Hefur þig einhvern tíma langað að ganga af göflunum, láta öllum illum látum, öskra, syngja, dansa, hoppa, kýla, pissa, kyssa, ropa og rúlla þér. Hefur þér einhvern tíma langað að gera hluti sem mundu gefa þér ferð með fyrsta farrými til geðveikrahælis. Hefur þér einhvern tíma langað til að láta undan og vera algjörlega klikkaður án þess í raun að vera veikur á geði.
Mér langar að taka þessa hrúgu af frönskum, henda henni upp í loftið, hækka svo í botn í græjum huga míns og dansa meðan frönskunum rignir. Svo langar mig að taka penna og krota „Hér er ég, takið eftir mér,“ yfir alla veggi „ekki láta mig í friði, étið mig“. Tónlistin mun hljóma áfram og ég mun syngja með, hástöfum, svo að fólk heyri í mér, þarna á milli trommutakta og píanótóna.
Þegar nágrannar banka uppá til að kvarta undan hávaða mun ég ekki róa mig niður, hætta að syngja og dansa, heldur mun ég bara halda áfram, hoppa út, taka í hendur þeim sem þar standa og segja „Góðan og blessaðan daginn, er sólskynið ekki frábært?“.
Hoppinu ég svo mundi halda áfram, inn í garða og týna mér blómvönd, dýfa nefinu í hann, draga djúpt andann, finna ilminn af blómunum því ég hef aldrei fundið hann áður. Svo mun ég leggjast niður í grasið, láta lítil skordýr, lirfur, orma, járnsmiði og örlitlar köngulær leika um mig, kitla mig meðan ég horfi á dýrin í skýjunum. Ég iða samt allur um því tónlistin er enn að spilast.
Ég stend aftur upp og hleyp inn í miðbæ, valhoppa niður götuna og er aftur byrjaður að syngja. Ég heilsa öllum sem ég hitti „Góða kvöldið, góða kvöldið. Njótið svo lengi sem þið getið”. Ég hoppa inn á veitingastað og fer þar á almenningssalernið. Ég pissa í allar pissuskálarnar og þvæ mér í öllum vöskunum.
Ég fer fram aftur „allt á matseðlinum, þjónn” kalla ég „þetta er handa öllum þeim sem svangir eru. Hérna, taktu kortið mitt”. Ég hleyp svo út aftur og heim syngjandi, leggst svo upp í rúm. Tónlistin er hætt, það er enginn hérna nema ég. Tók enginn eftir mér


PS: ég skipti töluvert um tíð í sögunni vegna óreglunni sem á sér stað í sögunni sjálfri
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey