ÞUNGLYNDI.

Það er svo sorglegt, að svona ung stúlka, eins og ég, með alla þessa hæfileika, skuli lyggja hérna í rúminu og ekki langa til þess að vakna á morgun. Ég lygg bara hérna, og mig langar ekki til þess að vakna á morgun. Bara langar það alls ekki. Mig hryllir við morgundeginum. Langar svo innilega ekki að takast á við hann. Mér finnst hann ekki bjóða uppá neitt skemmtilegt eða áhugavert að takast á við. Bara sami gamli vaninn, aftur og aftur. Alveg nákvæmlega eins og þetta var í dag og alla hina dagana á undan. Mig langar ekki að þurfa að opna augun. Vil helst bara sofa og sofa, helst ekkert vakna aftur. Langar ekki að vera til.
Ég lygg bara hérna í rúminu og stari út í loftið. Stari á ekkert. Finn aðeins tómið inní mér, vonbrigðin og ömurleikann. Það er meira að segja erfitt að draga andann. Það er svo þungt. Mér finnst eins og líkami minn sé mörg hundruð tonn, svo þungur og það er svo erfitt að hreyfa sig. Það er eins og eitthvert flykki lyggi ofaná mér og komi í veg fyrir að ég geti gert nokkurn skapaðan hlut. Ég bara lygg. Lygg alla daga og glápi út í loftið. Ef að mér tekst að opna augun á morgnana, eða réttara sagt um hádegið og drattast á lappir þá eyði ég öllum deginum í það að vellta því fyrir mér hvað ég geti nú farið að gera. En líkami minn er svo þungur og það er svo þungt að anda að ég kem mér ekki til að gera neitt, jafnvel þó að mig langi til þess. Það bara er svo erfitt. Svo ég eyði deginum í að hugsa um það sem ég gæti verið að gera, það er að segja ef að ég fæ frið fyrir því vegna allra áhyggjanna sem ég er með á bakinu. Já, þær láta mig sko ekki í friði! Þær banka í mig á korters fresti ef ske kynni að ég skyldi hafa gleymt að hugsa um þær, sem er nú reyndar orðið afar sjaldgjæft. Áhyggjurnar gleyma sko ekki að minna á sig. Og ég er sko með allan heiminn á bakinu. Ég hef áhyggjur af öllu. Ekki einungis af sjálfri mér, nei, heldur öllum og öllu í kringum mig. Með þetta burðast ég alla daga, og svo er ég hissa á því að líkami minn skuli vera þungur!
Og ég lygg, og lygg, stari útí loftið á ekki neitt. Ég hlusta á þögnina inní herberginu, þessa yfirþyrmandi óþægilegu þögn sem skerst inní eyrun á mér. Fyrir utan gluggan þýtur síðan veröldin hjá. Ég heyri í umferðinni og mannfjöldanum þjóta framhjá glugganum í þessari hröðu veröld sem er fyrir utan gluggann minn. Ég lygg og hlusta. Hlusta á öll hljóðin sem ég þekki svo vel, hlusta á veröldina þeysast hjá á meðan ég lygg í rúminu og reyni að berjast við það að draga andann. Og ég þarf virkilega að taka á. Þó svo að ég lyggi bara hérna og margir halda að ég sé bara aumingi og að þetta sé bara vesaldómur af mér, þá er þetta virkilega erfitt. En það skilur það bara enginn. Það skilur enginn hversu erfitt það getur verið að þurfa að draga andann, að hreyfa þennan þunga líkama og að þurfa að takast á við daginn, hvað þá að komast í gegnum hann. Nei, nei, ég er bara aumingi sem lygg uppí rúmi og flý veruleikann. Það er ef til vill rétt, ég er að flýja veruleikann en að fólk skuli telja mig aumingja, þegar það veit í rauninni ekkert um það hvernig það er að vera svona. Kanski er ég aumingi, ég veit það ekki, en ég veit allavegna að þetta er erftitt, þetta er hrikalega erfitt og mig bara hreinlega langar ekki til að taka þátt í þessu.
En ég lygg. Og ég lygg. Held áfram að stara útí bláinn og hlusta á veröldina þjóta framhjá.

mks