“Er heimurinn bara plat?”, spurði Jói litli pabba sinn með spyrjandi augnaráði. Pabbinn átti ekkert svar við svona djúphugsaðri spurningu að morgni dags og það hummaði í honum, þar sem hann sat við morgunverðarborðið með fyrsta kaffibollann og las Moggann. “Plat? Nei, það getur ekki verið”, svaraði hann bara og hélt áfram að lesa Moggann.
“En ef heimurinn er ekki plat, afhverju er allt fólkið alltaf að plata?”, spurði Jói litli og var enn meiri spyrjandi en áður. Pabbinn hafði verið að sökkva sér niður í fréttina um hæstaréttardóm sem öryrkjar unnu gegn ríkinu um að einhverjar bætur höfðu ranglega verið sviknar af þeim. “Plata? Hverjir eru að plata? Farðu nú að flýta þér að klára morgunmatinn og drífa þig í skólann.”, svaraði hann um hæl og fékk sér sopa af heitu kaffinu. Jói litli fékk sér síðustu skeiðina af kornflexinu og stóð upp frá borðinu, klæddi sig og kvaddi pabba sinn. Úti fyrir mætti honum kaldur veturinn og öllu undraveröldin sem hann þurfti að fá svar við. Hann barðist upp hála brekkuna í átt að skólanum og sá hvar pabbi sinn ók fína jeppanum sínum á leið í vinnuna sína.