Prologus…

Ætlaði aldrei að sétja þessa sögu á huga, en ég verða að taka odd af mínu oflæti og láta hana hér fara.

Ég sé þessa sögu fyrir mér sem barnabók með myndum og sem teiknimynd og sé ég hana skýrt í huga mér. Ég sá hana svo skýrt í huga mér að ég hélt fyrst að hún væri minning og ég ætlaði að íta henni frá mér. En ég gat ekki hætt að hugsa um tíman svo ég skrifaði söguna. Ég vann að henni og gaf mér minn tíma. Ég tók mikilvægar ákvarðanir um framgang hennar og vatt hana fram. Og ég upplifði innra með sjálfum mér part af sögunni og eitt sinn fannst mér ég vera tíminn. Ég get ekki sagt að þessi saga sé einungis mín. Því aðeins tíminn getur átt sögu sem þessa og er ég því aðeins verkfæri hans, en mér er heimilt að þyggja fyrir hana verkamannslaun verði myndin gerð. En annars á allur afrakstur fyrir utan hófleg laun mín að renna til góðgerðamála hjálparstofnunar kirkjunnar og þá aðeins til innanlandsmála. Við ættum ekki að hjálpa nauðstöddum erlendis ef við sinnum ekki þeim sem eiga við sárta að binda hér heima. Það ætti að byrja þar.
Það að ætla að sinna eymd annara þjóða meðin eymdin nær að vaxa heima fyrir er ekki rétt. Höfundarlaun fyrir barnabókina, renni þó óskipt til mín. Möguleikar sögu þessarar eru nær ótakmarkaðir, nær hún yfir öll landamæri því í henni eru öngvinn trúar kredda. Aðeins er sá boðskapur fram borinn að allt taki tíma og krefjist af manni þolinmæði. Og skiptir þá engu í hvaða heimshluta menneskjan er eða hvað trúarbrögð hún hefur sem fær að heira hana.

Ég hef nú gefið þessa sögu út á Ljod.is. Þú ert væntanlega að lesa þetta vegna þess að þú ert þar að gramsa í ljóðum. Það má fín pússa þessa sögu til hvað orðalag varðar en hún er fullkomin hvað söguna sjálfa varðar. Finnst mér. Sértu með sambönd við útgefendur og finnst sagan góð láttu þá hann/hana endilega lesa hana og hafa samband við mig ég er í símaskránni undir vesturlandi. Þetta er mín fyrsta saga en ég hef trú á henni og ég tel að hún eigi góða möguleika. Miðað við einar áskell o.s.frv. Auk þess hafa foreldrar gott af sögu sem þessari. Höfundur. (Öddi)



























Tímarnir tveir.
(Stolinn saga af tímanum)


Sviðið er Egyptaland fyrir skeið pírarmítanna í þorpi ættar einnar þar sem hið fullkomna samfélag hefur myndast. Allir hafa jafnan rétt og eru jafnir að manngildi.
Allir geta gert allt en hver fer þá braut sem tíminn leggur. (Þar er ekki þetta áreiti sem við þekkjum svo vel í dag.) Breita má þeirri setningu sem er hér innansviga ef tíðarandinn breytist og áreiti minnkar. Eða hafa má þessa línu sem valkost fyrir foreldra sem lesa börnum sínum þessa sögu. Hún má alveg missasig en samkvæmst mínum veruleika er hún nauðsinleg því áreiti heimsinns hefur verið mér erfitt og nánast gengið frá mér. Höfundur.

Í þorpi þessu býr tíminn. Hann hefur ekkert annað að starfa en það að vera tíminn.
Hann gengur um gólf fram og til baka, klæddur í kufl. Tikk, takk. Tikk, takk.
Það má aldrei trufla tímann. Og enginn getur orðið tíminn nema tíminn og tíminn er eilífur. Hann er góður og lætur allt gerast.
Hann klappar stundum strákssnáðum á kollinn er hann sækir sér brauð og annan mat.

Auðn ein mikill umlykur þorpið. Í henni eru vatnsból og litlar lendur fyrir sauði.
Hirðingi úr þorpi tímans finnur dag einn í henni barn í reifum.
Hvur á þetta barn og hvaðan er það komið spyr hirðinginn sig.
Það er óra tími í næsta þorp.
Hann tekur barnið með sér til þorpsins.

Þorpsbúar ákveða að taka barnið að sér og ala það upp sem eitt af sínum eigin.
Í ljós kemur að barnið er bæði gáfað og hæfileikaríkt.
Það byrjar strax að babla á tungumáli þorpsbúa.
Það verður draumur allra þeirra og tíminn er góður við það.
Það getur orðið allt nema tíminn.
Því er kennt að það meigi aldrei trufla tímann.

Tíminn líður og barnið lærir af þorpsbúum á lífið og einn dag er barnið spurt hvað það vilji vera þegar það er orðið stórt.
Barnið segist vilja vera tíminn, það er svo hrifið af tímanum.
Allir þorpsbúar telja það vera barnalegt og sætt.
Sko það vill verða tíminn segja allir og brosa.
Ár líða án þess að þorpsbúar hugsi um það.

En einn dag fer barnið til tímans og tekur í kuflinn hans og spyr hvort hann vilji ekki kenna sér að vera tíminn! Öll lögmál hristast og skjálfa og tíminn hrekkur við og hann horfir óttasleginn á barnið. Hann er svo viðkvæmur. Nokkrir þorpsbúar hlaupa til og sækja barnið, taka það í burtu frá tímanum. Allir aðrir eru skelfdir eins og tíminn. Hvað var barnið að gera? Allir telja að nú sé í fyrsta skipti sem nokkur man eftir komið ótt barn í heiminn. Þorpsbúar þeir sem tala við barnið segja því aftur að aldrei megi trufla tímann, ALDREI.



Allt hefur sinn gang og tímin líður en svar og framkoma barnsins hefur sáð fræi í hjörtum þorpsbúa og dag einn ákveða þeir að spyrja barnið aftur hvað það vilji vera þegar það er orðið stórt. Annars hefðu þau látið tímann um sitt. Aftur segist barnið vilja vera tíminn, þegar það er orðið stórt.
Það er uppnám í þorpinu.
Barnið getur ekki, má ekki vera tíminn.
Hvernig á heimurinn að geta virkað almennilega ef í honum eru tveir tímar?
Hvor yrði réttur? Yrðu þeir eins? Á hvorum ætti að taka mark á? Öll lögmál heimsins myndu hrynja ef í honum yrðu tveir tímar!

Svo þorpsbúar taka upp á því að senda barnið í burtu til næsta þorps.
Þar býr höfðingi og menn geta verið höfðingjar.
Allri þar eru góðir við barnið. En höfðinginn er óöruggur um sig vegna návistar barnsins sem er að verða stálpað. En barnið vill ekki vera höfðingi.
Og einn dag er það horfið. Engin veit hvert það fór.
Þorpsbúar leituðu að barninu vítt og breitt um auðnina en funndu það ekki.

Svo birtist það einn dag aftur í þorpi tímans og er orðið af unglingi og það segist vera nýi tíminn. Skelfing grípur um sig í þorpinu. Heimurinn ruglast, jörðinn hristist, fossar renna uppí móti og gamla tímanum fipast, lögmálin ætla að hrynja en nýi tíminn grípur þau og tekur við.Hvað gera þorpsbúar nú? Þau elska gamla tímann og geta ekki sætt sig við hinn nýja. Hann getur ekki verið góður, eða hvað? Þau hafa haft sama tímann frá upphafi og kunna ekki á nýja tímann. Þau huga að gamla tímanum og sjá að hann er veikur.

Þorpsbúar gefa ekki upp vonina á gamla tímanum, þau trúa á hann.
Því flytja allir burt úr þorpinu og skilja nýja tímann eftir í því.
Þau hjúkra gamla tímanum og hann gefur sjálfur ekki upp vonina.
Og allir vita að allt er hægt með tíma og þolinmæði.
Þorpsbúar taka sig til og hugsa sig aftur til gamla tímans og yfir gefa heim nýja tímans hægt og hægt þar til að gamli tímin ríkir aftur hjá þeim…


Endir


Tíminn og Örn Úlriksson… Desember 2002…