Bóndinn og kona hans.


Hæ ég heiti Palli, ég er að fara í sveitina. Djöfull nenni ég ekki, en svona er þetta. Þegar maður er svona mikill villingur eins og mamma orðaði þetta verður maður að gera eitthvað í málunum. Mamma seigir að ég verð að fara í sveit til að hætta að reykja þetta hass, drekka þetta vín, og hætta þessu helvítis blóti. En ég verð bara að sætta mig við þetta og hlusta á hana móður mína. En þú veist hvernig þetta er. Borgarbarn sem vill fá sína sjoppu, sína sígó, sína vini og sína play station 2 tölvu. Ég nenni ekki að hanga í sveitinni útataður í heyi og hrossaskít, langt frá öllu. Hanga inni á laugardagskveldi, ekki í neinu viltu partý. En kannski verður gaman, kannski fæ ég í nefið hjá bóndanum og kannski á hann einhverjar klámmyndir sem ég get stolist í til að horfa. En annars verð ég bara að gera eitthvað annað.

Ég vaknaði á mánudags morgninum, það var á dagur sem ég átti að drulla mér í sveitina. Djöfull var ég fúll maður en svona er þetta maður verður að hlíða mömmu.
Ég tók rútuna norður í mýrdal. Og þar tók maður á móti mér. Þetta var bóndinn. Hann tók vel á móti mér og ég sá strax að hann var mjög vinalegur.

Ég og bóndinn sömdum strax vel saman, og konan hans var líka mjög góð. Reyndar var mikið unnið, og maður þurfti að vakna snemma. En svo leið aðeins á sumarið og mér leið bara ágætlega þarna, og hafði vel hugsa mér að vera hérna líka næsta sumar.


En svo eitt kvöldið vaknaði ég við að bóndinn var að öskra á konuna sína og hann blótaði mikið. Hún var frekar hrædd, sagði honum að hætta. En hann öskraði og blótaði, síðan heyrði ég ekkert meyr. Allt var hljótt í húsinu, ég var mjög þreyttur þannig að ég sofnaði bara aftur.

Ég vaknaði næsta dag og allt gekk sin vana gang. Konan var í góðu skapi og maðurinn líka. Það var eins og þau höfðu gleymt því að þau rifist rosalega nóttina áður. En ég spurði þau ekkert, mér fannst þetta ekkert koma mér við. Ég og bóndinn fórum bara að vinna og hann var bara venjulegur, ekkert pirraður eða því um líkt.

En svo gerðist þetta aftur nóttina eftir, ég heyrði í bóndanum svoleiðis hella sér yfir konuna. Hann blótaði og sagði að hún væri heimsk og leiðinleg og því um líkt.
Síðan gekk þetta svona í nokkrar nætur.

Ég ákvað að spyrja bóndan að þessu. Við vorum að vinna í heyinu og ég spurði hann af þessu öllu. Sagðist hafa heyrt í þeim rífast og hvort þau ættu erfitt hjóna band. Hann leit á mig eins og hann væri hræddur, hræddur yfir því að ég hafi heyrt þetta allt saman. Svo sagði hann mér að hætta að vinna og setjast hérna niður. Ég gerði það og hann settist hliðin á mér. Síðan byrjaði hann að tala.

‘’ Þetta voru ekki við’’ sagði hann.’’fyrir rúmum 20 árum áttu hjón heima hérna.
En eitt kvöldið var komið að þeim þar sem konan og maðurinn voru skorinn á háls. Sögur seiga að þau höfðu oft rifist, maðurinn var mikill alkahólsmaður og það var vitað að hann barði konuna sína.’’. Og það er haldið að hann hafði skorið konuna sína á háls og svo loks drepið sjálfan sig. En enginn veit það fyrir víst. Ekki fyrr en þegar við fluttum í húsið. Þetta gerist alltaf á hverju ári, við heyrum þau rífast, en svo í kvöld þá gerist þetta allt saman. Þú heyrir fótatök æða upp stigann síðan heyrir þú mikil öskur og þá hættir þetta alveg, ekki fyrr en aftur eftir ár’’.

Ég horfði á hann með skelfing í augunum meðan hann sagði mér þetta. Hann horfði á mig og sagði mér að vera ekki hræddur, þau gera þér ekki mein. Ég létti nú ekki við það, einhverjir draugar á ferð um húsið.
‘’vertu bara í rúminu þínu og ekkert gerist við þig’’ sagði hann við mig.

Síðan næstu nótt heyrði ég það sem bóndinn hafði sagt. Ég var mjög hræddur en gerði ekki neitt, lá bara í rúminu eins og bóndinn hafði sagt.

Ég vaknaði næsta dag um 11 leitið, fannst mjög skrítið að bóndinn hafði ekki vakið mig. Ég labbaði farm og sá engan. Ég labbaði niður og sá engan. Ég fór aftur upp og labbaði að svefnherbergi bóndans og konu hans. Ég opnaði hurðina upp á gátt, og sá mér til mikillar skelfingar, bóndan liggjandi á rúminu og konan hjá honum. Þau voru bæði látin. Ég sá að hann hafði skorið hana á háls, en svo tekið inn einhvern lif, því ég sá töflur á borðinu.

Bóndinn hafði plata mig, hann sagði þetta bara svo ég gerði ekki neitt. Svo ég hafði ekki hlaupið inn í svefnherbergi og stoppað hann. Djöfull var ég heimskur. Ég hljóp niður stigann og hringti á sjúkra bíl. Ég grét yfir því hversu heimskur ég var. Ég gat bjargað henni, hugsaði ég….