Hann leit sljóum augum yfir herbergið. Augun stoppuðu stutta stund við gamlan pizzakassa en mundi ekki síðan hvenær hann var.
Hann leysti snúruna af upphandleggnum og lagðist á bakið á gólfið. Kikkið var ekki eins og síðast, það var minna og samt var þetta sami skammturinn.
Í því kom hún inn, hún var illa klædd þó að frostið væri, hárið allt klesst og dökkir baugar undir augunum, hún bar lífernið utan á sér. Hún leit á hann og brosti dauft, gekk þar næst inn í samliggjandi eldhús og lér nokkra þúsund kalla í krukku, það voru húsaleigupeningar. Restinni stakk hún í vasann á kápunni og gekk út. Hún kom aftur eftir eftir hálftíma og þegar hún settist hjá honum sá hann að hún var öll út í sárum, hann vissi að þau væru eftir einn kúnnann hennar. Sá var vanur að binda hana og lemja en borgaði vel fyrir og hún gerði næstum hvað sem er fyrir peningana núna.
Hún teygði sig í snúruna, skeið, kerti og sprautu. Svo batt hún snúruna utan um handlegginn og sturtaði hvítu dufti í skeiðina og hitaði yfir kertinu. Þegar það var komið í fljótandi form dró hún það upp í sprautuna og stakk nálinni á kaf í olnbogabótina. Tilfinningin kom strax og sprautan féll á gólfið.
Hann stóð upp og fór í sturtu. Hann söng alltaf í sturtu og hún heyrði að núna söng hann lög eftir Bubba. Hann var í mikklu uppáhaldi hjá honum.
Þegar hann kom fram sá hann hana liggja á gólfinu með hvíta froðu í munnvikunum og brostin augun störðu upp í loftið. Hann fann að hún var ennþá í herberginu þó hún væri ekki lengur í líkamanum og raulaði Afgan meðan hann þreif hana og hringdi á sjúkrabíl. Svo gekk hann út og fylgdist með úr fjarlægð þega mennirnir báru hana burt. Hann fann ekki til sorgar, bara léttis. Svo rölti hann leið sína áfram.