Brátt fljúga fuglarnir suður á bóginn og ástin mín með. Ég vildi óska þess að svo væri ekki en ég ræð því víst ekki, hvað svo sem ég geri. Ást mín á henni er og verður eilíf og mun geymast í minnum manna svo lengi sem mannkynið mun lifa í þessum alheimi. Tilfinningar okkar voru heitari en aðrar tilfinningar, meira ánetjandi og varð á endanum lífskraftur minn. Þess vegna fæ ég það ekki skilið hví hún mun fljúga með fuglunum núna.

Vorið1925, 9. júní, sá ég fegurstu manneskju í heimi. Geislunin af henni var meiri en af öðrum manneskjum. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar ég sá hana, ég fraus, varð að styttu – þó starfaði heili minn eðlilega eða það held ég.
Langir leggir hennar fegruðu stéttina sem hún gekk á. Hár hennar og lykt fegraði andvarann og allur líkami hennar, útgeislun og lykt fegraði heiminn minn. Ég leit niður á sjálfan mig og hrofði á tötrarnar sem ég var í. Ég vissi að hún myndi aldrei vilja mig í þessum fötum en ég varð samt að reyna. Ég gekk upp að henni, lyktin varð enn betri og útgeislunin sterkari. Hún leit á mig og gaf mér hæðnislegt bros og gekk áfram. Ég kallaði á eftir henni en hún virti mig ekki viðlits. Hvernig gat hún gert mér þetta? Ég gafst samt ekki upp og hljóp á eftir henni, í veg fyrir hana og kyssti hana á kinnina. Hún leit á mig tryllingslega en svo blíðkaðist hún.
,,Ég varð bara að geta sagt vinum mínum að ég hafi kysst engil,” sagði ég og leit niður á rifna, eldgamla skóna mína.
,,Þú hefðir getað spurt, því ég er ekki engill. Þú hefur bara kysst venjulega konu sem er einskis virði í augum allra, bara eign mannsins míns, Rafael,” svaraði hún stutt í spuna og nokkuð niðurdregin. Ég vissi að ég varð að gera eitthvað fyrir hana en vissi ekki hvað. Ég var auralaus, fatalaus, allslaus. Hvað gat ég gefið henni?
,,Víst ertu engill.Mér er sama þó að þú sért eign, þú skerð þig úr hóp allra kvenna. Aldrei á ævi minni hef ég séð eins fagra konu og þig. Ég hélt að aðeins englar litu svona út.” Ég brosti til hennar og fékk stórt bros á móti.
,,Mér líkar vel við þig, viltu kaffi og kannski ný föt?”
,,Kaffi væri vel þegið en ég get ekki þegið fötin.”
,,Má ég spyrja afhverju ekki?” spurði hún og horfði á mig spyrjandi. ,,Rafael á nóg af peningum og ég fæ alltaf vasapenging, sem er all nokkur upphæð.”
,,Ja, allt í lagi. Ég þigg þetta tvennt þá.”
Hún leiddi mig inn í eina búðina og keypti allan helsta fatnað á mig. Þegar ég leit aftur í spegilinn varð ég furðu lostinn, ég leit út eins og herramaður. Ég stóð stjarfur fyrir framann hann og heyrði Magneu hlæja að mér. Henni fannst greinilega fyndið á sjá svipinn á mér. Eftir þetta búðarrölt fórum við á kaffistofu og náðum vel saman. Hún talaði um það hve mikið hún hataði Rafael. Hún sýndi mér marbletti eftir hann og sagði að í versta tilfellinu þá hafi hún lent inni á sjúkrahúsi fyrir að vilja ekki njóta ásta með honum einu sinni. Ég var fullur af reiði fyrir hennar hönd. Hvernig gat eitthver maður farið svona með konuna sína og þá Magneu af öllum konum! Ég skildi það ekki. En á þessu kaffihúsi komu orð úr munnviki hennar sem bundu okkar saman í tvö yndisleg ár: ,,Með þér líður mér vel, ég er ekki hrædd við hvert skref. Ég vil hitta þig aftur.” Ég kinkaði kolli og vissi að besta tímabil ævi minnar var senn að fara að byrja.

Endalokin koma þó alltaf. Tveimur árum seinna fattaði Rafael allt. Ég sá ekki Magneu í þrjár vikur og vissi að eitthvað var að. Ég vissi samt ekki að Rafael hefði náð áttum, náð að senda Magneu enn einu sinni á sjúkrahús og var nú á höttunum eftir mér. Ég fór í felur hjá vini mínum til þess að Rafael fyndi mig ekki. Ég hafði aldrei verið eins hræddur því að Rafael var einn voldugasti og ríkasti maðurinn í bænum.
Þegar ég hitti loks Magneu aftur sá ég að allur líkami hennar var marinn. Ég varð svo reiður innan í mér að mig langaði helst til að leita Rafael uppi og stytta honum aldur en Magnea réð mig af við að gera það. Rafael hafði handleggsbrotið hana og stungið hníf í lærið hennar í þetta skipti og því ekki að undra það að ég hefði orðið reiður. Magnea sleit sambandinu til að vernda mig, ekki sig. Hún vissi að hún ætti sér einskis von hvað svo sem hún gerði en hún gat forðað mér. Hún bað mig um að fara frá Moskvu en ég neitaði. Hún grét í fanginu mínu og grátbað mig um að flýja en alltaf neitaði ég.
Daginn eftir frétti ég það að Magnea ætti að fara með Rafael til Spánar og búa þar, ástæðan var ég. Ég vissi að ef Magnea færi núna með Rafael myndi hún aldrei koma aftur, a.m.k. ekki lifandi. Ég hljóp því upp að húsinu hennar til að sjá hana í hitt hinsta skipti en hún var farin og ég brotnaði niður í þúsund parta. Eini tilgangur lífs míns var nú farinn og ég var einn eftir, innantómur og aleinn. Aldrei hafði ég verið svona einmana.

Fuglarnir munu fylgja henni suður og gæta hennar þó að þeir séu ekki svo sterkir. Þeir veita samt von. Eins og Magnea veitti mér von munu fuglarnir veita henni von um að við munum hittast eitthvern tíman aftur, þó að ég viti að svo verði aldrei.
Nú fljúga fuglarnir suður og ástin mín með.