Hún hætti að pikka og starði á tölvuskjáinn. Hvert var hún komin? Hvað hafði hún verið að hugsa? Hún var búinn að vera að pikka inn þennan texta sem stóð á blaðinu, en var einhversstaðar langt, langt í burtu í huganum. Vá! Hvert var hún eiginlega komin? Æ, þessir dagdraumar hennar. Ef hún gæti nú bara látið þá rætast. Það væri munur. Þetta var orðið svo slæmt að hún hreinlega var farin að detta út stundum. Og þá sérstaklega núna þar sem hann átti hug hennar allan….
Æ, hún mátti ekki vera að hugsa um þetta. Hann var giftur, átti barn og allt. Svo var hann líka bara svo miklu eldri en hún. Eða, ekki kanski miklu eldri, bara 14 árum! Hvað var hún eiginlega að spá!! Og hún með sinn kall, búin að vera í sambúð í 7 ár. Reyndar ógift og barnlaus, en samt. Oh, hún gat bara ekki hætt að hugsa um hann. Alveg síðan hún hafði hitt hann, hafði hún verið dolfallin. Og þessar leynilegu símhringingar og leynifundir voru alveg að fara með hana á taugum. Hvað ef Gummi mundi nú komast að þessu? Hvað mundi þá gerast? Hún vildi alls ekki missa hann, ég meina hún elskaði hann og allt, en æ, hún var ekki viss. Hún var ekki tilbúin til þess að hlaupa úr sambandinu, og svo var Þráinn líka giftur og ekkert á leiðinni að skilja. Þetta var í raun vonlaus staða, þannig að tilhvers að vera að fórna öllu. Bara miklu betra að pukrast smá með þetta, því það mundi nú sennilega ekki vara að eilífu. Oh, hún gat verið svo mikill daðrari!! En málið var bara, hún var ekkert svo allt of hamingjusöm með Gumma. Það var bara málið. Jú, jú, hún elskaði hann og allt það, en samt var eitthvað sem vantaði uppá. Hún var samt ekki tilbúin til þess að sleppa honum, og í rauninni þorði hún því ekki. Hún var hrædd um að hafa ekki þetta öryggi sem hann veitti henni. Og svo var hún ekki nógu tekjuhá til þess að geta staðið á eigin fótum. Eða hún óttaðist það að minnsta kosti. Þessi ritarastaða var nú ekkert allt of vel borguð. Þá var bara að reyna að lífga uppá tilverunna á einhvern annan hátt, eins og að fá smá kitl í magann með Þráinn, eða einhverjum öðrum ef því var að skipta! Nei, nú var það bara Þráinn sem hún hugsaði um. Gat ekki beðið eftir því að sleppa út um kvöldið til þess að geta hitt hann. Hvað ef hún hefði ekki verið að aðstoða þarna á fundinum? Þá hefði hún aldrei hitt hann. Þá væri tilvera hennar bara jafn grámygluleg og áður. En núna var eitthvað sem kveikti í henni, einhver spenna í gangi! Mmmm, já! Það hafði meira að segja batnað á milli hennar og Gumma! Hún hafði verið miklu þolinmóðari á hann, og jafnvel notið kynlífsins betur með honum. Þannig að þetta var í rauninni að gera gott, þó svo að hún vissi alveg að þetta væri rangt. En allt slæmt leiðir af sér eitthvað gott…eða var það ekki þannig?
Hún hugsaði um hann, þennan háa, myndarlega mann sem var svo dökkur yfirlitum. Minnti hana helst á einhvern mafíuforingja eða eitthvað. Svona rosalega sexý, með þvílíkan þokka. Þegar hún hafði séða hann þarna á fundinum, þá höfðu augu þeirra mæst og hún fann það strax að það var eitthvað að gerast. Eitthvað sem hún gat ekki skýrt út, einhvert ólýsanlegt aðdráttarafl sem var á milli þeirra. Hún fann það, hann fann það. Án þess að hún hafði nokkra hugmynd um manninn, og meira að segja án þess að þau höfðu skipst á neinum orðum höfðu þau rokið á hvort annað…Og þvílíkt og annað eins! Vá! Hún hafði aldrei upplifað neitt þessu líkt!! Það var eins gott að hann hafði verið síðastur að fara af fundinum, eins gott að þessi kona sem hafði verið næst síðust drullaði sér loksins og eins gott að allir aðrir voru farnir. Löngunin var slík að ekkert hefði getað komið í veg fyrir hana. Þvílík færni sem maðurinn bjó yfir, þvílíkur líkami, þvílíkar snertingar. Hún hafði verið í alsælu marga daga eftir þessi ástríðufullu atlot inní fundarherberginu. Og svo þegar hann hafði hringt, og vildi fá að hitta hana aftur! Það skipti engu máli þótt hann væri giftur. Hún vildi fá eins mikið af honum og hægt var, þó svo að hún gæti ekki fengið hann allann……