Rykið af götunni læddist að nefi hans og hann hnerraði. „Mói!“ kallaði stelpan sem sat fyrir aftan hann í efnafræði. Hann leit við og þekkti hana strax. Hann hafði verið hrifinn af henni í nokkurn tíma en aldrei þorað að tala við hana. „Þú gleymdir að taka skýrslu!“ Já, efnafræðikennarinn þeirra hafði sagt þeim í lok tímans að taka skýrslu og skrifa um tilraunina sem þau höfðu gert í tímanum. Hann hafði verið svo hugsi að hann hafði gleymt því. „Takk,“ sagði hann feimnislega og roðnaði. Hann fann það.

„Ertu ekki að fara þessa leið,“ sagði hún og benti í suður. „Jú.“ Afhverju sagði hann aldrei neitt. Hann þorði aldrei að opna sig við neinn. Hann hafði alltaf verið svona fámæltur og hafði aldrei átt marga vini. En hún vissi það ekki. Þau voru bæði á fyrsta ári í framhaldsskóla og hann kom frá Keflavík en hann vissi ekki hvaðan hún var. Örugglega úr Reykjavík eða einhvers staðar af Reykjavíkursvæðinu. Hún leit út fyrir að vera svo veraldarvön. Eins og hún hafði flutt oft, átt stóra og háværa fjölskyldu. Ekki feimin… eins og hann. Þau gengu saman og sögðu ekkert. Svo sagði hún allt í einu: „Manstu ekki eftir mér?“ Hann leit forviða á hana og hugsaði sig um stund. Afhverju ætti hann að muna eftir henni? Hann sá hana fyrst í þessum efnafræðitímum. Hafði hann séð hana einhversstaðar annars staðar? „Jæja, afhverju ættirðu svo sem að muna eftir mér. Ég var bara venjuleg stelpa og talaði næstum aldrei við neinn. Reyndi að fela mig fyrir öllum,“ sagði hún. Hvað var hún eiginlega að tala um? „Til að byrja með, ég heiti Sara.“ Sara… bíddu, hann átti frænku sem hét Sara, nei þetta var ekki hún. Sara… Bíddu, var hún kannski vinkona einhvers eða…

„Manstu þegar þú veiktist þegar þú varst 10 ára? Þá var ég líka veik,“ sagði hún hljóðlega. „Við lékum okkur oft saman á spítalanum,“ hélt hann áfram fyrir hana. „Eftir það hittumst við aldrei aftur, því þú bjóst á Akureyri og ég í Keflavík.“ Svo sagði hún: „Ég þorði ekki að tala við þig um þetta þangað til núna. Núna hafði ég ástæðu til að tala við þig. En ég var auðvitað allt öðru vísi þá. Ég var með dökkt hár, gleraugu og hvíta húð.“ Vá, hún hafði breyst. Hann man alltaf eftir því að hún hafði verið bara einhver stelpa. Ekkert sérstök, bara venjuleg. Hann kinkaði kolli og þau gengu saman. Nú töluðu þau um allt, þau voru ekki feimin lengur. Hann var ekki feiminn lengur. Svo kallaði hún allt í einu: „Katrín! Komdu!“ Hún hafði kallað á bestu vinkonu sína sem sat alltaf við hliðina á henni í tímum. „Þetta er Mói. Við erum gamlir vinir… eða vorum að fatta það núna.“ Svo skýrði hún þetta út fyrir henni. Hann hafði allt í einu misst áhugann fyrir Söru. Núna vissi hún hvernig hún var. Núna þekkti hann hana. Hún var ekki eins áhugaverð og hann hélt. Hún var bara venjuleg. Svo leit hann á Katríni. Hún var sæt. Með fallegt stutt ljóst hár, ljósa húð og alltaf í fallegum fötum. Hún var með blá augu og brosti alltaf blítt til allra. Allt í einu fékk hann áhuga á henni. Kannski var hann núna hrifinn af henni.

Þau löbbuðu öll saman og Sara horfði dreymin á hann. Guð minn góður. Hún var hrifin af honum! Og hann var hrifinn af Katríni! En enginn vissi það. Sara hélt kannski að hann væri hrifinn af henni. Hann hafði starað svolítið mikið á hana í tímum og þau höfðu oft horfst í augu, þó hann hafði oftast litið undan. Sara hélt þétt utan um handlegginn á honum. Það var svolítið pirrandi. Hún hékk bókstaflega á honum. Hann hafði aldrei lent í þessu fyrr. Hann var að reyna komast undan því að vera nálægt henni en hún elti hann um allt. Þau löbbuðu inn í sjoppu þar sem hann keypti sér kók. Sara keypti sér Snickers og Katrín keypti sér ekkert. Þau settust við eitt borð og Sara reyndi bókstaflega að setjast á hann. En hann sagði henni hvort það væri ekki betra ef hún myndi setjast á annan stól. Hann gæti kannski hellt kók á hana. Rosalega var hún uppáþrengjandi. Svo leit hann aðeins á hana borða súkkulaðið og hún klessti því í sig, ógeðslega. Katrín sat þarna og horfði út um gluggan. Hún var svo friðsæl. Allt í einu var Sara orðin virkilega feit og ógeðsleg og Katrín var algjör engill. Hún var svo sakleysisleg. Áfram hélt Sara að fá athygli hans. Var hún ekkert farin að sjá það. Hann var ekki hrifin af henni lengur! Svo sagði hún: „Eigum við ekki að fara í bíó öll saman í kvöld?“ Hann var efins en vildi hitta Katríni meira. Svo hann féllst á það. En þá sagði Katrín: „Nei, ég þarf að hitta Bjarna í kvöld. Hann vill eitthvað tala við mig.“ Bjarni! Fóboltastrákurinn sem fékk alltaf lélegar einkannir og var virkilega ljótur og frekur! Og hún var með honum. Þau voru saman. Þau voru kærustupar. Og ekki nóg með það. Hann þurfti að fara einn með Söru í bíó! Hann var fastur. Þau kvöddust og Sara reyndi meira að segja að kyssa hann á kinnina bless. Hann gat ekki forðast það. Kossinn var ekkert sérstakur og hann fann alveg Snickerslyktina. Það var ekkert sértaklega aðlagandi. Svo ákváðu þau að hittast klukkan átta.

Kvöldin kom og hann átti heima stutt frá bíóinu svo hann gekk bara. Eftir nokkrar mínútur kom Sara. Hún var með alltof mikinn farða og brosti breitt. Ef hann hafði ekki talað við hana áður en núna hefði hún verið bara ágætlega sæt. Núna var hún bara pirrandi. Ekkert annað. Þau pöntuðu miða í sitt hvoru lagi svo hann lét hana borga miðann sinn. Honum fannst þetta ekki vera stefnumót, bara vinir að hittast. Samt langaði honum ekki lengur að vera vinur hennar. En varð að gera það … vegna Katrínar. Þau gengu inn í salinn og myndin byrjaði. Hann fann hvernig Sara horfði á hann. Oft, lengi og sá að henni langaði að kyssa hann. Hann reyndi að komast hjá því að horfa á hana en þurfti þess stundum. Leit fljótt aftur á myndina. Hún var ekkert skemmtileg, myndin. Kannski vegna hennar.

Kannski kemur framhald… ef einhver vill…