Þessi byrjun er búin að vera í heilanum á mér alveg óralengi…nú þarf ég heiðaleg svör á ég að hafa fyrir því að semja endi


Hún gat ekki alveg vitað hvað hún hafði gert rangt, hvar hún hafði misst stjórn á atburðarrásinni. Þetta var ekki það sem hún hafði átt von á. Hún gekk niður götuna á leiðinni heim og hugsaði um atburði liðinna daga, hvað hún hefði átt að gera öðruvísi og hvað hún ætti að gera núna.

Þetta byrjaði allt fyrr í vetur, þau voru svo hamingjusöm að þau gátu ekki séð neitt slæmt í aðsigi, himinnin var heiðblár. Svo komu allar athugasemdinar, þú ert ekki nóg og góð fyrir hann, hann á eftir að finna sér eitthverja flottari, með betri rass og eitthverja sem nöldrar aldrei í honum. Skil ekki hvað hann sér í þér, getur ekki haldið uppi samræðum, eldað eða tekið til. Ekkert sem hún gerði var nóg og gott, ekkert sem hún sagði eða hugsaði var nóg og sniðugt. Svo á endanum hætti hún að tala.

Hann skildi ekki hvað var í gangi, hann var hamingjusamur með þá fallegustu, frábærustu og skemmtilegustu stelpu nei konu sem hann hafði nokkur tíman kynnst. Hann skildi ekki afhverju hún var orðin svona hljóðlát, var ekki nóg og snöggur að sjá að eitthvað væri að. Það var ekki að því að honum þætti ekki vænt um hana, hann elskaði hana meira en nokkuð annað, hann einfaldlega sá það ekki. Kannsi er það af því að karlmenn eru ekki að velta sér upp úr hlutum eins og konur, þeir sjá sjalnast þessa galla sem þær velta sér upp úr, appelsínuhúð, bólur of feit hér eða þar. En hver sem ástæðan var þá var hann of seinn að sjá þegar hún skreið inn í skelina sína.

Þetta var kunnuleg skel, skel sem hún hafði verið í mest alla ævi eða svo fannst henni amk öll hennar unglings ár, henni leið ágætlega þar. Þar var engin sem gat sært hana. Gallin við hversu frábær hann var og einstakt þetta samband var sá að hann gat sært hana of mikið. Tilhugsuninn um að hann myndi ekki vilja hana lengur lá eins og mara yfir henni. Það myndi fara með hana ef hann myndi vilja hætta með henni.

Það marraði í snjónum, himininn var stjörnubjartur og frostið beit í kinnanar. Hún settist á bekk, var ekki alveg tilbúin að fara inn í íbúðinna. Hún var ekki tilbúin að horfast í augu við hann og vita að núna hefði hún eyðilagt allt. Af hverju þurfti hún að vera svona óörugg, af hverju gat hún ekki trúað því að hann elskaði hana af því að hún var hún en ekki þrátt fyrir það. Hún horfði á gluggana í í búðinni hans, stað sem hún hafði kallað heimili núna í bráðum hálft ár. Það var dregið fyrir en hún gat séð skuggan hans þar sem hann sat inn í eldhúsi, eflaust með krossgátu. Hún hugsaði um öll ljótu orðinn sem hún hafði sagt, öll þau særandi, reiðu orð sem hún hafði látið fjúka. Hún hafði tekið allt sem hún hafði nokkur tíman byrgt inni og látið það fjúka, því verra því betra. Hún hafði vilja særa hann eins og hann hafði sært hana. En núna þegar hún sat þarna á bekknum gerði hún sér grein fyrir því að ekki eitt orð sem hún hafði sagt var satt, hún hafði ekki meint stakt orð. Hún þráði ekkert heitar en að vera í örmum hans núna, getað sagt hvað hún sá eftir þessu og að hún elskaði hann. En það var líklegast of seint, hann myndi aldrei vilja að sjá hana aftur.