Maðurinn hóstar, og vaknar við það, hann gerir sér loks grein fyrir því að hann er í skotti á bíl.
Hann spáir í hvað í fjandanum hafi gerst, var hann fullur, nei, hvað kom fyrir, “af hverju er ég hér?” spurði hann sig aftur og aftur. Bíllinn hægði á sér og beygði til hægri út á malarveg, keyrði hægt og nam svo staðar í einhverri skemmu að bergmálinu að giska. Einhver steig út, skildi hurði eftir opna, það hljómaði eins og einhver væri að draga hurð, kannski svona stóra hurð á vöruhúsi. Hann heyrði í manninum labba aftur að bílnum, einnig þessi helvítis möl inní vöruhúsinu, “hvað í fjandanum gerði ég þessum manni!” spurði hann sig aftur.
Billinn keyrði örspotta til viðbótar og staðnæmdist, maðurinn steig aftur út og gekk um, hljómaði eins og hann væri að raða einhverju, jú eitthvað var hann að leggja frá sér, og í eitt skiptið var eins og hann legði frá sér tösku, smellirnir sem einkenna skjalatösku við opnun eru svolítið sérstakir.
Hann gekk að bílnum, tók upp lykla og opnaði skottið, maðurinn í skottinu pírði augunum, djúp rödd sagði “stígðu út, engar snöggar hreyfingar” og svo bakkaði hann frá bílnum. Hann þorði ekki annað að hlýða og klifraði út, féll um sig og hrundi niður á mölina um leið og hann var kominn út, hann var eitthvað vankaður ennþá, svimaði verulega. Hinn maðurinn aðstoðaði hann upp á fætur og leiddi hann að stól sem var þar rétt hjá, stór og mikill stóll, þægilegur, ekki þessi venjulegi stóll sem maður sér í vöruhúsi. Hann tók upp snæri og batt hann niður í stólinn, þannig að hann gat hvorki hreyft hendur né fætur.
Maðurinn kynnti sig “sæll Gene, ég heiti English, Tim English og mér var falið að spjalla við þig”. Gene loks aðeins farinn að átta sig á aðstæðum sagði reiður “hvað í fjandnum ertu að gera hérna maður, veistu hver ég er ! Ég þekki fólk sem þú lest um í blöðunum og sérð í sjónvarpinu, ef ég vill þá hverfur þú , púff. Sagan búin, og enginn heyrir neitt frá þér aftur”.
“taktu því rólega Gene, það voru einmitt þeir aðilar sem fólu mér að spjalla við þig, og við vitum báðir af hverju”. sagði Tim
“hvað meinaru, hvað ertu að tala um, hver ertu?, hefuru hugmynd í hvers konar vandræðum þú ert búinn að koma þér” sagði Gene.
“róaðu þig niður Gene, sá sem þú vinnur fyrir komast að því að þú værir að reyna að stinga af með þónokkurt magn af fjármunum sem hann á, og þar sem ég beið þar til þú varst kominn uppá flugvöll þar til ég greip inní og náði í þig, ef svo skal kalla, þannig að við skulum sleppa allir þeirri vitleysu um að þú vitir ekkert hvað ég sé að tala um.
Gene fékk klökk í hálsinn, ”fjárinn“ hugsaði hann með sér, ”hvurn fjandann var ég að samþykkja þetta!“.
”það sem ég átti að spyrja þig, vegna þess að þú ert nú varla með gáfurnar til að koma þessu í kring uppá eigin spýtur, hver var það sem átti hugmyndina eða kom þér til að ræna þessum fjármunum?“ hélt Tim áfram ”ég vil gefa þér eitt tækifæri til að svara áður en ég byrja, en síðan er mér nokkuð sama hvað þú segir þar til ég er búinn“, sem hann sagði þetta dróg hann til sín tösku sem lá á gólfinu, stór taska og greinilega sú sem hann hafði heyrt hann opna og loka. Hann stóð upp dróg borð nær, skellti töskunni uppá borð og opnaði þannig að Gene sá ekki hvað var í henni.
”áður en þú svarar eða neitar að svara, þá vil ég útskýra nokkra hluti fyrir þér, ég var valinn að þínum yfirmanni, vegna þess að ég þekki þig ekki, og gæti ekki verið meira sama um þína heilsu né líkamlega áverka, hvort sem heldur veri þeir fyrir lífstíð eður ei“. Gene gleypti munnvatn, honum leyst ekkert of vel á það sem hann var búinn að koma sér í og spáði í hvað hann ætti að gera.
Sú sem átti hugmyndina var nú að bíða hans í Miami, og hún var einnig sú sem benti honum á hvar peningana var að fá! Hún var fyrrum unnusta bróður yfirmanns hans og rétt í þessu datt honum í hug að hún hefði einfaldlega verið að nota hann til að hefna sín á honum. Það myndi í það minnsta útskýra hvers ýmislegt, eins og af hverju hún vildi ekki sjást með honum á almannafæri ”hvernig gat ég verið svona heimskur“ hugsaði hann með sér.
”jæja, svona lítur þetta út Gene, ég ætla að spyrja þig hvar peningarnir eru sem og hver það er sem datt þetta í hug og hvar sú persóna er niðurkomin, og ef ég fæ ekki rétt svör við þessum spurningum eða ekkert svar yfir höfuð þá mun ég byrja og hætti ekki, þó svo þú svarir rétt eftir það, þar til ég hef lokið mér af. Skiluru hvað ég er að segja þér ?“ spurði Tim
”hvað meinaru, þá byrjaru , byrjar á hverju ? ertu að reyna að hræða mig, helduru að svona byrjenda trix virki á mig!“ svaraði Gene, með aðeins of mikum efa en hann var vanur að svara með.
Tim brosti, og spurði, ”áður en ég spyr þig formlega, viltu fá eitthvað að drekka, þú ert án efa með svolítinn munnþurk vegna svefnlyfisins sem ég gaf þér, eða viltu eitthvað annað? kaffi, gosdrykk , eitthvað ?“
Gene svaraði ekki, Tim stóð upp og gekk að bílnum, kom aftur með lítinn brúnan pappakassa sem hann opnaði og tók upp, kaffibrúsa, vatnsflösku og 2 brúsa af gosi, og spurði ”ertu viss?“ um leið og hann hellti sér í kaffibolla. Gene fann hvað hann var í raun með mikinn munnþurk og þáði vatnsglas.
Tim hellti í plastmál, og gaf Gene að drekka varlega og lagði svo málið í pappakassan aftur.
”Jæja, þá er varla að tefja lengur, og nú spyr ég. Hvar eru peningarnir, hver var það sem átti hugmyndina og hvar er sú manneskja niðurkomin?“ spurði Tim
”taktu þinn tíma“, hélt hann áfram.
Gene virti Tim fyrir sér, sem brosti vingjarnlega til hans, með annan olboga á borðinu og klóraði sér í kollinum með hinni hendinni, hann leit ekki út fyrir að vera þessi týpa sem yfirmaður hans myndi ráða til svona verks, og hann vissi alveg hvað var að tala um, hann ætlaði að pynta hann ef hann svaraði ekki rétt, hvað sem það nú þýddi. Tim leytaði inní jakkavasanum eftir farsíma, og spurði aftur ”hvar eru peningarnir, segðu mér það fyrst svo ég geti látið senda mann á eftir þeim“
Gene hugsaði sig um, ”hvað kemur í veg fyrir að þú drepir mig ef ég segi þér hvar peningarnir eru og þú takir þá ekki sjálfur?“
Tim brosti ”ja , sumir stela en sumir vinna sér traust annara og vinna gegn hárri greiðslu, báðar týpur eru hér í þessu vöruhúsi, og við vitum hvor þú ert, ég er hin!"
“enn og aftur vil ég mynna þig á að ég mun bara spyrja þig einu sinni, eftir það mun ég ekki hætta fyrr en ég hef lokið mér af sem tekur um 2 daga”
“2 daga !” hugsaði Gene með sér og fann allt í einu fyrir mikill hræðslu við sársauka, spurningin var hvort 2 daga helvíti var virði 8 milljón dollara.