Smá formáli!

Einu sinni sem oftar sat ég á kaffihúsum borgarinnar að velta fyrir mér lífinu og öllum þessum skrýtna tilgangi, ég horfði út um gluggan á stjörnurnar, þá kom þetta upp úr mér, og dugði á 3jár servítettur.

HVER ER ÉG?

Ég kem mér vel fyrir, vef teppinu utanum mig, helli nokkrum velvöldum gevalídropum í bollann minn, kveiki í vindling og einfaldlega er.

Stjörnurnar flissa kankvíst svo skín í hvítar tennurnar og karlinn í tunglinu vefur utan um sig gulum skýjatrefli til að verjast næturfrostinu. Ég er.

Ég fer að dæmi Sókratesar og læt kaffiilminn bæta mér upp vínberjamissinn.

Stundum líður mér eins og Guð, ég er allt, óendanleikinn, algleymið, ég er hinn gyllti neisti sem gefur svarthvítri tilverunni tilgang, ég gef líf, ég er líf, ég er.

Stunum líður mér eins og lítilsmerku peði á skákborði æðri afla, tómstundargamanni eða dægrastyttingu, jafnvel eins og persónu í harmleik eftir Darío Fo, þar sem mín tilvera eða ólíf er bara eitt pennastrik vitfirrings.

Stjörnur svarið mér! Hver er ég?

Eitt bros, ákveðni.

Ég sætti mig ekki við neinar hömlur, enga veggi. Ég efast og veit að ég er.

Veröldin er gnægtarbrunnur sem aldrei tæmist og við erum hluti hennar, því eru okkur engar hömlur settar. Með því að senda óeigingjarnar óskir til hins tæra, þess sem er, þá verða allar okkar óskir uppfylltar. Það er eðli tilverunnar, sálarinnar sem bíður fullkomnunar í hverju skrefi.


Næturfrostið er hægt og bítandi að narta sér leið í gegnum móður jörð, norðurljósin dilla sér í seiðandi dansi.

Stjörnur, Takk!

Ég veit að ég veit ekkert!

Kannski er ég bara draumur. En minn draumur í kvöld verður von næsta morguns og veruleiki næsta kvölds.

Ég veit að ég veit ekkert.

En ég veit að ég er.



Kveðja;
Krystall