Hún sat þarna í horninu við gluggann og horfi út um hann með kaffibolla í annari hendinni.
Björn horfi á hana og fannst eins og hann hafi séð hana áður, hann kannaðist við andlitið en fattaði samt ekki alveg hver þetta væri en allavega var hann viss að engin kona væri eins myndarleg og hún. Hann hafði kannski bara séð hana í einhverri búð eða eitthvað.
Allt í einu leit hún við, Björn hrökk í kút “ætli hún hafi séð að ég hafi verið að horfa á hana” hugsaði hann og leið eins og kjána, hann hafði horft á hana heillengi eins og hún væri einhver fótboltaleikur.
Þetta fallega hár sem var alveg niður á bak og þessi augu, hvernig gat ein manneskja setið við borðið ein og deilt þessu fallega hári og augum með engum öðrum, engum manni sem vildi vera með henni hvar sem er, þótt hún væri að fara í kvennabúðir. Ó hann vildi svo sannlega vera sá maður en ætti hann að fara bara til hennar og setjast við borðið, nei hvað ætti hann svo sem þá að segja.
Björn heyrði núna allt í einu konuna kalla eitthvað var hún að kalla á hann, hvað væri hún þá að segja, hún vildi örugglega ekki láta hann setjast við borðið hjá sér því hann var örugglega ekki nógu myndarlegur fyrir hana. Hún vildi örugglega fá einhvern með góðan smekk af fötum og öllu sem hann var ekki. Hún kallar aftur og þá heyrir hann hvað hún er að segja, hún er að biðja þjóninn um að koma en hvar er þessi þjónn.
Björn lítur í kringum sig og sér þá þjón fyrir aftan sig. Hvað hann gat verið mikill kjáni að halda að þessi fegurðardís myndi vera að kalla á sig. Allt í einu heyrir hann eitt orð sem hún segir og það er þennan. Skildi þessi sem hún var að tala um vera hann. Hann velti því fyrir sér og fannst líklegra að hún væri að biðja þjóninn um að spurja hvort hann vildi kannski setjast hjá henni heldur en að hún væri að kalla yfir allan staðinn hvort hann vildi nokkuð setjast hjá sér.
Þarna fer þjóninn frá borðinu og labbar í áttina til hans. Björn er ekki alveg viss hvað hann ætti að segja ef þetta væri satt sem hann hafði verið að hugsa, æj jú hann segir bara já.
Þjóninn labbar fram hjá honum og að afgreiðsluborðinu sem var beint í áttina að honum. Þetta var þá ekki það sem hún var að hugsa. Þjónninn kemur síðan með salatrétt handa konunni. Salatið var semsagt það sem hún var að tala um en ekki hann.
Konan horfir á salatið.
Hann horfir samt ekki á það sama sem konan er að horfa á, hann horfir á hana, andlitið, hvernig hárið er fínlega látið í spennu svo að það fari ekki um allt andlitið, þetta andlit er listaverk, varirnar ekki of feitar heldur mitt á milli og aughárin svört eins og þau hafi verið málað með svartri málingu með fíngerðum pensli.
Birni langar mikið að bjóða henni út en honum finnst hann ekki geta það. Hann gæti ekki farið út með listaverki, hann sem er bara nokkrar litaðar klessur í samanburði við hana.
Allt í einu sér hann hana líta við og kyssa einhvern mann. Þetta hlýtur að vera maðurinn hennar sem fer með henni hvert sem er.
Hann vissi að hann gæti ekki verið þessi maður hann er bara nokkrar klessur í samanburði við hana.
Björn stendur upp og sér að hann hefur ekki borðað mikið af því sem hann pantaði sér en honum er sama hann hefur ekki list. Hann tekur upp jakkann sinn, gengur að afgreiðsluborðinu og borgar, gengur út af veitingastaðnum og röltir eftir götunni.