Rigningin lamdi rúðurnar. Eldingar lýstu upp salinn öðru hvoru og þá glitti í illkvittnislegt brosið á vörum Engilberts Ebernezar. Hann sat bak við nótnaborð pípuorgelsins og spilaði “Tocata og fugue” eftir Jóhann Sebastian Bach sjálfan. Svitinn lak niður andlitið og droparnir splundruðust á nótunum. Drungalegasti kafli verksins var uppáhald Engilberts og hann spilaði verkið aftur og aftur og hló djöfullega.

Kirkjan var næstum myrkvuð. Einu ljósin voru nokkur þykk kerti sem stóðu meðfram útveggjunum og gerðu varla meira en að magna drungalegt miðaldarútlit hennar. Skuggar kertaljóssins dönsuðu um salinn og gerðu óhugnarlegt andrúmsloftið kyngimagnað.

Engilbert Ebernezar var í essinu sínu í kvöld. Þrumuveðrið virtist endurnæra þennan aldraða kryppling og gefa honum aftur löngu horfinn kraft, kraft sem hann notaði til að spila verkið eins óhugnarlega og hann frekast gat. Hávaðinn var ógurlegur og kirkjan skalf og nötraði undan hljóminum í orgelpípunum. Bassinn var svo rosalegur að það brakaði og brast í aldagömlu tréverkinu sem umlukti orgelið.

Engilbert hafði beðið eftir þessari nótt í 20 ár. Í nótt yrði einvígið. Hann vissi að hann myndi tapa. Hann var orðinn 76 ára og tími hans var kominn. En hann ætlaði ekki að fara án þess að berjast.

Óveðrið stökkbreyttist allt í einu. Vindurinn varð ógurlegur og eldingarnar æddu um himininn nær stanslaust. Þrumurnar yfirgnæfðu orgelið stöku sinnum.
Allt í einu opnuðust dyr kirkjunar upp á gátt og vindurinn blés inní salinn. Lauf og regndropar fuku inn á gólfið en í gættini stóð drungaleg vera í tættum og æfagömlum svörtum hettukufli. Hettan huldi höfuðið og slútti langt fram.

Þessi gamla vera var hávaxin og beinaber hendi hélt um staf sem hún studdi sig við. Hún labbaði hægt inn í salinn og var næstum eins og hún svifi áfram en gengi ekki. Hún staðnæmdist inná miðju kirkjugólfinu, lagði stafinn frá sér og leit í áttina að Engilbert.
Engilbert spilaði uppáhaldskafla sinn úr tónverkinu með enn meiri krafti en nokkru sinni fyrr. Hann leyfði síðustu tónum verksins að hljóðna en stóð svo á fætur og gekk að veruni. Stutta stund stóðu þeir í þögn og mældu hvorn annann út.

Allt í einu tók hettuklædda veran viðbragð og réðst á Engilbert. Hann brást snöggt við og um stund glímdu þeir af ógnarkrafti. Engilbert náði að slíta sig lausann og henda veruni af sér. Hann stóð á lappir og réðst umsvifalaust á hettuklæddann andstæðing sinn og aftur hófst ógurleg glíma. Engilbert náði að fella veruna og halda henni um stund. Hann fann hinsvegar að veran var sterkari en hann og innan tíðar var hún búin að slíta sig lausa. Slagsmálin bárust um alla kirkjuna og kirkjubekkirnir féllu um koll og sumir brotnuðu í látunum. Altarið féll um koll og kertastjakar sem á því stóðu duttu í gólfið og brotnuðu í mél.

Engilbert fann að hann var að þreytast og veran náði æ oftar að skella honum í gólfið. Eftir langann bardaga náði veran að skella honum í gólfið og leggjast á hann. Þungi verunar var ógurlegur og Engilbert Ebernezar vissi að hann var búinn að tapa. Hann slakaði á og hætti að berjast um og á vissan hátt var hann feginn. Veran hélt honum eins og í skrúfstykki eitt augnablik, svona eins og til að fullvissa sig að Engilbert væri hættur. Svo linaði hún takið og stóð upp. Engilbert reis á lappir.

Úti var komið logn. Veran beygði sig eftir stafnum og svo gengu þeir hlið við hlið út um dyrnar á kirkjuni. Dauðinn hafði sigrað enn eina orustu.