Þegar ég dó þá sá ég að líf mitt hafði alls ekki verið eins innihaldslaust og vonlaust eins og ég hélt. Daginn eftir að ég dó fékk ég mér smá göngu. Kaldur andvarinn lék um sálu mína og fuglarnir sungu fyrir mig. Enn einhvernveginn var tilfinningin ekki sú sama og áður. Það eina sem komst fyrir í huga mínum var þessi sama vanlíðan og hafði verið þar í svo mörg ár og við hana hafði nú bæst söknuður. Ég saknaði lífsins og ég saknaði fólksins mín. Ég sem hafði dáið með þeim tilgangi einum að hætta að líða illa, var vonsvikin yfir þessari vanlíðan sem enn var til staðar og reið sjálfri mér fyrir það sem ég hafði gert. Eftir að hafa gengið í dálitla stund og hugsað þessar þungu hugsanir kom ég að stórum stein. Þegar ég var barn hafði ég dvalið hér tímunum saman í leik við álfa og aðrar kynjaverur. Ég settist niður og horfði til austurs. Í fjarska sá ég húsið sem ég hafði alist upp í, húsið sem foreldrar mínir bjuggu í. Ég saknaði foreldra minna og ég saknaði hússins. Rétt áður enn ég hafði drepið mig hafði ég einmitt setið hér hjá þessum stein og grátið. Ég hafði grátið vegna þess að hamingjan hafði yfirgefið mit. Ég sá ekki brosin sem fólk sendi mér, ástina sem fólkið mitt gaf mér, hláturinn sem sveif í loftinu, gleðina sem beið mín, fegurð heimsins og framtíðina. Ég sá ekki framtíðina og fann ekki hamingjuna. Það var þarna hjá þessum stein sem ég hafði dáið, tilfinningalega, andlega og líkamlega. Enn núna sá ég að ég hafði verið blind. Þetta var allt til staðar, brosin, ástin, hláturinn, gleðin, fegurðin, hamingjan, framtíðin og ég.
Núna var ég án forms, án gleði, án ástar, án lífs og ég sá að þetta höfðu verið mistök. Mistök sem ekki var unnt að taka aftur.
Höf/Dagga