myrkrið

…ég hef enga ástæðu til að ljúga að ykkur, ég hræðist ekkert meira en myrkrið. Og þegar atburðurinn sem ég ætla að segja ykkur frá skeði lá ég ein uppi í rúmi að reyna að sofna. Ekki spurja mig af hverju myrkfælin manneskja eins og ég hafði slökkt öll ljósin í íbúðinni og var þarna ein í kolniðamyrkri að telja kindur til að reyna að sofna. Kannski er ég bara svona óborganlega heimsk eða kannski var ég að reyna að sanna mig fyrir sjálfri mér… En það skiptir í raun ekki máli. Staðan var allavega sú að ég lá þarna í myrkrinu með lokuð augun og var að reyna að sofna áður en einhver óvættur myndi læðast aftan að mér.
Þegar svefninn var við það að hellast yfir mig heyrði ég lágt ýskur eða marr eða hvern anskotann sem það kallast nú og mér fannst eins og einhver væri að opna hurðina frammi. “Djööööfulsins fáviti get ég verið”, hugsaði ég með mér, “ekki getur verið að ég hafi gleymt að læsa útidyrahurðinni”. Ég lá frosin uppi í rúmi og vonaði heitt og innilega að sá sem væri inn kominn myndi bara taka sjónvarpið, viedóið og veskið en láta mig í friði. Af hverju í anskotanum svaf ég ekki með hnúajárn, hníf eða beisbolkylfu??? Hjartslátturinn barðist og ég söng “allir krakkar” hástöfum í huganum í von um að heyra engin umbrot frammi. Og það virkaði, ég róaðist og fann smám saman hvernig svefninn heltist yfir mig aftur…
…en rétt í því fann ég að einhver hallaði sér yfir mig og strauk á mér handlegginn. Öskrið sem braust fram af vörum mínum hlýtur að hafa vakið alla í blokkinni. Ég fæ hræðslu minni ekki lýst með orðum. Mér var hægt snúið við og svo var smellt á mig heitum og innilegum kossi.
-“Varstu sofnuð elskan?”, var spurt lágum rómi, “ég vona að ég hafi ekki vakið þig, mér langaði bara að segja sorry fyrir hvernig ég lét í dag, ég hefði ekki átt að láta svona.”
Mér leið eins og fokkings fávita, langaði að segja honum að hann hefði farið íbúðavilt, ég myndi heita Sísí og að ég vildi aldrei heyra í honum né sjá hann aftur. En á hinnboginn langaði mér ekki að vera ein það sem eftir lifði nætur og djöfull hafði ég líka saknað hans. Ég togaði hann uppí til mín og smellti á hann einum glóðvolgum. Svo naut ég þess að liggja þétt í örmum hans langt fram eftur morgni. Eins viðbjóðslegt og myrkrið getur verið þá er ekkert yndislegra ef réttur rúmfélagi er hafður við hönd…