ATH: Ekki láta þetta á kork. I hate that!

Ef þið eruð ekki búin að lesa fyrri hlutann, endilega gerið það áður ;)

Mói (framhald)

Þau kvöddust eftir myndina og hann gekk fljótt í burtu. Hann vildi ekki vera nálægt henni. Svo ekkert myndi gerast. Ef eitthvað myndi gerast myndi hún auðvitað segja Katríni. En henni væri alveg sama, vegna þess að hún er með Bjarna. Afhverju vildi hún endilega vera með honum. Hann hafði engann persónleika og hafði aldrei verið góður við hann. Það var virkilega skrítið því hann hafði aldrei gert honum neitt. Bjarni hafði oft strítt honum en bara á svona lítinn máta. Eins og það væri ekkert. En auðvitað var það eitthvað. Eitthvað sem fékk hann til að líka ekki við hann.

Nóttin kom og það eina sem Mói gat hugsað um var hún, Katrín. Fallega Katrín. Friðsæla Katrín. En til hvers, ekki átti hún eftir að verða hrifin af honum. Hún ætlaði örugglega að giftast Bjarna og eignast hús og bíl og börn. Og börn, hvernig ætli þau munu lýta út. Ljót og frek eins og Bjarni eða falleg og fullkomin eins og Katrín. Kannski bara blanda. En afhverju var hann að hugsa um það! Það kemur honum ekkert við. Hverju skiptir þó börn einhvers fólks sem hann þekkti varla liti út. Fáránlegt. Þannig sofnaði hann. Hugsandi hve heimskur hann er.

Næsta dag var laugadagur. Frí í skólanum, hann gat slappað af. Þá hringdi dyrabjallan. Nei! Þetta var Sara. Hvað vildi hún núna. Er ekki nóg að fara með henni í bíó, svo þarf hún að koma daginn eftir og trufla mann. Auðvitað var hún með Snickers í hönd… eða andliti. Hann sá súkkulaði frá vörunum upp að kinn. Hann fylltist viðbjóði. „Hæ, eigum við að fara til Katrínar?“ Katrínar, það væri nú fínt. Að hitta hana oftar. Sjá fallega ljósa hárið hennar og bara… hana. Hann kinkaði kolli og þau gengu saman, hún hélt í hann. Var hún eitthvað óörugg? Var henni ekki óhætt? Gat hún ekki bara látið hann í friði. Þau gengu framhjá pari sem gekk með barn í barnavagni. Sara horfði dreymin á þau, svo á hann. Hann reyndi að lýta undan en sá brosið á henni og gat ekki varist brosi. Það var kannski ekkert svo hræðilegt að einhver vilji mann. Það var þægileg tilfinning og fannst eins og hann væri ekki alveg einn. Ef hann myndi ekki finna neina betri myndi hún vera til staðar. Hvernig ætli hún yrði sem eiginkona? Alltaf röflandi eða myndi hún kannski gera allt fyrir hann? Hann myndi gera allt fyrir Katríni. Allt. Þá myndi hún trúlega nota hann. Hann myndi rygsuga, skúra og vaska upp. Þannig vildi hann ekki enda. Honum fannst sanngjarnt að þau skiptu verkum… og væru jafn hrifin af hvor öðru.

Þau komu loksins til Katrínar og hún var nývöknuð. Hún var meira að segja falleg þegar hún var með allt hárið út í loftið og farðann út á kinn. Það var svolítið fyndið en hann hló ekki. Hann sýndi henni virðingu en brosti. Hann var svo glaður að hitta hana. „Hæ,“ sagði Sara við Katrínu og hún heilsaði á móti. Hún var greinilega mjög þreytt. „Komið þið inn, Bjarni er bara inni… sofandi.“ Bjarni, í hennar rúmi. Nú var hann farinn að sjá þetta fyrir sér. Þetta var alvöru samband. Ekkert plat. Blákaldur raunveruleikinn sem kyssti hann á kinnina. Brosið fór að leka niður. Þau fóru inn og Bjarni kom inn á nærbuxunum. „Nei, bara Mói mættur á svæðið!“ Svo klappaði hann hann á bakið. Hann brosti vandræðalega en sagði ekkert. Þau settust inn í stofu og Katrín sagðist ætla í stutta sturtu. Auðvitað settist Sara þétt við hliðina á honum og lagði höfuðið á axlirnar hans. Það var óþægilegt, sérstaklega því hann vildi það ekki. Bjarni sagði frá því að hann hafði gefið Katríni hálsmen í gær. Ohh, auðvitað fékk ríki strákurinn pening hjá foreldrunum til að kaupa glingur handa kærustunni. Svo féll Katrín kylliflöt fyrir demantshringjunum, hálsmenunum og eyrnalokkunum sem hún fékk trúlega í hverri viku. Var Katrín svona heimsk? Var hún svona einföld? Kannski var Katrín ekkert hans gerð.

Hann sagðist þurfa að fara. Hvaddi alla og vonaði sem mest að Sara myndi ekki tala við hann aftur. Hann vildi ekki sjá þau aftur. Ekki einu sinni Katríni, sem var ekki lengur svona fullkomin. Hún var bara einföld og féll fyrir ríku gaurunum. Hún var ekkert spes eftir allt.



Nú spyr ég, hver finnst ykkur vera boðskapurinn í sögunni? Hvernig fannst ykkur sagan enda?