Þið megið segja að þetta sé einhver ein hræðilegasta smásaga sem hefur komið á huga ef ykkur finnst hún ekki vera skemmtileg en allavega ég var eitthvað að skálda, vissi ekki einu sinni hvernig ég átti að hafa endirinn í byrjun.

Ég rölti eftir götunni og sparka í stein.
Ég er að hugsa, hugsa hvað verði um mig eftir þetta líf. Mun ég fara til himnaríkis eins og sagt er í Biblíunni eða myndi ég lifna aftur við bara í öðrum líkama eða sér maður eitthvað svona ljós eins og sumir segjast hafa upplifað en hvað verður um mann þá eftir það. Ég hugsaði um þetta alla leið hvað gæti
orðið um mann við þá sem sjá svona ljós og fara síðan úr þessum heimi.
Þegar ég kom heim sá ég bílinn hennar Stellu frænku.
Stella var eldri systur mömmu og þær fóru oft út að skokka, já eins og ég vissi þarna skokka þær fram hjá mér og mamma kallar “ Ég kem eftir korter”. Ég veit samt að þær koma ekki fyrr en eftir klukkutíma að minnsta kosti en það er í lagi ég ætla að fara til vinkonu minnar, hennar Kristínar.
Ég og Kristín erum búnar að vera bestu vinkonur síðan við vorum smá stelpur og lékum okkur með dúkkur. Við ætlum núna að fara og hitta strákana Villa og Óla. Villi og Óli eru með mér og Kristínu í bekk og eiga heima í blokkini ská á móti húsinu hennar Kristínar.
Þegar ég er búin að henda fótboltadótinu mínu inn geng ég til Kristínar. Kristin á heima ekkert svo lang frá mér svo ég geng bara.
Á leiðinni fer ég að hugsa aftur um hvað verði um okkur.
Kannski rotnum við bara og sálin okkar fer einhvert en samt ekki ég veit það ekki.
Nú er ég komin til Kristínar og sé ég að hún bíður í glugganum á herberginu sínu, en ekki lengur ég sé hana birtast í dyrunum. Hún sækir úlpuna sína og við förum til Óla og Villa.
Á leiðinni til þeirra fer ég aftur að hugsa um það sem ég hugsaði um áðan bara aðeins öðruvísi. Skildi ég hitta langafa minn ef ég myndi deyja, eigum við eftir að fara á mismunandi staði??
Þetta hugsaði ég um þangað til Kristín sagði, komdu hlaupum og við hlupum en allt í einu fann ég fyrir þungu höggi og ég sá ljós, bjart ljós.
Það hafði bíll keyrt yfir mig og ég varð flutt á spítala. Þar var ég sett í öndunarvél.
Eftir nokkra daga vaknaði ég í öndunarvél, vó afhverju eru allir grátandi kringum mig en ég held að allir hafi verið glaðir yfir því.
Eftir þetta slys komst ég ekki í skólann í nokkra mánuði og var í sterkri þjálfun á öllum hliðun en þarna held ég að það sé satt sem fólk segir að maður sjái ljós einhverja rosalega birtu en hvað verður um mann eftir það ef hjartað í manni myndi hætta að slá eftir það.