Gaui litli var á röltinu í bænum þegar rafmagnsleysið skall á Reykjavík og nágrenni. Allt var niðar dimmt og enginn á ferli, enginn nema fólk á leið á skemmtistaðina. Miðnætti hafði fyrir löngu skollið á og vissi Gaui ekki sitt rjúkandi ráð! Hvað á ég að gera? hugsaði hann skelfingu lostinn, en hann var nærri því búinn að pissa í buxurnar. Hann var úr Borgarnesi þannig að hann hafði ekki hugmynd um hvert hann ætti að fara. Gaui þekkti engan og var næstum búinn að gleyma hvað hann var að þvælast niður í bæ. Gaui var á leiðinni til ömmu sem átti þá heima í vesturbænum. Hann gekk upp að næsta manni og spurði til vegar: “hvernig kemst ég niður að tjörn?”.

Tjörnin var ísilögð og þakin snjó. Hann stormaði út á klakann þar sem að hann ætlaði að stytta sér leið, því nú rataði hann til ömmu. En það sem fólk myndi segja að væri fyrirsjáanlegt, þ.e.a.s. að hann myndi hrynja ofan í tjörnina, það gerðist!! Svellið hafði greinilega ekki verið tilbúið þessum þunga og hann steyptist ofaní. Gaui litli fann ekki fyrir neinu nema kulda. Hann fann hvernig hann helfraus, allur líkaminn var frosinn, blóðið hætt að pumpa um æðarnar. Hann hugsaði með sér hvað er að gerast?
Gaui litli fórst þarna, í miðri tjörninni, í niðarmyrkri, í skítakulda. Það er allavega það sem fólk hélt!!

Ár 2104. kl. 2:43. Staðsetning: 937 m undir yfirborði Reykjavíkur.
Dr. Mangi er að gera síðustu tilraun á nýjasta verkefni sínu: 666.
Hann forritar síðasta bútinn í heilabúi Gismo og prófar. Allt virðist vera í lagi og hann ákveður að ræsa litla dýrið. Hann hleður rafmagni í startarann og setur á ON!!!
————– KKKSSSJÚMMMMMMMMMM —————–
Rafmagnið fer af! Dr. Mangi fer að rafmagnshurðinni og athugar hvað er að. Hann tekur upp vasaljós og fer að grúska í hurðinni. Hann finnur ekki vandann. Á sama tíma og Mangi er að skoða í hurðinni stendur GISMO upp og fer út af tilraunastofunni!! Mangi tekur ekki eftir neinu og heldur áfram að vinna í rafmagninu. Gismo er nú vakandi í fyrsta sinn og er stilltur á MORÐ! Þetta dýr gengur fyrir súperdúperlithiumbatteríum og er stjórnað af örbylgjum. MORÐ! táknar einungis að eyða því sem honum er sagt að eyða. Á þessari stundu er slökkt á örtölvunni og hann gerir því ekkert….

Amma er orðin áhyggjufull og er hrædd um litla barnabarnið sitt þar sem hún vissi að það hafði verið á ferli um nóttina! Ennþá var allt rafmagn dautt og var búið að myndast smá öngþveiti niðiri í bæ. Amma gamla var svo óróleg vegna Gaua, að hún ákvað að fara að kíkja eftir honum. Hún hafði þegar hringt í föður hans en eina sem hann sagði var “Hann skilar sér. Hann ratar bara ekki í myrkrinu!”. Amma varð en áhyggjufullari við þetta og fór af stað. Þegar niður að tjörn var komið sá hún hvað tjörnin var frosin og snjór yfir öllu. Þá tók hún eftir því að á miðri tjörninni stóð eitthvað uppúr svellinu, þetta leit út eins og steinn. Hún þorði nú samt ekki að fara að athuga þetta, þar sem hún var hrædd um að renna á rassgatið eða detta ofaní vök. Hvort eð er hafði hún um annað meira og mikilvægara að hugsa, en það var að finna Gaua litla!!!
Hún var komin niður á torg og var að skima í allar áttir en skundaði síðan í átt að Laugaveginum. Þar kom á móti henni fylking ungra manna og litu þeir allir reiðilega út! Amma hnippti í eina konuna: “Hvað er að gerast???”.