,,Hvar er derhúfan mín?” spyr Páll mömmu sína sem veit ekkert um bansettu derhúfuna sem Páll fékk gefins í Bílabúð Benna.
,,Palli minn, þú verður nú bara að leit að henni” segir mamma Páls.

Páll fer út og finnur derhúfuna í bakgarðinum. En það er einhvað við þessa derhúfu sem var ekki áður. Hún glitrar. Þetta hlýtur að vera galdrahúfa. Páll lætur hana á hausinn og færist úr stað í Mario land. En það er enginn Mario í Mario landi.
Megaman hefur tekið við Mario landi og skírt það Ómaria land.
Sama lagið er spilað í Ómaria landi allann daginn og það er auðvitað
,,ó María mig langar heim…”

Páll tölvufíkill verður að beita öllum sínum kröftum í að bjarga Mario. Hann byrjar að labba um og finnur Mario en það er einhvað vitlaust við hann. Já, auðvitað! Þessi Mario er ekki í þrívídd. Palli ákveður þá bara að ýta við honum þannig að hann dettur á hliðina.
,,Hey! Ég sé til þess að Nintendo fari í mál við þig bjáni” öskrar Mario ekki í þrívídd.

Palli heldur göngunni áfram og mætir þá Megaman á gangi með Iceman.
,,Þú bastarður, Megaman!” öskrar Palli á Megaman og kýlir hann og nær í hárþurrkuna sem hann geymir alltaf í vasanum sínum og blæs á Iceman sem bráðnar og skvettist á Megaman. Núna er Megaman óvirkur.

Palli tekur við völdum í Megaman landi og ræðir Mario í þrívídd í stöðu fjármálaráðherra.

Svo vaknar Palli rúminu sínu heima hjá sér. Æ, nei og skollinn þetta var þá allt saman draumur. Það gerir ekkert til því Palli fer hvort sem er bara í tölvuna.

Game over

Ég er ekki tölvufíkill, bara smá brjálæði!