Það var fimmtudagur og sólin var hátt á lofti í júní mánuði.
Laufey var ung, með ljóst hár og blá augu, var ánægð með sig og var yfirleitt í sólskinsskapi og ekki annað hægt á svona góðum degi um mitt sumar.
Í dag ætlaði hún að ganga eftir Laugarveginum en hún fór nú samt oftar í Kringluna eða Smáralindina en nennti ekki að vera inni í þessu góða veðri.
Þarna gekk hún inn í Sautján í leit af einhverjum fötum til að fara á djammið með vinkonum sínum en þær ætluðu að fara til Kaupmannahafnar seinna í mánuðinum.
Eftir einhvern tíma gekk Laufey út búin að fá sér eitthvað en hélt þú leit sinni áfram, hún ætlaði sko ekki að taka með sér bara eitt nýtt dress.
Hún rölti núna áfram laugarveginn og þegar hún var búin að ganga úr einni búð í aðra og komin með nokkuð marga poka nennti hún ekki að halda áfram enda gat hún ekki borið fleiri poka.
Hún gekk því af stað að bílnum sínum en sá hún þá aftan á einhvern strák og fannst henni hann geta verið um 20 og alveg örugglega alveg geggjað sætur strákur og hún ætlaði ekki að missa af honum.
Hún rölti því með alla þessa poka áfram eftir honum.
Allt í einu fór þessi æðislegi strákur inn í nærfatabúð og var Laufey hálf hissa afhverju þessi strákur væri að fara að versla nærföt, kannski færi hann í kjóla á kvöldin eða væri að kaupa handa kærustunni sinni nærföt, það væri skárra. Nei guð ef hann á kærustu lít ég út eins og bjáni búin að elta hann út um allt.
Þótt þetta gæti verið klæðskiftingur eða hann ætti kærustu áhvað Laufey að fylgjast með og var hún mjög heppin því þessi strákur var einungis eitthvað að tala við konuna þarna og hún gæti nú ekki verið kærastan hans því hún var um 50, hugsanlega mamma hans. Þessi strákur gekk síðan aftur út úr búðinni og Laufey fylgdi fast á eftir og hugsaði, mig langar svo að sjá framan í þennan strák, að aftan var hann með doldið sítt en samt ekki svo,henni fannst það svo flott á strákum og hugsanlega var hann alveg ótrúlega myndarlegur í framan og fyndinn, allavega hló konan af honum í nærfataverlsuninni áðan.
Laufey var samt staðráðin í að gana ekki bara í burtu hún var búin að ganga heilmikið með fullt fang af pokum til að sjá hann og hugsanlega spurja hvort hann nennti í bíó eða eitthvað.
Hún áhvað samt á lokum að spurja hvort hann vissi hvar einhver búð væri til að geta séð framan í hann.
“veistu hvar skarthúsið er?” kallaði Laufey og strákurinn snéri sér við og spurði “ertu búin að elta mig svona lengi bara til að spurja af þessu?”. Guð minn góður þetta var engin strákur og þetta var engin karlmannsrödd þetta var kona á besta aldri með blíða rödd. Laufey skammaðist sín alveg hræðilega mikið og gekk í burtu.

Kv. Hallat