Þegar Gabríel kom til baka frá Strassburg, gekk hann aftur í starf sitt á sama sjúkrahúsi í Vín. EN nokkru síðar kallaði yfirlæknirinn hann á sinn fund.
,,Þegar á öllu er á botnin hvolft, minn gamli vinur,“ sagði yfirlæknirinn ,,þá ertu hvorki rithöfundur, heimspekingur né maður sem ber ábyrgð á örglögum hins nýja skipulags, heldur eru þér læknir og vísindamaður. Í nýju þjóðfélagskipulagi lækna og vísindamanna ættir hver að una vel við slíkt hlutskipti. ÉG vil helst ekki missa þig, og er tilbúin til að gera allt sem í valdi mínu stendur til þess að halda þér. En þá verðurðu að taka aftur fullyrðingar þínar. Hversu miklu máli skipta þær þig?”
,,Svona þér að segja,“ sagði Gabríel með ófarirnar og hinjn stóra misskilning í huga, ,,skiptir fátt mig minna máli.”
,,Þú veist hvað er í húfi, er það ekki“ spurði yfirlæknirinn ámátlegur, því sem næst skelfdur á svip við tilhugsunina.
,,Það veit ég mæta vel.” sagði Gabríel stuttur í spuna.
Þegar yfirlæknirinn ansaði honum ekki meira, heldur mændi út í loftið utan við sig, brast eitthvað í Gabríeli. Hann sast niður hrærður og laut höfði.
,,Það er ómannlegt að ætlast það til af neinum manni að takast á við slíkar aðstæður, ofvaxnar manni“ hvíslaði Tómas nánast.
Yfirlæknirinn var farinn. Í staðinn sá Tómas, í fyrsta skipti í óhugnalegan langan tíma, Malchov; vin sinn. Hann titraði smávegins og leit á hann í leit að hjálp.
,,Það hefur æ oftar hvarlað að manni undanfarið hvers virði þetta allt sé? Þegar maður gerir sér grein fyrir því að þau öfl sem ráða í þessari veröld… allri tilverunni, eru svo miklu stærri en maður sjálfur að það er engin leið fyrir fólk að höndla þau. Það er engin leið fyrir jafnvel hið mesta ofurmenni að gera sér grein fyrir því í hvaða spili hann spilar… og hver spilar honum,” sagði yfirlæknirinn Machov, þessi ungi draumhugi, heimspekingurinn sem hafði hgusað stórt og vonað enn meira, þessi æskufélagi minn sem ég hafði margsinnis huggað þegar hann kom, svo miklu minni en ég, skælandi í átt til mín vegna þess að einhverjir voru sífellt að brjóta hann viðleitni hans til góðs aftur, ,,ég er löngu hættur að finna hvað gerir mig að mér, ég er löngu hættur að leita. ÉG er löngu hættur að vona…“
Hann hnígur niður á skrifborðið sitt.
,,Machov…” reyndi Gabríel að nálgast hann undrandi, ,,Machov, þetta er allt í lagi…“
Hann svaraði ekki einu sinni, enda ekki svara vert, hljóðlátar ekkasogöldur risu eftir hyggnum á honum.
,,Þetta er hætt að snúast um mitt mannorð í úrkynjuð samfélagi eða þitt. Þetta er farið, og var löngu farið, að snúast um grundvallaratriði, hvað er rétt og hvað er rangt.”
Machov hljóðnaði;
,,Það eru engin grundvallaratriði til staðar Gabríel minn, þetta er allt tilbúningur.“
Hann var smá saman að færast aftur yfir í sitt eðlilegt horf. Eftir að hafa kyngt kökknum í hálsinu og náð aftur stjórn á svipbrigðum sína tók yfirlæknirinn til máls;
,,Þér er hér með vísað frá störfum, herra Gabríel, það er einlægur vilji vísindaráðsins.”
Dolfallinn missir Gabríel andlitið og horfir í forundran á hann.
,,Og við því má bæta að samkvæmt tilskipun prófessors Vista Gribbin máttu búast við því á næstu dögum að vera sendur í Grundvík betrunarbúðirnar," sagði yfirlæknirinn röggsamur, algerlega tilfinningalaus.

Eins og óður maður flúði Gabríel út úr herberginu. Eitthvað burt, ekki heim, ekki inni í borgina. Heldur eitthvert þangað, þar sem hann yrði holpinn. Einhverstaðar inn í annarri veröld.
Með þessum síðasta greiða Machovs lauk ævilöngu vináttusambandi Gabríelar og Machovs án nokkurra kveðja einu sinni.