Sólin skín og fuglarnir syngja. Ég er á leiðinni heim, þú ert að fara að koma. Ég vil hafa allt tilbúið, kvöldmatinn, kertaljósin, tónlistin og síðast en ekki síst svefnherbergið. Þetta á eftir að vera mjög sérstakt hljóð.
Ég labba inn um dyrnar og kveikji á sjónvarpinu. Er ekkert með hugann við það, er að taka til matinn.
Skyndilega heyri ég þá segja nafnið þitt, og horfi á sjónvarpið.
Bílslys í þrengslunum, 25 ára gamall maður lést, í bílnum voru blóm og mynd af stúlku.

Ég frosna…. Se að myndin er af mér.
Hvað á ég að gera. ég trúi þessu ekki. hann er á leiðinni. held áfram að taka til matinn. Síminn hringir. Mamma hans, spyr mig hvort ég hafi séð fréttirnar. Segir að Símon sé dáinn.
Tárin brjótast fram. Ég trúi þessu ekki ennþá. Hann er á leiðinni. Kvöldið líður, en aldrei kemur hann. Og ég átta mig á því að hann er farinn.

Reyni að sofna en það tekst ekki, svo ég fæ mér eina svefntöflu. Mig dreymir furðulegan draum. Símon kemur til mín og segir mér að það sé allt í lagi. Ég eigi ekki að gráta mikið, því hann mun alltaf vera hjá mér. Segir mér að lifa lífinu. Þegar því er lokið munum við hittast aftur. Segir mér að hann elski mig.

Ég vakna. Mér líður ekki eins illa. Sorgin er enn til staðar, en ekki eins mikil. Því ég veit að við munum hittast aftur. Eftir að ég dey. Ég elska hann. Ég fer inn á baðherbergi. Tek glasið með svefntöflunum. Við munum brátt hittast aftur ástin mín, bráðum, bráðum.
Ég sofna aftur. Í þetta skiptið dreymir mig engann draum. Símon kemur og tekur á móti mér. Ég elska þig segir hann. En afhverju vildiru deyja svona snemma????
Ég svara:,,Því þú varst líf mitt, þú varst loftið, ljósið, þú varts mér allt.“
Ég elska þig símon, að eilífu.
,,Að eilífu” segir símon.
Saman göngum við inní ljósið, allt er svo undurfagurt og æðislegt, fuglarnir syngja og sólin skín. Við erum að fara að taka matinn til. Ég og Símon….