Söguþráðurinn er eftirfarandi:
Sagan byrjar í skítugum kjallara, sem notaður fyrir “hálf löglegar” yfirheyrslur af sérstökum ransóknarlögreglum. Þar situr aðalsöguhetjan bundinn og segjir söguna þannig.
Hann er vel menntaður (innskot: hann er með einhverja gráðu í sögu) maður og búið á sama stað alla sína æfi og frá bernsku og hefur hann horft á umhverfi sitt hægt og bítandi verða að algeru helvíti. Hverfið hans var mjög virðulegt og hreint en varð að sóðabæli og slömmi ,það sama er satt um heiminn eins og hann leggur sig . Þetta gerist í nálægri framtíð. Stríð eru eiginlega ekki til lengur nema kannski í Búrkínafasó eða einhverjum smá ríkjum í Afríku. Fyrirtæki eiga allt. Fólk hefur ekkert að berjast fyrir nema að koma sér áfram. Spilling er alríkjandi, þingmenn fara á kaupum og sölum þeirra ríku, þeir setja og fella þau lög sem þeim er sagt að gera, af “eigendum sínum”. (hálgerður cyperpunk heimur mínus cyper-ið). Þetta þykkir orðið venja. Fréttamenn reyna að gera verðru út af því að háttsettir menn finnast með eiturlyf eða ríðandi 12 ára stelpum og fólk sem sem stendur upp og segjir eitthvað til þess að mótmæla einfaldlega hverfur, en öllum er sama.
Hvað er verið gera við söguhetjuna í þessu herbergi? Síðastliðinn 6 ár hefur verið ósýnilegt stríð í gangi sem hefur hrellt allan heiminn og sameinað í baráttu gegn ógnarvaldi sem einginn getur gert neitt í og einginn virðist vera á bakvið, nema einhverjir nokkrir menn sem virðast geta verið allstaða og hvergi. Söguhetjan er náttúrlega forsprakki þessarar grúppu. Þetta byrjaði á hugmynd og spjalli nokkura manna ( kyn þeirra er ekki vitað) á netinu. Aðal söguhetjan og sex aðrir hittast alltaf á laugardögum á netinu og ræða saman, það eru allaf með einhver thema í hvert skipti. Þeir hafa aldrey hist í persónu. Eitt skiptið er themað gróusögur, því fjórir þeirra vinna í frétta geiranum (inn skot: a.s.h. vinnur sem kennari og það gerir einn annar hin sjöundi vinnur sem forritari ) samtalið byrjar á því að þeir/þau skiptast að gróusögum sem hafa verið sagaðar um þau eða þau hafa sagt um aðra, en leiðist fljótt út í það hvort að gróusögur gætu verið að því góða ( innskot: einn þeirra er mjög á því að þær geti verið það út af sögu sem var sögð um hann varð hann mjög vinsæll hjá hinu kyninnu ) þannig að þau ákveða að gera tilraun (innskot: ég er ekki búinn að ákveða hún verður) en hún heppnast með eindæmum vel. Næsta laugardag hittast þau aftur og eru mjög ánægð með útkomuna ákveða að allir eiga að koma með hugmynd á hverju laugardags kvöldi, allir samþykkja þetta. ( sagan flýgur áfram ) Sex mánuðum seinna eru þau ennþá að og finnst allt saman takast mjög vel en vilja gera meiri og stæri hluti, þar fæðist hugmyndinn um ósýnilega óvinnin ( innskot: umræða þeirra þetta skiptið er um það hvað manneskjan þrífst best þegar hún á óvin og hvað allir verða samheldnir og góðir við hvorn annan þegar þeir eru að berjast gegn sameiginlegum óvin) Þannig að þau “búa til“ öfga hriðjuverka hóp, ( kalla sig Hinir bölvuðu eða The curst ) planið er að taka heiðurinn fyrir allskonar morð og skemmdar verk í nafni gereyðnigar. Stefnuskrá hinna bölvuðu er að drepa allt og alla sem ekki eru í þessum hóp og byrja heiminn upp á nýtt þegar búið er að eyða “hinum spiltu”. Í fyrstu gengur þetta illa, en síðan er spilltur pólutíkus myrtur þau hopp á það og semja yfirlýsingu og einn af fréttamönunum sér til þess að hún komist í útsendingu (innskot: yfirlýsingin er skrifuð þannig að hópurinn segist vera mjög leiður yfir því að hann skuli vera að gera þetta en það sé bara ekki til nein önnur leið sem sé eftir að virka, Núverand heimur verði að deyja til þess að hinn nýji geti orðið) . Viðbrögðinn eru ekki mjög sterk en samt nokkur, það er tekið eftir þeim og yfirlýsingum þeirra fjölgar. Þau fara að taka á sig alskonar hluti sem gerast erlendis og innan lands ( öll “merkileg”morð, skemdarverk, mannhvörf o.s.frv.) hægt og rólega verður mikil umdeila um þetta fyrirbæri, almenningur er skít hræddur og heimtar að ríkisstjórnin geri eitthvað í málunum. Þetta samhvæmt sögumanni er eitt af stærstu skrefunum í átt að betri heim, ríkisstjórinni fer í hálfgert pat, (þeir eru ekki vanir því að almenningur skipti sér af því hvað þeir gera). En þrýstingur frá svona mörgum er ekki hægt að bæla niður ( Innskot: Fólkið er að opna augun fyrir að það býr ekki í góðum heimi og geta nú kennt einhverjum um, en ekki bara yft öxum og sagt svona er bara heimurinn og heimta nú að þeirra kostnu fulltrúar, sem einhver ríkisbubbi er búinn að kaupa, geri eitthvað í málunum.) í fyrstu henda pólutíkusar bara orðum í múginn, en það dugar skammt ,ólætinn stig magnast, alskonar “virdóar” koma fram á sviðsljósið og segjast vera í þessum samtökum, en hópurinn neita því alfarið og segja að maður í samtökunum mundi aldrey viðurkenna að hann væri í þeim og mundi aldrey láta ná sér lifandi. Nýtt kosningar tímabil kemur og fyrstu heiðarlegu þingmenn í langan tíma eru kostnir menn með hugsjón og það að markmiði að uppræta HB (hinum bölvuðu), þeir eru samt í mikklum minni hluta, samt góð byrjun samhvæmt sögumanni. HB heldur áfram að taka á sig alskonar óverknað þar ámeðal eru þeir byrjaðir að taka á sig morð á saklausu fólki ( byrjuð að taka á sig allan óverknað sem er ) ( innskot: Einum af hópnum sem er fréttamaður er “rænt” og verður að rödd HB, senda út videó upptökur af honum að lesa yfirlýsingar HB ) Tíminn líður og Heiðarlegur stjórnmála mennirnir ná því gegn að lögreglan fær meiri ahald og peninga til þess að sinna sínum málum ástandið á götuni batnar aðeins. ( tími líður) annað kjörtímabil, fleiri af gömlu pólutíkusunum er fleygt út og nýjir og heiðalegir koma í þeirra stað ( innskot: Góðu þingmennirnir fara að koma upp um hina spilltu og láta reka þá einhverskonar flækja þar, hægt að bæta við morði á góðum gæja sem lætur allt springa) Sögumaður segjir frá því hvernig hverfið hans var farið að breytast hægt til batnaðar. HB er byrjað að geta tekið minna á sig, glæpi er byrjað að leysa og hinir seku dregnir fyrir rétt. Mikið átak gegn eiturlyfjum fer í gang og glæpum fækkar enn einnig hreinsunar átak og átak gegn fátækt og útigangs fólki fækkar niður í sama sem ekki neitt, enn fækar glæpum. Sérstök lögreglusveit hefur verið gerð sem hefur meiri völd en hin venjulegi lögreglumaður hefur ( innskot: til þess að verða einn af þessari elítu verður viðkomandi að vera með gráðu í lögfræði ) Þessu vel menntuðu og vel þjálfurðu menn eru í raun síðasti hlekkurinn. Samkvæmt sögu manni, því þessir menn eru þeir sem halda honum. Fyrir framan sig hefur sögu maður öll skjöl um hvað HB hefur gert ( sem er ekkert nema að ljúga að fólki, í mesta lagi skjalafals ) Sögu maðurinn sínir lögregluni síðustu yfirlýsingu HB þar sem þau uppljóstra öllu og benda fólki á það að það var það sem bætti heiminn, og að bæta því við að þau mundu með glöðu geði fara í fangelsi fyrir þær bætur sem hafa orðið á heiminum. Lögreglumennirnir segja satt að það séu ekki þeir sem ákveði það. Einn þeirra tekur myndbandið og segir (eitthvað nafn) fái þetta (það er þá leyninafn á einum í HB) Sagan endar á loka yfirlýsingunni þar sem sögumaður út skýrir fyrir almenningi hvað hafi gerst og sýnir fram á það að allt hafi batnað til muna og það sé upp á það komið að halda áfram, og það séu endalausir möguleikar á því að bæta heiminn og varar við því að láta heiminn ekki detta í sama far.

Vill endilega fá comment, áður en ég eiði meira púðri í söguna.