Hún barðist á móti vindinum. Hann var kraftmikill og ætlaði ekki að láta undan. Hún gerði allt sem hún gat til að komast áfram og eyddu öllum sínum kröftum í það, en stóð á sama stað. Henni fannst eins og alltaf væri rok, alltaf væri vont veður. Vonda veðrið bjó hjá henni.
Það var komin helgi og þegar hún loks komst heim til sín eftir langan skóladag lagðist hún upp í rúm og hvíldi sig. Hún hafði enga löngun til að tala við neinn. Svo datt henni í hug. Afhverju ekki bara að fara út og gá hvort eitthvað væri að gerast. Hún fór í aðeins fínni föt og málaði sig og fór síðan út. Ákvað að fara í bíó. Hún var ein og vonaði að enginn mundi sjá hana ganga þarna ein. Henni fannst það alltaf svo óþægilegt, fólk hélt þá að hún ætti enga vini. Hún átti einu sinni vini. Eða vin. Karítas, sem fékk krabbamein þegar hún var 12 ára. Dó ári síðar vegna hvítblæðis. Hún mundi hvað hún grét mikið. Tár rann niður á kinn. Hún þurkaði það fljótt af og keypti sér miða á gamanmynd. Hún ætlaði að skemmta sér, hún ætlaði að gera eitthvað einu sinni. Þetta var úrvalsmynd með Jack Nicholson. Það var uppáhaldsleikarinn hennar. Hann var gamall en alltaf jafn fyndinn, hún var mikið fyrir svolítið kaldhæðnislega brandara.
Hún borgaði og keypti sér kók. Fór svo inn í salinn og settist fyrir miðju. Reyndar sá hún eftir því, tveimur sætum lengra til vinstri sat kærustupar. Þau hlógu og kysstust. Hún ætlaði að fara standa upp þegar strákur settist í sömu röð og hún, bara hægra megin við hana. Hann var einn, hún var ein. Þau litu á hvort annað en hún leit fljótt undan. Myndin byrjaði með litlum brandara og nokkrir hlógu, kærustuparið við hliðina hló einstaklega mikið af þessum litla brandara. Hún leit á strákinn hinu megin, hann leit á hana og brosti. Hún virti hann fyrir sér og sá að hann var svolítill pönkari. Var í rifnum gallabuxum og leðurjakka. Hann var með gat í nefinu. Hann hafði fallegt andlit og ljóst hár. Afhverju var hann einn í bíó. Átti hann kannski enga vini? Var hann kannski alveg eins og hún? Gætu þau passað saman? Spurningarnar flugu um höfðinu á henni. Hún gleymdi myndinni og fór bara að hugsa um hann. Ahverju var hún að hugsa um hann? Hann var pönkari og fór örugglega illa með stelpur. Hann var örugglega þekktur fyrir að byrja með stelpum og hætta síðan með þeim, rétt eftir að þær hefði fallist á að gera það með honum. Hvílík sóun á peningi. Að borga heilann 800 kall fyrir bíóið og hugsa bara um svikarann sem sat rétt hjá henni! Hún ákvað að snúa sér að myndinni. En löngunin var enn til staðar. Hún vildi tala við hann, komast að því hvað hann héti og hvar hann bjó, henni langaði að vita allt um hann! Hvert einasta smáatriði.
Myndinni lauk og hún áttaði sig á að hún hafði varla eitthvað hlegið en salurinn hafði allur sprungið úr hlátri á tveggja mínútna fresti. Hún stóð upp og gekk út úr salnum. Gekk heim. Strákurinn fór líka sína leið. Hún lét hann fara án þess að tala við hann. Án þess að vita neitt. Án þess að geta hitt hann aftur.
Þegar hún kom heim stóð mamma hennar í dyrunum.
„Hvar varstu, elsku barnið mitt? sagði hún með grátstafinn í kverkunum. „Ha? Ég fór bara í bíó? Er það glæpur?“ svaraði hún á móti. „Afhverju léstu mig ekki vita? Ég var svo áhyggjufull!“ „Mamma, ertu búin að átta þig á að ég fer að verða 16 ára. Ég er búinn með grunnskólann og er að fara í menntaskóla. Ertu búin að átta þig á því? Ég er ekki lengur barn!“ Þetta hefur hún sagt síðan hún var 13 ára. Mamma hennar lét alltaf eins og hún væri óviti og vissi ekki neitt. Og gæti ekki passað sjálfan sig. Oft var hún svo pirruð á þessu og núna, var hún enn pirraðri.
Hún rauk aftur út. Skellti hurðinni á eftir sér og vissi samt ekkert hvað hún ætlaði að gera. Ekki gat hún farið aftur í bíó. Í stað þess að hugsa um það gekk hún bara um göturnar. Bara ef hún gæti verið svolítið svöl og farið í partý eins og vinsælu krakkarnir. Eins og þau sem þurftu aldrei að hafa áhyggjur af neinu.
Hún hafði gengið í hálftíma og var kalt. Henni var alveg sama. Hún var svo reið að það hlýjaði henni. Reiðin var oft svo heit. Svo sá hún allt í einu strákinn sem var í bíóinu. Hann gekk einn og var orðinn blár í andlitinu af kulda. Hún horfði sakleysislega á hann og reiðin þaut burt. Hann leit á hana og gekk til hennar. Var þetta í alvöru að gerast? Voru þau að fara að tala saman? Þau litu hvort á annað og brostu. „Hæ, ég sá þig í bíóinu, afhverju ertu ein á svona yndislegu föstudagskvöldi?“ spurði hann hana. Hún var taugaóstyrk og vissi ekki hvað hún átti að segja. „Uuu, é… ég veit það ekki,“ svaraði hún og hugsaði, ohh, þú ert svo heimsk. „Ég var að fara í partí a’ hitta nokkra vini mína, kemurðu með?“ sagði hann og hún var enn taugaóstyrkari. „Uhh, jaaá… já, kannski kem ég bara.“ Var hún í alvöru að fara í partý þar sem fólk væri ekki að gera neitt annað en að drekkja og reykja og jafnvel dópa! Hún trúði ekki að hún hafði þegið þetta boð. Hún vildi fara en vissi að það var ekki mjög viturlegt. Gekk samt áfram með stráknum. „Svo, hvað heitirðu?“ spurði hún. „Ragnar, kallaðu mig bara Ragga. Ég þoli ekki nafnið mitt. En þú?“ „Sóley.“
Þau komu að húsinu þar sem partíið átti að vera. Þau gengu inn og hann heilsaði nokkrum vinum sínum. Hann fór inn í eldhús og náði í tvo bjóra. Rétti henni einn. Hún hafði aldrei smakkað bjór áður! Henni leið eins og aumingja en tók við bjórnum og hellti honum í sig eins og ekkert væri eðlilegra. Hann leit á hana og brosti. Hann var örugglega ánægður að hún var vön þó hún væri ekki vitund vön neinu þessu. Alls ekki!
„Viltu dansa?“ spurði hann og hún kinkaði kolli. Þau dönsuðu og drukku í nokkra klukkutíma. Hún var að fara verða svolítið ringluð en hélt áfram að dansa og drekka eins og ekkert væri að. Svo kallaði hún á hann í öllum hávaðanum: „Ég þarf að fara á klósettið.“ Hann benti henni á það og hún gekk í áttina að baðherberginu. Hún gekk inn og sá stelpu vera að æla. Allt í einu fékk líka löngun í að æla og reyndi að finna annað baðherbergi í þessu stóra húsi. Hún opnaði margar dyr og sá oftar en einu sinni strák og stelpu vera að kela og vera upp í kokinu á hvor öðru. Svo loksins fann hún annað baðherbergi og lá á gólfinu og ældi ofan í klósettið. Henni leið ótrúlega illa. Ekkert var eins ógeðslegt og þetta. Svo kíkti hún á sig í speglinum og sá hve hvít hún var orðin. Hún datt á gólfið og lá þar bara. Hún fann ekki fyrir neinu þangað til eftir nokkrar mínútur og þó stóð hún upp og fór aftur á dansgólfið til Ragga. Hún sagði honum og hún ætlaði heim til sín. „Strax? Bíddu aðeins, hvílum okkur á dansinum og tölum saman. Hann leiddi hana inn í eitt herbergi sem reyndist vera herbergi foreldra stráksins sem hélt partíið. Þau settust á rúmið. „Þú ert einstaklega falleg, vissirðu það?“ sagði hann. „Æ, ekki þessar lummur. Ertu bara að reyna að fá mig til að gera það með þér?“ sagði hún allt í einu. Hissa á hve hugrökk hún var segja honum þetta. „Ha? Nei, auðvitað ekki. Ég vildi bara segja þér hvað mér finnst um þig.“ Léleg afsökun. Hún var í þann veg að fara labba út úr herberginu þegar hún datt á gólfið. Hann hjálpaði henni upp og bar hana á rúmið. Hann kyssti hana svo mjúkum kossi að nú var ekki aftur snúið. Ekki leið á löngu en þau voru komin úr öllum fötunum og svo missti hún meðvitund.

Hún vaknaði daginn eftir með höfuðverk. Hann hafði notað hana! Rosalega var hann reið sjálfum sér. Og hvar er hann núna? Auðvitað löngu farinn! Ég byrjaði að gráta. Fór í fötin sín og hljóp út. Svo allt í einu heyrði hún rödd Ragga. „Hvert ertu að fara?“ Hún sneri sér við og kallaði á hann: „Frá þér, nauðgarinn þinn.“ Hún byrjaði að hlaupa, hann hljóp á eftir henni og hún varð taugaveikluð. Svo allt í einu datt hún og hann náði henni. „Hvað meinarðu? Ég fór bara að dansa aftur, þú misstir meðvitund. Ég myndi aldrei nauðga þér,“ sagði hann. „Ekki? En… ha?“ „Ég fór bara að dansa aftur og sofnaði í sófanum frammi.“ „Ó, svoleiðis,“ sagði hún. „Ég þarf samt að fara, mamma hefur örugglega orðið áhyggjufull.“ „Já, en heyrði, má ég fá númerið þitt?“ sagði hann. „Já, já,“ sagði hún og hann dró fram símann sinn og hún sagði honum númerið. „Má ég hringja í þig fljótlega? Bjóða þér kannski í bíó eða eitthvað?“ „Já, það væri fínt.“
Svo kvöddu þau hvort annað og gengu í sitt hvora áttina. Þannig hann er kannski ekkert eins og þeir flestir. Eða hvað?

______________________


Hvað finnst ykkur?