Bláa diskóljósið lá djúpt ofan í gömlum pappakassa og beið átekta, það
hlaut að koma að því að einhver myndi villast ofan í kompuna til að forvitnast
hvað væri í þessum eldgömlu pappakössum…

Á meðan var Nonni kantrí að skoða íbúðina sem hann fékk í arf frá afa
sínum, afi hans hafði látist nokkrum vikum áður og fékk Nonni íbúðina.
Nonni gekk um myrka gangana og hugsaði með sér hvað það væri eigilega
sem afi hans hefði verið að safna öll þessi ár.
Afi var mikið fyrir diskó og svartagaldur, hvað safnar eigilega maður sem er
mikið fyrir diskó og svartagaldur.
Nonni staðnæmdist fyrir utan hurðina af kompunni, hann reyndi að opna
hana en hún var læst, stór gulnaður miði hékk á hurðinni. “EKKI OPNA” stóð
á honum stórum svörtum stofum. “Ekki opna” hugsaði Nonni með sér, við
sjáum nú til með það… Hann kveikti sér í sígarettu og setti upp
kúrekahattinn og sparkaði hurðina niður. “Ekkert fær stoppað alíslenskan
kúreka” sagði hann upphátt og glotti, eyðilagði svo andartakið með því að slá
hendina í glóðina á sígarettunni “andskotan helvítis djöfull” tautaði hann
þegar hann dustaði glóðina af nýja leðurjakkanum með kögrinu.
Hann stoppaði af undrun þegar hann leit inn í herbergið, það var hlaðið af
pappakössum, furðulegum munum og svartagaldurs munum.
Hvað skildi þetta nú vera, hugsaði Nonni með sér og tók einn
pappakassann í fangið

“Nú er tækifærið” hugsaði bláa diskóljósið geðveikislega, “nú slepp ég!”.
Það sá þegar ljósglufa kom inn í pappakassann þegar hinn grunlausi Nonni
opnaði lokið á kassanum svo ofurvarlega.

“Hvað í fjandanum” bölvaði Nonni þegar diskóljósið stökk upp úr kassanum
læsti fálmurunum utan höfuðið á honum. Flugbeittir hnífar skárust í gegnum
höfuðkúpuna á Nonna eins og hnífur í gegnum smjör.
“Nú hef ég fullt vald á honum ihihihi” sagði diskóljósið kvikindislega.

“Ah, hvað er gangi” hugsaði Nonni, hann sá bara svart. Hann opnaði augun
ofurvarlega og sá að hann var kominn inn í stofu. “Hvað í fjandanum
gerðist”. Hann andvarpaði og stóð á lappir, “andskotakornið!” sagði hann
þegar hann sá að hann var kominn í dökkblá diskójakkaföt. “Og hvað er
þetta sem er fast við hausinn á mér”. En um leið og hann snerti það fór
sársaukastraumur um hann, hann öskraði af kvölum.

Bláa diskóljósið hugsaði sér gott til glóðarinnar, þetta var rétt svo að byrja.

“HVAÐ ER AÐ GERAST” veinaði Nonni þegar hann hoppaði um í stofunni í
krampakenndum rykkjum, “Ég virðist vera að dansa diskó”…

Hvernig fer fyrir Nonna og bláa diskóljósinu?