Mangi er í skólanum, það er matarhlé. Það er steyptur völlur á skólalóðinni. Mangi og vinir hans, Elliði, Stormur, Link, Kinnhestur og Brokki fara út á völl og hefja knattspyrnuleik. Leikurinn er nokkuð jafn og allir skemmta sér konunglega.
Mangi fær boltann. Kinnhestur sækir á hann og Mangi rekur boltann aftur. Það er sleipt og Mangi rennur og dettur niður. Hann stendur upp og heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Mínútu seinna lítur Mangi á buxurnar sínar. Þær eru rifnar og blóðugar. Hann brettir skálminni upp og sér sár hið ljótasta eftir glerbrot sem einhver hefur skilið eftir á vellinum. Mangi finnur ekki fyrir neinu en ákveður að heilsa upp á hjúkrunarfræðingin til að fá pástur til að stöðva blæðinguna sem er ógeðslega mikil. Hjúkrunarfræðingurinn er ekki við, heimskulegt, og Mangi fer upp á skrifstifu ásamt félögum sínum. Aðstoðarskólastjórinn sér sárið og fer með Manga beint inn á slysadeild Borgarspítalans (SR). Á meðan þau bíða eftir lækni tekur Mangi eftir því að eitthvað stendur út úr sárinu.
Læknirinn deyfir fótinn með sprautu og stingur litlu tæki, físatöng?, í sárið. Hann stingur djúpt en finnur ekkert glerbrot, sem betur fer. Það var blóðpoki sem stóð út úr sárinu.
Hjúkrunarfræðingurinn bindur um sárið og Mangi má fara. Það furðulega var að Mangi fann aldrei til í sárinu.
Vinir Manga tíndu glerbrotin af vellinum.

Þetta gerðist 7. desember 2000.
Gleymum ekki smáfuglunum..