Jæja hugarar, þessi saga er svolítið löng en þetta er fyrsta sagan sem ég sendi inn þannig að þeir sem leggja það á sig (:þ) að lesa þetta þá gjörið svo vel að gefa mér ykkar álit!


Fyrsta nóttin.

“HA??” sagði ung stúlkan í stóra einbýlishúsinu Álfahlíð 16 í Reykjavík. Þessi tiltekna unga stúlka var í mjög miklu uppnámi þessa stundina því að henni hafði rétt í þessu verið sagt að móðir hennar og faðir ætluðu að skilja. “HVAÐ varst þú að segja????” spurði Anna Sigrún Guðjónsdóttir pabba sinn hann Guðjón Pálsson sem stóð rólegur og beið þess sem verða vildi. “Ég sagði; mamma þín og ég ætlum að skilja…þú hlýtur að skilja hvers vegna…ekki segja mér að þú hafir ekki tekið eftir því hvað við höfum rifist oft upp á síkastið!” þetta er eitt af því sem krakkar vilja alls ekki heyra foreldra sína segja, “Þetta gengur bara alls ekkert upp hjá okkur pabba þínum…” sagði Halldóra Björnsdóttir mæðulega, “Auðvitað skiljum við hvernig þér líður en þú veist að við gerum þetta bara fyrir þig, svo að þú þurfir ekki að hlusta á okkur kvölds og morgna…” bætir hún afsakandi við “NEI! FYRST ÞIÐ GERIÐ EITTHVAÐ EINS OG ÞETTA ÞÁ VITIÐ ÞIÐ EKKERT HVERNIG MÉR LÍÐUR!! OG ÞIÐ GERIÐ ÞETTA SANNARLEGA EKKI FYRIR MIG!!” svo hleypur hún upp stigann –tekur tvær í einu- og skellir hurðinni að blámálaða herberginu á efstu hæð. “Þetta getur ekki verið að gerast….” hugsar Anna og finnur hvernig tárin renna niður kinnarnar. Það hafði allt verið svo gott hjá þeim…bara daginn áður hafði pabbi boðið þeim út að borða..þá var allt svo gaman, hún hafði fengið stóran ís og allt…en þegar þau komu heim þá byrjuðu þau að rífast því að mömmu fannst þetta allt of dýrt…þau höfðu reyndar verið að rífast oftar, en alltaf eftir að hún var farin í rúmið…eins og hún heyrði það ekki…

2 mánuðum seinna…

“Jæja, nú er komið að því…ég á að ganga á eftir þeim inn kirkjugólfið…af hverju þurfti hann að giftast einhverri herfu svona fljótt? Þetta er allt svo flott….hún þarna gangandi í þessum hvíta kjól…með þetta síða slör…ég vildi að ég gæti stigið á það..þá dettur hún…!” allt þetta og miklu meira flaug í gegnum huga Önnu þennan dag, daginn sem pabbi hennar giftist Hafdísi. Það hafði margt gengið á hjá
Önnu Siggu þessa síðustu viku, hún þurfti að máta kjólinn og fara út um allt með pabba sínum og fara á æfingu þar sem henni var sagt hvað hún átti að gera í brúðkaupinu og auk þess þurfti hún að gera allt þetta með henni…þessari konu sem hún þekkti ekki neitt….




Einni viku síðar…

“Nei, það skal aldrei!!!!!! Nú vilja þau, pabbi og….Hafdís…að ég gisti hjá þeim…jafnvel veri í heilan mánuð!!!” Þetta var of mikið fyrir
Önnu Siggu..henni fannst hún þurfa að gubba. Núna voru þau tvö búin að finna sér íbúð og þau vilja að hún verði hjá þeim, þau voru meira að segja búin að kaupa rúm í “herbergið hennar”. Já, þau voru ekkert að skafa af því. Og afmælið hennar á næstu grösum! Pabbi hennar taldi það betra að segja henni það fyrir afmælið svo að hún gæti gist hjá þeim á afmælinu sínu. Huh! Eins og hú vildi það..vera í ókunnu húsi með pabba sínum og Hafdísi..þessari norn sem stal pabba hennar. Eftir að þau skildu þá voru mamma og pabbi í sambandi, hún hélt að það væri enn von, að þau myndu vitkast og hætta við að skilja..þá myndi allt falla í ljúfa löð aftur. “Anna mín, komdu niður og pakkaðu!! Þú getur ekki verið þarna til eilífðar!!” -ekkert svar- “Láttu ekki svona elskan mín! Ég er búin að taka töskuna þína fram! Hún er hliðina á sjónvarpinu!!“ en hún var ekki að hlusta, hún lá uppi í rúminu og svaf. Þetta var dagurinn sem hún átti að fara til pabba síns og Dísu. En hún vildi ekki fara, hún hafði rifist við mömmu sína allt kvöldið en árángurslaust. Hún átti að fara. “Þetta er svo ósanngjarnt hugsaði hún þegar hún var að stíga upp í bílinn og horfði reiðilega á pabba sinn í framsætinu. “Þau ættu ekki að neyða mig til að fara…ég ræð því hvort að ég vil fara eða ekki.” Meðan þau geystust fram úr hinum bílunum sagði Guðjón allt í einu “Hún Dísa hlakkar til að hafa þig hjá okkur..hún er meira að segja að baka köku núna, hún ætti að vera til áður en…” en hann fékk ekki að klára “HVERS VEGNA ÞARF ÉG AÐ FARA TIL YKKAR!!??” honum brá því að honum hafði fundist hún taka öllu þessu vel “Það er ósanngjarnt að ég þurfi að vera hjá ykkur allann þennan tíma ef ég vil það ekki! Ég vil ekki vera hjá þér og Dísu..sérstaklega ekki Dísu! Hún á eftir að þykjast vera einhver ný mamma og…og…og..!” hún vissi ekki hvað hún ætti að segja meira, hún vissi bara að hún vildi ekki fara þangað…í þessa stóru íbúð full af kössum og dóti. “Já en elskan mín! Þetta er nú ekki heimsendir! Það eina sem er að gerast er að þú ert að fara til okkar í smá tíma og..” aftur var hann stöðvaður í miðri setningu “NEI! Það gerist miklu meira en það! Ég byrja í öðrum skóla, ég vakna á morgnana hjá ykkur en ekki hjá mömmu, það verður allt öðruvísi!!!” þetta kom föður hennar svolítið í opna skjöldu en hann þóttist vita að þetta væri bara eðlilegt. “Elskan, heldur þú að ég myndi láta þig gera þetta ef ég héldi að þetta myndi ekki gera þér gott!? Núna færð þú að kynnast nýjum krökkum og kanna nýtt umhverfi og…” “JÁ EN ÉG VIL ÞAÐ EKKI! Ég á vini heima og þar hef ég allt sem ég þarf ég hef mömmu og skó´lann og vini mína!” Nú var Anna Sigga alveg harðákveðin í að láta pabba sinn ekki komast upp með þetta. “Þú prófar þetta Anna og þar við situr!!!!” það leyndi sér ekki að nú var pabbi hennar orðinn þreyttur á þessu og hann ætlaði að láta hennar gista minnst eina nótt, hvað sem það kostaði! Þetta var stórt grátt hús, Önnu fannst það ljótt, tréð við stíginn og blómabeðin voru meira að segja ljót. Þegar þau voru komin inn í þetta stóra tvíbýlishús þá sá Anna Sigga hvar lítið rúm hafði verið sett inn í herbergi við hliðina á hjónaherberginu. Þar átti hún vísast að sofa. Þegar þau voru búin að ganga frá dótinu hennar Önnu Siggu og raða húsgögnunum -þ.e.a.s sófanum, rúminu, sjónvarpinu, eldhúsborðinu o.fl. – var klukkan orðin átta, Anna Sigga va of þreytt til að rífast svo að hún maldaði ekkert í móinn þegar pabbi hennar sagði henni að fara að sofa- Dísa hafði þegar búið um hana.

“Vaknaðu nú elskan!” sagði glaðleg rödd og Anna Sigga rétt greindi það gegnum svefninn að einhver væri að tala við hana. Þetta var Dísa greinilega afar kát yfir einhverju. “Hvað?” muldraði Anna ergilega, hana hafði verið að dreyma að hún, pabbi og mamma væru í sumarfrí saman á eyðieyju, þar sem enginn gat truflað þau. “Við erum með svolítið handa þér!!” sagði pabbi hennar og það leyndi sér ekki í rödd hans að það var eitthvað sem hann var ánægður með. “Jæja…ætlaru ekki að opna augun??” sagði Dísa spennt. “Jæja, það getur ekki orðið verra svo að ég hef engu að tapa…” hugsaði Anna Sigga og opnaði augun. Fyrir framan hana stóð pabbi hennar með risastóran pakka og fyrir aftan hann stóð Dísa með stórann bakka með morgunmat og breiðasta bros í heimi límt á andlitið á sér. “Jæja!?” sagði Dísa eftirvæntingafull “opnaðu hann!” Dísa hafði lag á að beita röddinni til að fá mann til að gera eitthvaðog nú var hún með þennan tón í röddinni svo að Anna Sigga lét sem henni væri sama og opnaði pakkann hægt og rólega. Þegar allur pappírinn var farinn af stóð eftir risakassi með mynd af tölvu á. “Jæja?” sögðu pabbi hennar og Dísa í kór “Líst þér á?!” þau biðu með þennan svip eins og þau byggjust við að hún myndi hoppa um þau hrópandi “Ó pabbi, ó Dísa” eða eitthvað álíka. “Þetta er…vá!..ja..þið þurftuð ekki að..” “Jú auðvitað! Þú ert stór stelpa og ég veit að núna er allt hægt í tölvu og þú getur notað hana til að læra!” hann var afar ánægður með þessa tölvu, það var augljóst.
“Takk..!” hún var glöð en hún gat ekki kyngt stoltinu eins og skot. “Jæja, ætli ég verði ekki að segja eitthvað..” hún vissi ekki hvað hún átti að gera…átti hún að reyna að kynnast Dísu eða láta eins og fyrr…afundin og þrjósk? Hún komst loks að þeirri niðurstöðu að það væri víst best að vera viðkunnanlegri, þegar allt kom til alls vildi hún að Dísa kynni vel við hana en hún vildi líka að það yrði gengið svolítið á eftir sér.



“BLÁSTU BLÁSTU!!” Nú var komið að því, hún var að verða tólf! Það hafði allt gengið vel síðustu daga, hún hafði tekið Dísu í sátt og það hafði orðið stór breyting, nýi skólinn var ágætur og hún var farin að eignast nokkrar vinkonur…þegar allt kom til alls þá var þetta ekkert slæmt. “BLÁSTU!!” og hún blés!!!!!!!!