Þessi saga hefur komið á þessa síðu og hlaut góða dóma fyrir utan það hvað endirinn var lélegur. Jæja, ég hef lagað hann og hér er sagan..með betri endi.

*Stúlkan á sloppnum*

Ég man svo vel eftir því er ég sá þig fyrst. Ég var að bera út blöðin er ég heyrði eitthverja skræki úr einu húsinu. Ég stóð þarna lengi og reyndi að átta mig á því hvað gengi á þegar þú hljópst út í snjóinn á sloppnum einum. Ég missti gjörsamlega andlitið. Þú brostir til mín og sagðir: „Við erum bara að leika okkur,” svo hljópstu inn aftur, hlæjandi. Þessar örfáu sekúndur fengu mig til að falla fyrir þér. Þú varst um 18 ára þegar þetta gerðist og um 20. Eftir þennan dag stoppaði ég alltaf fyrir framan húsið þitt í von um að sjá þig aftur koma hlaupandi út á sloppnum. Ég tók samt ekkert verulega eftir andliti þínu því að ég hreyfst svo af lífsgleði þinni og útgeislun. En, svo, einn daginn þegar ég ætlaði að halda áfram göngu minni eftir götunni með blöðin, komstu hlaupandi út. Þá tók ég eftir andliti þínu. Þú varst ómáluð og hárið var ógreitt. Það skyggði samt ekki á þig. Þú hafðir fagurblá augu og ljósa hárið þitt sveiflaðist fyrir þau í rokinu. Kinnar þínar voru rjóðar og þú hafðir lítið sætt kartöflunef. Þú leist á mig og hljópst til mín. Ég tók eftir því að þú varst á tánum og ég vissi ekki hvernig þú gætir verið svo léttklædd úti í kuldanum.
„Má ég kannski fá eitt blað hjá þér?” spurðir þú feimnislega. Ég seildist ofan í hliðartöskuna mína eftir einu blaði, rétti þér og bar upp verðið. Þú bara hlóst að mér og ég stóð þarna skilningssljór. „Ekki svona blað,” sagðir þú „ég meinti blað með nafninu þínu, heimilisfangi og símanúmeri.” Ég skildi ekkert í þér en allt í einu hélstu á blaði og penna fyrir framan nefið mitt. „Hérna,” stundir þú upp á meðan þú skalfst eins og hrísla. Ég krotaði niður það sem þú baðst um og bjóst ekki við meiru. Kinnarnar mínar voru orðnar frosnar en þegar þú smelltir kossi á þær þá fór um þær ylur. Þú snerir þér snöggt við og hljópst til baka. Eftir stóð ég, á miðri götunni, og reyndi að átta mig á því hvað hafði gerst. Ég hafði verið snertur af engli! Ég hélt áfram að bera út blöðin en það gerði ég í sæluvímu.
Ég sat lengi fyrir framan símann og beið eftir hringingu en aldrei kom hún. Ég gafst upp á endanum og bjóst við því að þú hefðir bara verið að gera at í mér. Ég stóð upp og gekk inn á klósett. Ég læsti hurðinni, lét renna í bað og klæddi mig úr. Þegar ég var komin með eina löppina ofan í baðið hringdi svo síminn. Ég stökk upp úr baðinu en rann á flísunum beint á hurðina. Við það datt lykillin úr. Í angist minni reyndi ég að troða honum aftur í skráargatið en allt kom fyrir ekki. Vegna asans í mér náði ég ekki að troða honum í skráargatið og síminn hætti allt í einu að hringja. NEI, öskraði hugi minn og ég steig vonsvikinn ofan í baðið aftur.
Daginn eftir, er ég var að bera út blaðið, komst þú aftur hlaupandi út. Enn og aftur varstu á sloppnum og í engum skóm. Ég skildi ekkert í þér. Það var skítakuldi úti og þú varst á tánum. Þú gekkst þétt upp að mér og horfðir rannsakandi á mig. „Afhverju svaraðir þú ekki þegar ég hringdi?”
Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja þannig að ég kaus sannleikann: „Ummm, ég læsti eiginlega sjálfan mig inni á baðherbergi. Lykillinn hafði dottið úr skránni og ég náði ekki að láta hann í aftur í tæka tíð.” Ég leit ræfilslega í augun þín en þú brostir glettnislega til mín. „Það er allt í lagi, “ sagðir þú og kysstir mig beint á munninn. Ég varð alsæll. Mér fannst sem ég svifi á skýjum er ég fann varir þínar snerta mínar. Þú sleist þig frá mér á endanum og sagðir: „Komdu til mín þegar þú ert búinn að bera út.”
Ég kinkaði kolli og þú skoppaðir aftur inn í húsið þitt.
Ég flýtti mér eins mikið og ég gat við að bera út blöðin og hljóp svo heim til þín. Mér leið eins og skólastrák. Þessi ólgandi tilfinningaspenna umlukti mig allan. Ég bankaði varfærnislega á hurðina og hurðin opnaðist snögglega. Þarna stóðst þú, ekki lengur í sloppnum heldur í gallabuxum og hvítum bómullarbol. Þú varst samt ekki komin í sokka, hárið þitt var greitt í tagl en þú varst enn ómáluð. Ég horfði á andlit þitt í nokkra stund en hristi svo hausinn þegar þú sagðir: „Ég mála mig bara fyrir böll.” Lastu hugsanir mínar eða hvað? Þú bentir mér á að koma inn og skýrðir út fyrir mér að þú hefðir fylgst með mér á hverjum morgni, rétt eins og ég fylgdist með þér. Aðfaranótt næsta dags var unaðsleg!
Ég elskaði þig en elskaðir þú mig? Það er spurning sem ávallt mun standa ósvöruð því að þú ert týnd. Ég finn þig ekki. Þú ert horfin. Kannski þú hafir fundið eitthvern annan mann, betri en mig. Ég vil samt trúa því að ég hafi verið elskaður af þér því að þú ert yndislegasta stúlka sem ég hef kynnst.
ÉG ELSKA ÞIG ENN, Karólína, hvar svo sem þú ert.