúsi í Vesturbænum. Veggirnir í íbúðinni voru grænir og bláir, greinilega verið málaðir oft og illa. Engar myndir voru á veggjunum á ganginum en inn í stofu voru nokkrar myndir af hljómsveitum og slagorð gegn stjórnvaldinu. Gamall brúnn leðursófi og tréborð með flísum frá sjötíuogeitthvað voru það fyrsta sem maður sá þegar maður kom í stofuna. Rósagluggatjöld voru fyrir glugganum, hugsanlega frá fyrrum húseigendum. Þrifnaður átti greinilega ekki við í þessari íbúð, orðið var sennilega óþekkt og framandi núverandi íbúa.
- Hvað er að frétta?
- Mest lítið, datt bara í hug að heimsækja gamlan vin, sagði Gummi og Binni kinkaði kolli.
- Langar þig í eitthvað? Bjór eða kannski í nebbann, eða ertu enn hættur?
- Ég væri alveg til í bjór, og jafnvel smá í nebbann ef þú átt.
Binni opnaði krukku sem var á borðinu. Gummi sá að krukkan var full af allskonar efnum í öllum litum. Binni tók smá af hvítu og setti smá af því á spegil sem var á borðinu. Svo tók hann rakvélarblað og bjó til tvær línur.
- Þú fyrst sagði Binni og rétti Gumma fimmþúsundkall sem búið var að rúlla upp og án þess að hugsa sig tvisvar um saug Gummi aðra línuna upp í nefið. Hann fann hvernig sviðin rann upp nefið og hvernig skynfærin virtust öll skerpast. Binni fékk sér líka.
- Ah… gaman að sjá þig karlinn. Sagði Binni brosandi. Ég hef saknað þess að djamma með þér. Við áttum nokkrar villtar stundir saman ha? Binni hló og leit á Gumma. En hvað er að frétta, ég var búinn að heyra að þú værir bara kominn í fast og að þér gengi vel að selja málverkin þín.
Gummi leit niður og hugsaði um Sunnu en það var ekki eins sársaukafullt og áður. – Já það hefur gengið ágætlega hjá mér en það var bara ekki að virka fyrir mig að vera svona bundinn niður, laug Gummi aftur. - Það eru kominn meira en tvö ár síðan ég gerði eitthvað og ég held það sé kominn tími fyrir almennilegt djamm. Svona eins og var hjá okkur hérna einu sinni, sagði Gummi og rétti svo Binna nokkra fimmþúsundkalla.
- Hvað er þetta? Spurði Binni.
- Þetta er fyrir kvöldinu.
- Nei, nei, ég get alveg boðið þér upp á þetta.
- Binni taktu bara peningana og láttu mig bara hafa nóg í staðin. Binni brosti og virtist nokkuð sáttur við þetta svar. Hann tók upp nýjan poka og gerði tvær línur.
- Ég var að fá þetta frá Spáni, það er ekkert búið að þynna það. Gummi fékk sér og þekkti strax bragðið, kókaín.
- Hvernig gengur annars? Spurði Gummi.
- Það gengur, ég er bara að selja nokkrum dílerum og græði nóg á því, nenni ekki að standa í þessum smásala leik, læt aðra um það, sagði Binni og setti meira af dópi á spegilinn.

Gummi sat í sófanum og horfði á fólkið sem var í stofunni. Ung stúlka, 18 ára í rauðum kjól og önnur í stuttu leður pilsi og topp. Og Binni í svörtum buxum og skyrtu að dansa með þeim. Á meðan sat Gummi og saug inn kók. Því meira kók því meira varð honum sama.
Stúlkan í rauða kjólnum var víst vinkona Binna en hin hafði aldrei komið heim til hans áður. Þær voru mikið fyrir ellur og voru búnar með sitt hvorar þrjár seinasta klukkutímann en þeir voru meira fyrir kók.
Eftir að hafa dansað í klukkustund settust þau sveitt niður. Binni kom með meira af dópi, kedamín, kók, ellur, femma og ýmislegt sem Gummi þekkti ekki. Stúlkurnar voru allar í ellunum en strákarnir tóku þetta allt. Þau spjölluðu um ýmislegt, tónlist, nýja skemmtistaði og stelpurnar voru spenntar að fá að vita allt um listmálunarferil Gumma. Hann var samt ekkert í stuði að fara að ræða um það, vildi heldur vita hvað var í gangi í skemmtanarlífi Reykjavíkurborgar þar sem hann hafði misst svona mikið úr. Hann vildi líka fá að vita um gamla kunningja þeirra, hver var stór og hver horfinn og þannig. Binni sagði Gumma allt sem hann vildi vita en fljótlega var hann farinn að segja þeim frá ákveðnum manni.
- Þessi rotta hann Jói er búinn að skulda mér hundraðkall í meira en 3 mánuði. Ég er búinn að senda tvo handrukkara á hann en hann segist alltaf vera að fara að redda þessu. Fokking kelling. Ég er orðinn þreyttur á þessu rugli í honum. Hvað ef aðrir fara nú að halda að það sé hægt að rugla svona með mig? Helvítis, ég verð að fara að gera eitthvað í þessu. Binni var orðinn æstur og fórnaði höndum meðan hann sagði frá þessu.
- Og hvað ætlarðu að gera? Þú lætur hann ekkert komast upp með þetta. Sjálfur var hann orðinn æstur og var staðinn upp. Honum fannst ótrúlegt að einhver dirfðist að koma svona fram við vin sinn. Stúlkurnar voru búnar að missa allan áhuga á samtali strákana og voru byrjaðar að strjúka hvor annarri um bakið.
Strákarnir héldu áfram að tala um Jóa og voru sammála um að það yrði að gera eitthvað og héldu áfram að skófla í sig efnum. Eftir að hafa rætt málið í klukkutíma voru þeir búnir að ákveða að eitthvað varð að gerast til að bjarga orðspori Binna, og þeir vissu nákvæmlega hvað þurfti að gerast. Binni fór inní herbergi og sótti íþróttatösku. Upp úr henni tók hann svo afsagaða haglabyssu.
- Við stútum honum, sagði Binni og glotti. Gummi glotti sáttur til baka.

Eftir að hafa drukkið nokkra bjóra í viðbót og tekið inn eitthvað af fíkniefnum var kallað á leigubíl. Jói bjó í Engihjallanum í Kópavogi í einhverri kjallaraíbúð. Leigubíllinn kom og þau héldu af stað.
- Við kennum honum að fíflast ekki í mér, frussaði Binni úr sér og hélt fast um töskuna sem geymdi byssuna. Að gera mig að fífli, ég held nú ekki. Úr augum hans skein ofsi og reiði og það var varla neitt mennskt að sjá í þeim. Stúlkunum sem höfðu villst með var hætt að lítast á blikuna.
- Binni, geturðu sett okkur út hér, ég held við förum bara heim, spurði þessi í rauða kjólnum. Binni leit á hana og skoðaði hana.
- Svo að þú getir varað hann við, ha? Þú kemur með og þú lærir að abbast ekki upp á hann Binna og kennir svo öðrum það sama. Gumma fannst þetta útaf einhverjum ástæðum mjög fyndið og flissaði út af þessu öllu saman. Binni leit á hann og um stund virtist hann ætla að stökkva á hann en þess í stað sprakk hann úr hlátri sem var fullur af örvæntingu og geðshræringu. Gummi gat ekki haldið í sér lengur og hló líka. Það var bara eitthvað svo fyndið við að þeir vinirnir væru staddir í leigubíl með stelpum sem þeir þekktu lítið sem ekkert á leiðinni að fara drepa mann sem Gummi hafði ekki einu sinni hitt.
Stúlkurnar tvær litu óttaslegnar á þá. Ellurnar hættar að virka og kaldur raunveruleikinn var að renna þeim í ljós. Þessi í rauða kjólnum hjúfraði sig að vinkonu sinni sem hélt fast utan um hana.
Bíllinn stoppaði svo loksins í Engihjallanum. Binni rétti skelkuðum bílstjóranum fimmþúsundkall og bað hann að bíða. – Þið stelpur bíðið hér, við verðum ekki lengi að þessu. Komdu Gummi við skulum drífa þetta af.
Félagarnir gengu að byggingunni, ráfandi, hallandi, algjörlega úr þessum heimi. Þeir ýttu á bjölluna en engin svaraði. Eftir að hafa rætt þessa óvæntu málavexti vissu þeir varla hvað þeir áttu að gera en komust að þeirri niðurstöðu að víst þeir voru komnir hingað væri nú best að skilja eftir einhverskonar skilaboð. Þeir fengu gamla konu til að hleypa sér inn eftir langa lygasögu sem Gummi sauð saman. Þeir brutu upp hurðina og gengu inn. Það var frekar fátæklegt inni hjá Jóa. Fataslá með næstum engum fötum á, blettótt dýna, gamalt sjónvarp og græjur, sígarettustubbar um allt og fnykur af gömlu rusli. Þarna inni stóðu þeir og hugsuðu um hvernig skilaboðin ættu að vera. Að lokum var það Binni sem fann penna og skrifaði á vegginn:

Eins gott þú varst ekki heima, annars hefði ég drepið þig rottan þín. B

Gumma fannst þetta góð skilaboð og hrósaði vini sínum mikið fyrir. Þeir skildu líka eftir eitt skothylki, til þess að hann skildi nú örugglega alvarleika málsins.
Þeir gengu út og bíllinn var enn þar en stelpurnar horfnar. Þeir héldu aftur heim til Binna þar sem þeir notuðu meira dóp og drukku meira. Fólk sem Gummi hafði aldrei hitt kom og djammaði með þeim og hann villtist með hópi á skemmtistað en þegar hann kom inn á staðinn fór hann í óminni og mundi ekkert sem gerðist restina af nóttinni.