En hún var með smá samviskubit vegna Gumma. Hann hafði jú, reynt að gera sitt besta gagnvart henni. En það var bara allt orðið svo grátt og hversdagslegt í kringum þau. Hún reyndi að loka á þessar hugsanir, reyndi að finna upp alla þá galla sem hún gat á Gumma til þess að reyna að réttlæta það sem hún hafði gert. Hann gat nú verið svo kuldalegur við hana, gat verið ótillitsamur og sýndi henni stundum enga athygli. Hvernig gat það annað en gerst að hún leitaði annað? Það var ekki endalaust nóg bara að daðra, það dofnaði líka og hætti að vera spennandi. Hún hafði lengi notað daðrið til þess að auka spennuna í lífi sínu, og Gummi vissi það alveg. Þetta var bara hennar eðli. Þannig var málið.
En hann Þráinn…..hann var draumur. Ja, nema fyrir utan það að hann var giftur. En greinilega ekki hamingjusamlega. Hann hafði sagt henni að hann hengi bara í þessu hjónabandi vegna barnanna. Þannig var nú það. Og hann var farsæll í starfi, bjó við fjárhagslegt öryggi, fyrir utan það að vera alveg bráð greindur. Hvernig var hægt annað en að falla fyrir honum? Hún hafði jú alveg kolfallið fyrir Gumma á sínum tíma, en uppá síðkastið hafði samband þeirra bara verið orðið vanalegt og hreint út sagt óspennandi!! En svona var það nú. Þau voru líka mjög ólík, en eins og hún hafði oft hugsað áður, þá elskaði hún hann….en það var samt eitthvað sem vantaði. Kanski, nei, hún vissi ekki hvað það var. Þau höfðu bara á einhvern hátt byrjað að fjarlægjast hvort annað og það hafði myndast þetta bil á milli þeirra. Samt vissi hún alveg að hann elskaði hana og hún elsaði hann. Þetta var allt saman bara svo skrítið.
En hann Þráinn…hann var svo yndislegur! Hann hafði gjörsamlega svipt undan henni fótunum. Hún hlakkaði svo til þess að hitta hann um kvöldið. Vesalings Gummi, hann hélt að hún væri að fara út að borða með stelpunum úr saumaklúbbnum…aftur!!! Æi, ekki vera að hugsa um þetta! Þau höfðu farið nokkrum sinnum út að borða saman, reyndar á veitingastaði þar sem ekki var mikið um margmenni, því þetta mátti auðvitað ekki komast upp. Sem betur fer var þetta auðvelt hans vegna, þar sem hann gat sagst vera að borða með einhverri viðskiptakonu! En auðvitað mundi þetta ekkert fattast! Þau pössuðu sig svo vel, líka þegar þau voru að læðast burtu frá hvort öðru um miðja nótt, hvort sem það var frá skrifstofunni hans, heimilinu, þegar konan var ekki heima eða einhverju hótelherberginu. Oh, svo skreið hún uppí rúm til Gumma….Hrikalega gat hún verið ógeðsleg!
Ekki meir um það. Hann var nú stundum svo kuldalegur við hana. Eins og þarna á tímabili þegar hún var alltaf að reyna að koma af stað einhverri rómantík á milli þeirra, hafði kanski lagt sig alla fram við að undirbúa rómantískan kvöldverð ásamt einhverju öðru og hann hafði bara ekki sýnt því áhuga. Vinur hans hafði hringt, og því miður, ekkert rómantískt í kvöld! Eða þegar hann tók ekki einusinni eftir nýju sexý undirfötunum sem hún hafði keypt! Vá, það var nú ekki nema von að hún leitaði eitthvert annað! Við hverju var eiginlega að búast? …..