Hún gekk útúr búðinni og leit í kringum sig, skyndilega sá hún þetta, þetta skrítna ljós, sem hún vissi ekki hvað var.
Ljósið varð æ skærari og hún fylltist ótta, þetta var ekki venjulegt, það var eitthvað við þetta ljós, einhver tilfinning, eitthvert líf.
Hún gekk að ljósinu, hraðar og hraðar hún þurfti að fá að vita hvað þetta væri og hvers vegna þetta væri svona skært og lifandi.
Þegar hún var komin næstum alveg upp að ljósinu færðist það aftur lengra í burtu og aftur fór hún aðganga eftir því, en nú gekk hún hægt, hún læddist.
Eftir nokkrar mínútur var hún komin að ljósinu en það breytti um lit, varð grænt, það skipti um lit, hún hugsaði með sér að þetta væri lifandi ljós, kannski geimvera, hvað var þetta?
Stelpan fór að hvísla, hvísla að ljósinu, hún spurði hver ertu? Hvað villtu? Afhverju ertu hér? En fékk ekkert svar, ljósið bara blikkaði og flaug aftur lengra í burtu.
Nú var ljósið komið mjög langt í burtu og hún var orðin þreytt, þreytt á að hlaupa og vita ekki neitt, svo hún snéri sér viðog gekk í burtu frá ljósinu og lút höfði.
Allt í einu fór eitthvað að blikka og svo varð allt svart og það kom öskur, hún snéri sér við og þá kom ljós, ljósið hafði elt hana, það hékk yfir henni og lýsti henni veg.
Hún hugsaði með sér að nú væri hún í klandri, svo hún snéri sér aftur við og tók að hlaupa en ljósið elti hana, hékk yfir henni og elti hana, sama hve hratt hún hljóp og hvert hún fór, ljósið elti hana.
Hún hljóp hraðar og fór inn, inn í húsið, og ljósið staðnæmdist fyrir utan og það slökknaði á því.
Allt var slökkt, allt var dimmt og hún leit í kringum sig, það var ekkert ljós, ekkert rafmagn, ekkert, ekki eitt einasta kerti sem logaði.
Hún ákvað að opna hurðina og gá hvort að ljósið væri endanlega farið, en það var ekki þarna, það var ekkert, bara kolmyrkur.
Allt var farið það var ekkert eftir nema nóttin og myrkrið.