Þetta er kannski soldið barnalega saga en ég sendi hana samt inn!


Helena var mjög óvenjuleg stúlka, engri annari lík. Brosið var geislandi, hláturinn kitlandi og augun blá og tær. Allir sem hittu hana hrifust af rauðu, hrokknu hárinu og þessari kæti sem hún bar með sér hvert sem hún fór. Hún og besta vinkona hennar, Marta voru að kveðjast á flugvellinum.
- Ætli ég lifi þetta sumar af án þín?
- Þú gerir það, ekki hafa neinar áhyggjur!
- Veistu, þetta verður fyrsta sumarið sem við verðum ekki saman…
- Ég veit, ætli við verðum ekki hálf bjargarlausar!
- A.m.k. ég..
- Svona Marta, ég vil ekki skilja þig eftir með súran svip.
- Þú verður það nú samt.
Það mikilvægasta (fyrir utan fjölskylduna) í lífi 13 ára stelpu er vinkonan. Ef hún fer, hver veit hvað gerist? En það var einmitt það sem var um það bil að gerast. Helena var að fara burt. “Í sveit í Eyjafirði” sagði mamma hennar. Þar sem borgarmengunin víkur fyrir sveitaloftinu. Marta var alveg að bresta í grát. Ekkert er verra en að sjá á bak vinkonu sinni vitandi að maður á ekki eftir að sjá hana allt sumarið.
- Lofaru að koma aftur?
- Auðvitað geri ég það! Ég á heima hér, hjá þér!
- Ég veit…
Eftir nokkur “Bæbæ” og “Æ lov jú” gekk Helena af stað. Hún hafði aldrei komið í sveit, einu alvöru húsdýrin sem hún hafði séð voru dýrin í húsdýragarðinum. Fjós og hesthús kannaðist hún ekkert við. Mamma Helenu -Júlía- beið eftir Helenu í fluvélinni.
- Ég var farin að halda að þú kæmir ekkert! Amma þín kemur og sækir okkur á flugvöllinn.
- Uhumm… heyrðist frá Helenu
- Ég hef á tilfinningunni að þú hlakkir ekkert til..
- Og það myndi vera rétt hjá þér.
- Láttu ekki svona elskan mín, þetta verður allt í lagi!
- Já, kannski en af hverju þurfti ég að koma með? Hún sagði þetta með dapurlegum tón frekar en kvikindislegum.
- Vegna þess að þú hefur gott af því!
- Gott af hverju? Kúaskít og hænsnadriti?
- Það er nú álitamál hvað er gott fyrir þig elskan mín.. sagði mamma hennar mæðulega.

Vélin lenti skömmu fyrir þrjú á flugvellinum á Akureyri. Mamma Helenu togaði hana út úr flugvélinni.
- En það er svo kalt! Kveinaði Helena.
- Auðvitað er kalt! Þetta er Akureyri, manstu?
- Uh, þetta verður versta sumar ever!
- Talaðu íslensku og hættu þessu voli! Sagði mamma hennar höst.
Helena var búin að gera sér mynd af Guðlaugu og jeppanum hennar í huganum. Amma hennar lítil og bústin með klút um höfuðið og með svuntu um mittið, í gúmmískóm og rósóttum kjól. Þegar hún steig út sá hún aðeins gamla konu í jogging galla og á íþróttskóm með stelpu á hennar reki sér við hlið.
- Júlla! Elskan mín! Hrópaði gamla konan.
- Mamma! kallaði mamma hennar Helenu glöð á móti.
Gamla konan ljómaði eins og sól í heiði og flýtti sér til þeirra. Stelpan elti hana feimnislega.
- Júlía mín! Ég sé að þú hefur tekið dömuna með þér í þetta skiptið?
- Já, einmitt! Mér datt í hug að hún þyrfti smá sveitaloft til að hressa andann!
- Já, því skal ég trúa! Þessir krakkar eru háðir þessu skyndimatar..
- Skyndibita. skaut Helena inní.
- Þú talar þá! Nú er ég svo aldeilis hlessa! Hún blikkaði Helenu.
Amma Guðleug talaði um vöfflur, Eirík afa, búskap, saumaskap og berjamó en hún kynnti ekki stelpuna
Þegar heim kom rauk amma strax inní eldhús, því að hún “þurfti” endilega að baka a.m.k. eina rjómatertu. Meðan amma bakaði sýndi stelpan þeim hvar Helena og Júlía ættu að sofa. Hún leiddi þær upp á efri hæðina og inní lítið herbergi með gardínum og hekluðum dúllum úti um allt. “Það eru rúmföt inní skápnum þarna” sagði stelpan og fór.
- En indæl stelpa.. sagði mamma Helenu og gekk af skápnum.
- Hún er skrýtin. svaraði Helena og settist í hægindastól sem var í einu horninu.
- Af hverju segir þú það?
- Hún segir varla neitt, amma hefur ekki einu sinni kynnt hana fyrir okkur og svo virðist hún bara hverfa!
- Svona nú, hún er bara feimin. Myndir þú ekki verða feimin ef að þú værir í vist úti í sveit og svo allt í einu birtist kona með stelpu með sér?
- Ég myndi verða ánægð, þá hefði ég einhvern til að leika við!
- Þú ert líka þannig, en hún er feimin.Reyndu a.m.k. að kynnast henni.
- Þá það, þá það..

Þegar þær komu niður var amma Guðlaug að sprauta rjóma á tertu sem var á stærð við fataskáp.”Fáið ykkur í svanginn elskurnar mínar!” sagði amma brosandi.
- Ja, maður fær ekki svona tertu á hverjum degi! Stundi Júlía ánægjulega þegar allir voru búnir að fá nægju sína.
Það segir þú sko satt! Það bakar enginn eins og hún mamma þín Júlla mín! svaraði amma Guðlaug stolt.
Um kvöldið þegar Guðlaug og Júlía drukku kaffi í stofunni sátu stelpurnar í sjónvarpsherberginu þegjandi. Loks ákvað Helena að taka af skarið.
- Hvaðan ertu? spurði hún feimnislega.
- Frá Reykjavík..en þú?
- Frá Reykjavík.
- Ég er úr Breiðholtinu.
- Er það? Ég líka! Hvers vegna hef ég ekki séð þig þar?
- Veit ekki…ég er nýflutt..
- Nú, hvað heitir þú?
- Hildur.
- Ég heiti Helena.
Þar með var ísinn brotinn, þær brostu báðar. Hildur var dökkhærð með brún augu og í meðallagi há. Þegar þær virtu hvor aðra fyrir sér sáu þær hvað þær voru ólíkar. Önnur með rautt hrokkið hár og blá augu, hin dökk á brún og brá.

Daginn eftir var sólskin og logn svo að Hildur og Helena ákváðu að fara í lítinn leiðangur. Þær báðu um leyfi til að fara aðeins innar í sveitina með nesti því að nóg var eftir af fataskápskökunni! Þær fóru af stað léttar í skapi og ætluðu að finna sér læk til að vaða í.
- Hafðir þú verið hérna lengi áður en ég kom?
- Nei ekkert svo. Kannski eina viku..
- Ertu ekki búin að eignast neina vini?
- Nei, bara dýrin! Það eru ekki margir krakkar hérna.
- Heyrðu…
- Hvað?
- Erum við frænkur?
- Ég veit það ekki…ég held að amma mín hafi verið systir ömmu Guðlaugar.
- Uh, mig svimar bara af því að hugsa um svona lagað! Sagði Helena og skellti uppúr.
- Hehe, ég skil hvað þú meinar. Þær tvær voru orðnar nokkuð góðar vinkonur og gerðu allt saman. Hildur og Júlía höfðu skiptum herbergi – Júlía í Hildar herbergi og Hildur til Helenu.

- Hvers vegna komst þú hingað?
- Hvers vegna? Hvað meinaru?
- Bara…vildir þú sjálf koma eða…?
- Mamma og pabbi sendu migþ Ég veit svosem af hverju.. sagði Hildur dapurlega.
- Nú? Af hverju?
- Mamma og pabbi eru að skilja. Þau halda að ég viti það ekki! Eins og ég heyri ekki öll rifrildin.
Helena horfði á vinkonu sína og vorkenndi henni, hún hafði aldrei séð pabba sinn, hún vissi ekki hvernig það var að eiga pabba svo að hún vissi ekki heldur hvað hún ætti að segja til að hugga Hildi.
- Ég hef aldrei séð pabba minn…ég veit ekki hverig það er að missa hann. Þú hefur þó bæði.
- Já, en það er ekki til neins ef þau eru ekki saman. Nú var Hildur komin með tár í augun. Henni þótti vænt um huggunarorð vinkonu sinnar en einhvernveginn skipti það engu hvað hver sagði, hún átti samt eftir að missa foreldra sína.
- Ég get lítið gert til að hugga þig Hildur, en ef þú þarft að tala við einhvern þá veistu að þú getur alltaf komið til mín. Hildur brosti dauflega og þakkaði Helenu fyrir. Helena sofnaði í þungum þönkum um kvöldið.

Um morguninn var Hildur í besta skapi og var þegar vöknuð þegar Helena brölti fram úr rúminu. “Mér fannst þú eiga skilið góðan morgunmat!” sagði hún með bros á vör. Á borðinu stóð kanna með appelsínusafa, mjólkurferna, vöfflur, kornflex, ristað brauð og kex. “Skóflaðu í þig matnum og svo förum við út!” sagði hún hressilega. Helena starði furðulostin og syfjuð á matinn á borðinu og sagði loks “Á ég að borða þetta allt?” “Nei, auðvitað ekki kjánaprik, bara það sem þú vilt!” sagði Hildur og skríkti “annars getur þú ekkert hlaupið!” “Hlaupið?” sagði Helena með fullan munninn.
Þegar Helena hafði vaknað almennilega og var komin úr náttfötunum dreif Hildur hana út og hljóp af stað með Helenu í eftirdragi.
- Hvert erum við að fara?! másaði Helena.
- Það er leyndó! kallaði Hildur aftur fyrir sig í stríðnislegum tón. Hín hægði á sér og settist í grasið.
- Þú ert ekki mikill hlaupari, er það nokkuð? Sagði Hildur glottandi.
- Nei, ekki strax eftir morgunmat! Stundi Helena þar sem hún stóð másandi og blásandi.
- Bíddu bara, þetta verður þess virði! sagði Helena og hljóp aftur af stað.

Þær hlupu uns þær komu að stórum kletti, þá sagði Hildur Helenu að fylgja sér. Þær klifruðu upp klettinn en það reyndist þeim auðvelt því að í klettinn voru mótaðar eins konar töppur. Þegar þær komu upp á klettinn gekk Hildur að gati í klettinum og klifraði niður. Helena hikaði örlítið við að fara niður í svarta holuna en þegar hún heyrði rödd vinkonu sinnar herti hún upp hugann og klöngraðist niður gatið. “Hún myndi aldrei teyma mig niður í holu ef hún vissi ekki hvað hún væri að gera.” hugsaði Helena taugaóstyrk.
- Ertu að koma?! kallaði Hildur óþolinmóð.
- Já! Þú getur ekki beðið eftir að sýna mér þetta er það nokkuð? sagði Helena og flissaði.
- Nei, alls ekki!
- Hvað er svona merkilegt? spurði Helena þgar hún komst loks niður. Hún var í helli. Helli inní klettinum! Útsýnið var stókostlegt! Það sást yfir allan fjörðinn og langt út á haf.
- Þetta…þetta er frábært! sagði Helena hrifin.
- Ég veit, ég uppgvötaði þennan helli annann daginn hérna! Þangað hef ég alltaf farið þegar ég hef “horfið” hún blikkaði Helenu.
- Varstu að hlusta? Helena roðnaði
- Nei, eða jú…kannski, ég vildi bara vita hvernig þið væruð..ertu reið við mig?
- Nei nei, það er ég sem á að biðjast afsökunar, ég þekkti þig ekkert og þess vegna hafði ég engann rétt til að segja þetta! Þær brostu báðar og tókust í hendur.
- Vinir?
- Já, alltaf vinir!
Þær sátu í hellinum stutta stund áður en þær fóru upp um gatið og héldu heim. Allir höfðu undrast um þær enda vöknuðu þær á undan öllum.
- Hvar voru þið eiginlega?? Spurði Júlía hissa.
- Leyndó! sögðu þær báðar í kór.