Hann stendur á þakbrúninni, það er rigning. ´Hvað er ég að gera hér?` Hugsar hann með sjálfum sér, hann lítur á bréfsnifsi sem hann heldur í vinstri hönd sinni ´svarið er þarna`. Hann lítur yfir Breiðholtið, þar sem hann hefur búið allt sitt líf…sem nú er búið. Droparnir brátt hverfa og það byrjar að snjóa, loksins..jólasnjórinn, ´en það er of seint fyrir mig…`.
Hann tekur eitt skref nær brúninni og horfir niður, ´fólkið er allt svo smátt….getur ekki sært neinn` hugsar hann með sér og heldur dauðahaldi í bréfið. Sírenuvæl fyllir eyru hans, ´andskotinn….hver hringdi á lögregluna, þetta kemur þeim ekkert við!!` Hann lítur niður, lögreglumenn streyma út úr bílunum sínum og benda ákaft á hann. “Drullið ykkur í burtu! Þið eruð smáir og getið ekkert gert!”
En þeir heyra ekkert, vindurinn er of mikill. Hann lokar augunum og tárin brjótast fram, “Ég vona að þú sért ánægð!” Öskrar hann um leið og hann hleypur að brúninni með lokuð augu og hendir sér fram af.
Vindurinn grípur hann í þétt faðmlag, öskur heyrast, tárin flæða….´ætlar þessu aldrei að ljúka?`…Svo er ekkert, svart.
Fólk hleypur í átt að líkinu sem lenti í fósturstellingu á jörðinni, blóð er allstaðar. Lögreglumaður beygir sig niður og tekur eftir bréfinu sem enn er í lófa mannsins. Hann tekur það upp og les, „Ástin mín…ástæðan ert þú“. Hann leggur bréfið frá sér aftur í lófa mannsins….