Fuglinn minn - Díana

Hún gengur hratt yfir en þó svo hægt að öll blómin vagga létt þegar hún gengur framhjá, rétt eins og þegar hlý sunnangola leikur um þau. Þetta er draumadís margra manna. Lyktin af henni er svo mild og góð að hún fyllir allt lyktarskyn mitt og gerir mig svo hamingjusaman að mér finnst sem ég svífi. Þessi tilfinning er með öllu ólík. Þetta er eins tilfinning og þegar þú finnur góða lykt sem þú manst eftir á æskuárum þínum. Lyktin af henni er samt enn betri og andvarinn sem fylgir henni er svo unaðslegur. Hár hennar flaksast í takt við andvarann og hendur hennar sveiflast í takt við lagið sem hún ávallt raular. Mjaðmir hennar sveiflast létt um leið og fætur hennar taka skref sem leggja undir sig náttúruna og heiminn. Blómin elska hana, ég elska hana og heimurinn elskar hana. Hvert sem hún fer vekur hún eftirtekt, ekki fyrir fríðleika heldur útgeislun og fágun, lykt og sveiflu mjaðmanna. Hljóðin er óma um varir hennar, tónlistin, vaggar létt í hlustum allra. Mjaðmir allra sem hún gengur framhjá fara að sveiflast líka, af ást við hana eða tónlista. Nasavængir allra fara á fleygiferð um leið og hún gengur hjá því að lyktin af henni er svo unaðsleg.
Fuglarnir öfunda hana af rödd hennar, blómin öfunda hana af lyktinni, dansmeyjarnar öfunda hana af mjaðmasveiflunni og konurnar öfunda hana af yndisþokka hennar og útgeislun. Hvernig svo sem ég hugsa um hana þá finnst mér hún betri en allt annað, æðra en allt annað og fullkomnara en allt fullkomið. Ást hennar á lífinu er svo hrífandi að maður þráir það eitt að hún muni eitthvern tíman elska mann jafn mikið og hún elskaði lífið. Ást hennar er virði alls í heiminum. Ég elska hana.
Ást mín á henni er svo sterk að minning hennar er ávallt hjá mér, þegar ég sef, þegar ég vakna, vinn, læri, les, hlæ, brosi, græt, dreymi, ek, alltaf er hún hjá mér, hverja einustu stund lífsins. Mér þykir verst að vita það að hún verður aldrei mín því að hún vill lifa frjálsu, óheftuðu lífi. Hún vill ekki neinar skuldbindingar, ekki mig, ekki blómin né heiminn. Það eina sem hún vill er frelsið, tónlistin, mjaðmasveiflurnar, lyktina sína, fætur til að ganga um heiminn og vit til að neita og játa, taka ákvarðanir og elska hverja stund sem líður. Ég dáist að henni fyrir þetta vit en samt mun ég ávallt bíða óþreyjufullur eftir henni, snertingu hennar og kossi. Ef ég fæ þetta tvennt get ég dáið glaður, en ekki núna, ég má ekki deyja núna. Ef ég dey núna myndi ég deyja snauður og óhamingjusamur og finnast sem að allt líf mitt hafi verið til einskis. Ég má ekki deyja núna, af öllum stundum. Þó finn ég sársaukann læðast um allan líkama minn og kæfa seinasta logann. Ég finn að ég er að kólna og deyja þó að ég sé ekki tilbúinn. Mér finnst sem ég sé að visna eins og laufin á trjánum, maður kælist hægt og finnur dauðann nálgast. Lífið er kannski ekki svo einfalt. Krabbameinið hefur nælt í líf mitt og alla mína drauma. Draumarnir um Díönu, líf með henni, lykt og öllu sem tilheyrir henni, eru farnir, að eilífu farnir. Ég mun ekki geta fengið þær stundir sem ég ávallt þráði með henni. Ég mun ekki geta snert hana einu sinni enn, ekki geta talað við hana einu sinni enn því að dauðinn hindrar mig. Ég ligg hér á mínu dánarbeði og það eina sem ég hugsa um er Díana. Ég fæddist, hugsandi um hana, og dey hugsandi um hana. Díana er lífið mitt en hún er eins og fugl, þráir frelsið. Ég verð að sleppa henni. Ég á ekki annars kosta völ enda er mitt skeið runnið á enda. Draumarnir um Díönu mína eru að eilífu farnir. Allt er búið.


Hilja