Smá ástar/vælu pælingar. Bið afsökunar á stafsetningar villum.

Ég dríf mig út í strætóskíli og er meira að segja óvenju snemma í því þennan morguninn. Þrátt fyrir frekar þungbúið veður finnst mér sem það sé von á smá sólarglætu. Ég er búinn að vera tvisvar sein í vinnuna í vikunni og vill ómögulega bæta þriðjaskiptinu við. Einnig sem það er föstudagur og er það yfirleitt eini dagurinn sem mig hlakkar til að vinna í vikunni því að hann er síðastur og það er hægt að skipuleggja helgar dagana með vinunum. Þeir eru nú ekki margir þessa daganna því að flestir þeirra hafa fest ráð sitt þannig að þeir eiga erfitt að rífa sig lausa um helgar til að hitta mig. Enda kannski ekki skrýtið, ég áfellist þá ekki því ég myndi sennilega ekki vera neitt betri ef ég yrði ástfanginn. Ég lýt á klukkuna, það eru enn fimmmínótur í að hundraðogellefan komi og ég er einn í skílinu. Í miðjum hugleiðingum mínum um það hvort ég eigi að kaupa Thule eða Carlsberg bjór kemur hún aðvífandi og axlarsíða hárið hennar bærist örlítið í vindinum. Ég hef aldrei séð hana áður, kannski er hún nýflutt í hverfið. Ég passa mig á því að stara ekki, heldur horfi niður í stéttina en gjói þó augunum til hennar reglulega. Í eitt skiptið mættast augu okkar og hún brosir. Ég fer hjá mér og hún byrjar að tala um veðrið. Alveg ótrúlegt með okkur Íslendinga, í stað þess að leyfa bara vandræðalegu þögninni að lifa þá tölum við um veðrið. Mér gengur illa að svara, stama bara upp já-i og aha-i og öðrum stuttum svörum, þó að mér finnist sem sólin sé að brjóta sér leið gegnum skýin. Hún hættir að tala við mig og ég held áfram að horfa á stéttina. Reyni að mana mig upp í að segja eitthvað við hana en það hefur aldrei verið mín sterka hlið að tala við kvennfólk þannig að ég leyfi bara þögninni að hljóma. Í huga mínum fer ég samt til hennar. Ég kynni mig of spyr hana um nafn, segist ekki hafa séð hana áður og hvort hún sé nýflutt í hverfið. Hún spyr mig hvað ég geri og ég segi henni það um leið og ég kem með skemmtilegan brandara sem tengist vinnu minni og hún hlær og brosir meira en þegar hún heilsaði mér fyrst. Við eigum bara helvíti vel saman. Eigum meira að segja afmæli í sama mánuðinum. Hundraðogellefan er komin og stoppar beint fyrir framan hana. Hún hoppar inn og ég strax á eftir hún sest nokkuð framarlega í strætóin en ég næstum aftast. Mér finnst best að sitja þar sem fáir sjá mig en ég sé alla. Samtal okkar heldur áfram. Ég spyr hana hvað hún gerir og hún segist vinna í banka og að hún hafi áhuga á rokktónlist, fótbolta og að fara á pöbbina að drekka bjór með góðum vinum. Ok hljómar kannski of gott, segjum rokktónlist, friends og að fara á kaffihús með vinum, það hljómar mun líklegra. Sími hringir í miðjum vagninum þannig að hún snýr sér við og ég sé þessi ótrúlegu augu, augu sem eru svo blá og hrein að aðeins hjartahlý og umhyggjusöm kona getur átt þau. Ég hugsa með mér hversu gott það væri nú að vakna við hlið hennar á morgnanna ef á hverjum einasta degi myndi hún horfa á mig með þessum augum. Augu sem fyrirgefa og skilja allt. Hver veit, kannski var hún sú sem ég á að vera með til æviloka. Kannski er hún sú sem mig vantar í mitt líf til að breyta því, til þess að ég finn aftur til hamingjunar og ánægjunar sem ég hafði eitt sinn fundið. Kannski myndi hún vera akkúrat það sem mig vantar til þess að finnast ég jafningi vina minna, til þess að ég fengi að vera oftar með þegar pörin fara út og til þess að ég væri ekki jafn uppáþrengjandi þegar pörin og ég fara í bíó. Kannski var hún sú sem myndi breyta þessu. Hver veit nema þetta sé sönnást. Ég finn það bara núna að hjartað er byrjað að slá hraðar. Kannski ætti ég bara að mana mig upp í að fara til hennar og tala við hana. Ég má ekki missa af ástinni, ekki núna þegar hún er svona nálægt. Í sömu andrá nemur hundraðogellefan staðar fyrir utan kringluna og hún stekkur út að framan án þess að líta nokkurtíma við. Ég verð sár, var ég ekki meira virði en svo að hún gat ekki einusinni litið örlítið við áður en hún var á burt úr lífi mínu svo ég gæti séð þessi augu í síðasta sinn. En það er of seint. Ég er aftur orðin einn og það er aftur orðið þungbúið og hundraðogellefan heldur áfram að keyra mig burt úr lífi hennar, lífi okkar.